Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 12
196 LÆKNABLAÐIÐ lega en 4,9% stundum. Spurt var hvað valdið hefði því að fólk prófaði fyrst svefnlyf og eru niðurstöður sýndar í töflu II. Einnig var spurt hvort fyrir kæmi að fólk notaði áfengi til að geta sofnað, og sögðust 5,4% nota það örsjaldan og 1,7% öðru hvoru eða oft. í símakönnuninni reyndust 9,9% þeirra sem ’svöruðu hafa notað svefnlyf á síðasta ári, 0,6% nær daglega allt árið, 2,4% daglega um tíma, en 6,5% stöku sinnum. Tafla III sýnir notkun svefnlyfja eftir kyni. Heldur fleiri konur en karlar notuðu svefnlyf og tíðni svefnlyfjanotkunar fór vaxandi með hækk- andi aldri og var þannig nærri 20% meðal þeirra sem voru 60 ára og eldri. Að því er tók til búsetu virðist tíðnin vera heldur meiri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á land- inu. UMRÆÐA Svefnvenjur íslendinga virðast nokkuð frábrugðnar því sem gerist með öðrum þjóðum. Þetta á einkum við um svefnmál og rismál sem eru seinna á sólarhringnum en gerist annars staðar. í Bologneá Ítalíu t.d. eru svefnmál kl. 23-23.30, eða klukkustund fyrr en fram kom hér (10), en meðalsvefntimi svipaður. Meðalsvefntími hér virðist svipaður og gerist með öðrum þjóðum. í könnun sem gerð var i Finnlandi á rúmlega þrjátíu þúsund einstaklingum, reyndist meðalsvefntími 7.9 klst. (3, 11, 12), en sú könnun er aðferða- Tafla 11. Svör við spurningunum »Hvað varð tilþess að þú prófaðir svefnlyf fyrst?« í spurningalista í aðal- könnun. Sýnt sem hlutfall af þeim sem segjast hafa notað svefnlyf úr 584 manna úrtaki. Fjöldi sýndur ísvig- um. Ástæða Hlutfali eigið frumkvæði......................... 18% (15) ráðlegging vina.......................... 5% (4) innlögn á sjúkrahús..................... 30% (25) ráðlegging læknis....................... 38% (31) annað.................................... 9% (7) Tafla III. Hlutfallþeirra sem sögðust hafa notað svefn- lyf einhvern tímann á árinu í símakönnun Hagvangs. Karlar Konur Alls Nær daglega 0,5% 0,8% 0,6% Nær daglega um tíma 2,3% 2,5% 2,4% Stöku sinnum 5,4% 7,4% 6,4% fræðilega ófullkomnari en sú sem hér er lýst og er því enn óvíst að Finnar sofi lengur en íslendingar. Flestar kannanir sýna meðal- svefntíma kringum 450 mínútur eða sem svarar 7 'A klst. sem er svipað og okkar niðurstöður(l, 10, 13). Erfitt er að segja hvað veldur þessum seina háttatíma þjóðarinnar, en ein skýring gæti verið sú, að klukkan á íslandi er skekkt um eina klukkustund, miðað við sólargang og Greenwich meðaltíma. Reyndar er það mál manna að háttatími hafi verið svipaður áður en klukkunni var breytt. Önnur skýring er, að rismál á norðlægum slóðum hafa tilhneigingu til að vera seint að vetrarlagi vegna myrkurs og að erfiðara sé því að venja sig á árrisu að sumarlagi eftir dægurvillu vetrarins. Athyglisvert er, að í könnuninni kemur ekki fram neitt sem bendir til sérstaks vetrarsvefnleysis Iíkt og vart hefur orðið í Norður-Noregi (14). Svefntími og staðalfrávik svefntíma er hér svipað að vetri og sumri. Þó er ekki útilokað að slíkt svefnleysi sé hér til staðar í einstökum Iandshlutum. Tíðni svefnerfiðleika virðist hér svipuð og annars staðar í heiminum. Til dæmis má nefna að í könnun sem gerð var í San Francisco og nágrenni 1976, töldu 13,8% aðspurðra sig eiga í teljandi erfiðleikum með að sofna (3), miðað við 10-11% hér. Tíðni árvöku í þeirri könnun er 15,8% miðað við 13,3% hér. Þar sem spurningarnar eru örlítið mismunandi orðaðar, er munurinn ekki marktækur, en tölurnar benda til þess að ástand sé svipað á þessum tveim stöðum. í þeim niðurstöðum sem hér greinir, er gefið upp staðalfrávik eins og þeir þættir sem mældir eru, væru normaldreifðir. Á mynd 6a) og 6b) má sjá að svefnmál eru nálægt því normaldreifð og rismál heldur ójafnar dreifð, einkum hjá konum. Virðist eins og um sé að ræða tvo toppa sem gæti bent á tvo mismun- andi hópa. Ekki hefur tekist að greina hvaða þættir eru ákvarðandi í þessu efni, en líklegt má telja, að vinna utan heimilis valdi miklu um fyrri toppinn. Áformað er að kanna dreifingu þessara þátta nánar síðar. Hugtakið staðalfrávik verður notað hér með þessum fyrirvara. Athyglisvert er að bera saman dreifingu svefnmála og rismála í þeim könnun- um sem gerðar hafa verið hér á landi (mynd 7). Líklegt verður að telja að könnun útvarpsins sé mikið skekkt af grófari aðferðum við

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.