Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1985, Side 6

Læknablaðið - 15.08.1985, Side 6
194 LÆKNABLAÐIÐ skoðanakönnun þess í febrúar 1985. Þetta voru símaviðtöl við 1000 manna slembiúrtak, og var svörunarhlutfallið þar 78,5%. í þessari könnun var fólk flokkað eftir aldri, búsetu og atvinnu og niðurstöður tölvuunnar. Orðanotkun: í þessari grein eru notuð nokkur nýyrði og einnig eru eldri orð notuð í vel skilgreindri merkingu sem er nokkuð þrengri en almennt tíðkast. Ýmsir hafa lagt orð í þennan belg bæði læknar, eldri og yngri, og málvísindamenn. Árvaka: Það að vakna snemma að morgni og geta ekki sofnað aftur. Síðvaka: Að ganga illa að festa svefn. Svefnmál: Sú stund þegar svefn hefst. Rismál: Sú stund þegar svefni lýkur að morgni. Aðeins ein svefnmál og ein rismál eru á hverjum sólarhring. Svefnrof: Það að vakna upp af svefni á tímabilinu frá svefnmálum til rismála. Óværð: Notað um þann tíma sem svefnrof varir, á tímabilinu frá miðnætti til kl. 8 að morgni. Ofsyfjusjúkdómar: Sjúkdómar sem valda þreytu eða syfju að degi til, þrátt fyrir að nægur svefntími gefist, á ensku kallað DOES eða disorders of excessive somnolence (8). Svefnlæti: Óeðlilegt háttalag í svefni svo sem hreyfingar, tal, gnístran tanna eða þess háttar, á ensku kallað parasomnias (8). Kæfisvefn: Svefntruflanir sem stafa af því að fólk hrýtur þannig að öndun stöðvast og súrefnisþrýstingur blóðs fellur, á ensku kallað sleep-apnea. Svefnleysi: Hér notað um flokk einkenna, árvöku, síðvöku og óværð. Svefntími: Tíminn sem fólk sefur, þ.e. timinn frá svefnmálum til rismála að frádreginni óværð. NIÐURSTÖÐUR Svefntími: Mikilvægustu upplýsingarnar um svefntíma fólks komu fram í svefn- skránum. Meðalsvefntíminn samkvæmt svefnskrám var 447 mínútur eða um það bil sjö og hálf klukkustund, staðalfrávik var 57 mínútur. Svefntími var nokkuð breytilegur eftir vikudögum, einkum svaf fólk nokkuð lengur um helgar. Meðalsvefntíminn hina ýmsu vikudaga er sýndur á mynd 1, en á mynd 2 eru sýnd svefnmál og rismál þessa sama hóps. Svefntími Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun Mynd 1. Meðalsvefntími hinna ýmsu daga vikunnar, svartastrikið í enda hversstöpuls táknar eitt staðalfrávik. Samkvæmt svefnskrám voru svefnmál aðfaranætur virkra daga að meðaltali kl. 0.04, fjórar mínútur yfir miðnætti. Svefnmál aðfaranætur laugardaga voru kl. 0.44 og sunnudaga kl. 1:20. Meðalrismál virka daga voru kl. 7:43, laugardaga kl. 8:48, sunnudaga kl. 9:38. Staðalfrávik þessara gilda eru á bilinu 75-90 mínútur. í símakönnuninni komu fram svipaðar niðurstöður og munaði innan við 15 mínútum á meðaltalsgildum þess- ara kannana. Þegar spurt var hvort fólk teldi svefnþörf sína breytilega eftir árstíðum svöruðu 48% að hún væri meiri á veturna en 3% að hún væri meiri á sumrin. Við samanburð á svefnskrám haustið 1982 og sumarið 1983, sem sýndur er á mynd 3, sést þó ekki marktækur munur á svefntíma. Svefntími hefur löngum verið talinn háður aldri. Mynd 4 sýnir hvernig svefntími styttist heldur fram að sjötugsaldri, en lengist síðan. Nokkur munur var á svefntíma karla og kvenna. Konur sváfu að jafnaði um það bil 16 mínútum lengur en karlar, sem kom fram í að rismál eru að meðaltali seinna hjá konum. Svefnerfiðleikar: í svörum við spurninga- lista kemur fram, að 13,3% lýsa árvöku, 15,3% lýsa síðvöku og 38,5% óværð. Um 15% töldu sig fáað jafnaði of lítinn svefn, 2% töldu sig sofa of mikið. Þegar spurt var hversu langan tíma tæki að jafnaði að sofna, töldu 25%aðþað tæki 15-30mínúturen 12%yfir30 mínútur. Þessum tölum verður að sjálfsögðu að taka með sérstakri varúð, þar sem vitað er, að mörgum reynist erfitt að giska nákvæm- lega á hversu lengi þeir eru að sofna (9). Þegar spurt var hversu erfitt fólk ætti með

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.