Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Síða 29

Læknablaðið - 15.08.1985, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 203 % Fig. 1. Estimatedincidenceof hew open-angleglaucoma patients in Iceland. Cf. Table V ad Census 1975. Both sexes by age-groups per 1000 pop. augnþrýsting í hærra lagi þ.e. hærri en 21 mm Hg og þá sérstaklega ef gláku hefur orðið vart í ætt sjúklings. Sé gengið út frá þeim forsendum að göngudeildarsjúklingarnir séu um þriðjungur allra þekktra glákusjúklinga á landinu og með sömu aldurs- og kyndreifingu (sbr. 1. grein greinaflokksins) er unnt að áætla tölu og nýgengi (incidence) hægfara gláku á íslandi þ.e. þeirra sjúklinga sem hefja meðferð árlega. Áætlaðar tölur nýrra glákusjúklinga hér á landi samkvæmt ofanskráðu eru birtar í V. töflu. Er sjúklingum gróft skipt í flokka eftir sjúkdómsstigi við greiningu. Áætluð heildartala nýrra glákusjúklinga er um 140- 150 á ári. Nærri jöfn tala karla og kvenna. Rúmlega 21% af nýgreindum sjúklingum 1970-79 voru komnir með meiriháttar sjón- sviðsskerðingu er glákan uppgötvaðist. Áætlaðar nýgengistölur eru miðaðar við mannfjöldaárið 1975, þ.e. á miðju rannsókn- artímabilinu. Heildarnýgengi 40 ára og eldri er um 2 af þúsundi íbúa, 50 ára og eldri 2.9 af þúsundi (karlar 3.1, konur 2.8), 60áraog eldri 3.9(karlar 4.1, konur 3.7), 70 ára og eldri 4.7 (karlar 5.0, konur 4.5). Á 1. mynd er sýnt áætlað nýgengi beggja kynja í aldursflokkum frá fertugu. Nýgengi eykst línulega úr 0.1 af þúsundi 40-49 ára upp í 5.1 af þúsundi í aldursflokknum 70-79 ára. Eftir áttrætt fellur nýgengið aftur. Sennilega vegna þess að aldursins vegna á fólk ekki eins hægt með að leita augnlæknis. % Fig. 2. Estimates incidence in new open-angleglaucoma patients in Iceland. Cf. Table V by age and sex. Rates per 1000 population in each age group. Rates per 1000 population Incidence Prevalance Fig. 3. Comparison ofprevalenceandincidenceof open angle glaucoma in Iceland. Á 2. mynd er áætlað nýgengi sýnt hjá hvoru kyni fyrir sig og er það í öllum aldursflokkum nokkuð meira meðal karla en kvenna. Eykst nýgengið línulega frá fertugsaldri til áttræðis- aldurs hjá báðum kynjum en meira hjá körlum, þannig að bilið breikkar með aukn- um aldri. Þriðja mynd sýnir samanburð á algengi og nýgengi gláku.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.