Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1984, Qupperneq 66

Læknablaðið - 15.11.1984, Qupperneq 66
318 LÆKNABLADID sjóði fyrir kr. 14.500.000.00. Iðgjöld námu um kr. 28.000.000.00. Makalífeyrir var greiddur 9 ekkjum og ekklum, en barnalífeyrir með 8 börnum. Tveir læknar nutu elliflífeyris og einn læknir örorku- lífeyris. Árið 1984 eiga sjóðfélagar, sem hófu ið- gjaldagreiðslur á árinu 1982, rétt á lánum úr sjóðnum ailt að kr. 150.000.00. Eldri sjóð- félagar eiga rétt á allt að kr. 400.000.00. Lánin eru til 10 ára með 5 % ársvöxtum bundin láns- kjaravísitölu. Enn er vakin sérstök athygli þeirra, sem stunda framhaldsnám erlendis, á lokaákvæði 9. greinar reglugerðar sjóðsins, sem hljóðar þannig: »Stjórninni er heimilt að fella niður ið- gjaldagreiðslur í mest 2 ár, þegar ungir sjóð- félagar eiga í hlut og lenda í greiðsluvand- ræðum vegna framhaldsnáms erlendis eða af öðrum ástæðum, sem stjórnin metur gildar. Ið- gjaldagreiðsla fyrir og eftir slíkt tímabil telst samfelld, sbr. 12.-14. gr.« Um niðurfellingu iðgjaldagreiðslna þarf að sækja skriflega til stjórnar sjóðsins. Falli iðgjaldagreiðslur niður í meira en 2 ár, skerð- ist lífeyrisréttur þeirra, sem náð hafa lífeyris- réttindum þannig, að ekki verður um fram- reikning á greiddum iðgjöldum að ræða, fyrr en þeir hafa greitt iðgjald í 3 ár að nýju. Námssjóður lækna Iðgjöld árið 1983 voru um 8.9 milljónir króna. Styrkir veittir sjóðfélögum voru á sama ári um 3.2 milljónir, önnur úttekt um 1.9 milljónir, en inneignir þeirra um sl. áramót voru um 8.1 milljón króna án vaxta. Veitt lán á árinu voru kr. 12.6 milljónir. Víxileign nam í árslok 2.2 milljónum og skuldabréfaeign 13.1 milljónum króna. Almenn lánsfjárhæð er nú hæst kr. 100.000.00 og er veitt til 2ja ára eins og áður með afborgun á 6 mánaða fresti. Bréf þessi bera hæstu skuldabréfavexti. Lán vegna kaupa á starfsaðstöðu sjóðfélaga, vísindavinnu eða annars eru til allt að 3ja ára og fullverðtryggð skv. lánskjaravísitölu. Erá ársbyrjun 1983 eru reiknaðir sparisjóðs- vextir á inneignir. Styrktarsjóður ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna Árið 1982 úthlutaði stjórn sjóðsins 36 styrkj- um að fjárhæð samtals kr. 126.500.00, en í fyrra var úthlutað kr. 172.000.00 til 34 ekkna og ekkla. Skrifstofa læknafélaganna Skrifstofa læknafélaganna er eins og öllum læknum er kunnugt í húsnæði, sem L.í. og L.R. eiga sameiginlega í Domus Medica, Reykjavík. Skrifstofan er rekin af L.Í. Hún er opin alla virka daga kl. 13.00-16.00, en vinnutími starfs- fólks er frá kl. 08.00. Á skrifstofunni starfa nú 6 manns þ.m.t. ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins. Auk þess að veita félagsstjórnum, samn- inganefndum og öðrum starfsnefndum félag- anna aðstoð og þjónustu og sjá um fjármál þeirra sér skrifstofan um afgreiðslu, fjárreiður og bókhald fyrir Lífeyrissjóð lækna og Náms- sjóð lækna, svo og undirbúning fyrir útgáfu Læknablaðsins og fylgirita þess, Handbókar lækna og Fréttabréfs lækna. í>á eru ýmis önnur verkefni innt af hendi og snúa þau bæði að læknum sjálfum, viðsemjendum eða vinnu- veitendum þeirra og jafnvel öðrum aðilum, sem leita upplýsinga. Helztu verkefni og verkþættir I. Fundir: Framkvæmdastjóri situr alla fundi stjórna L.Í. og L.R., samningafundi og fundi samninga- nefnda og Starfsmatsnefndar auk stöku funda með stjórnum sjóða, útgáfunefndur o.fl. Rit- stjórnarfulltrúi situr alla fundi Læknablaðsins og Fréttabréfs lækna. Ragnar H. Guðmunds- son situr alla fundi stjórna Lífeyrissjóðs og Námssjóðs. Sofie Markan situr fundi með Fræðslunefnd og Læknablaðinu. Fundirnir krefjast undirbúnings, svo og framkvæmda á ákvörðunum þeirra síðar t.d. í formi bréfa- skrifta. Allt starfsfólkið tekur þátt í undirbún- ingi stærri árlegra funda, svo sem aðalfunda L.í. og L.R., læknaþinga og fræðslunám- skeiða. II. Fjármál og bókhald: Innheimta árgjalda L.Í., iðgjalda í Lífeyrissjóð, Námssjóð og Orlofssjóð, áskrifta Læknablaðs- ins hjá öðrum en læknum, svo og auglýsinga í Fréttabréf lækna. Umsjón og varzla fjár fé- laga og sjóða. Allt bókhald þessara aðila og árlegt reikningsuppgjör. III. Almenn þjónusta: Útsending og afhending kjarasamninga og taxta. Sala hvers kyns eyðublaða til lækna og sjúkrastofnana. Vélritun skuldabréfa og af-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.