Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 211-12 211 DR. BJARNIJÓNSSON HEIÐRAÐUR Á sjötugasta og sjötta afmælisdegi Bjarna Jónssonar var í kapellu St. Jósefsspítala á Landakoti afhjúpuð brjóstmynd af dr. Bjarna Jónssyni, sem samstarfsmenn hans höfðu látið gera. Við þetta tækifæri flutti yfirlæknir Landakotsspítala, Ólafur Örn Arnarson, eftirfarandi ræðu: Frú Þóra Árnadóttir, dr. Bjarni Jónsson, góðir gestir. Þegar dr. Bjarni Jónsson hætti störfum við Landakotsspítala fyrir aldurs sakir í árslok 1979 ákvað læknaráð að láta gera af honum brjóstmynd, sem komið skyldi fyrir i spital- anum. í dag á 76. afmælisdegi dr. Bjarna er myndin hér komin. Hún er gerð af Baltasar Samper og steypt í brons hjá fyrirtækinu Burleighfield Arts í Englandi. Henni mun fljótlega verða komið fyrir á stað í anddyri spítalans, sem valinn hefur verið í samráði við listamanninn. Með þessum hætti vilja læknar spítalans votta dr. Bjarna virðingu sína og þakklæti fyrir áratuga störf þágu Landakots bæði að lækningum og stjórnun. Hann stundaði sér- grein sína hér í hátt á fjórða tug ára, en auk þess fór hann til náms á miðjum aldri í meðferð höfuðslysa, sem hann sinnti síðan einn hér á landi um 15 ára skeið. Þessi erilsömu störf voru unnin af þeirri vand- virkni, yfirvegun og samviskusemi, sem var einkennandi fyrir starfsferil dr. Bjarna. Störfum yfirlæknis gegndi dr. Bjarni í 20 ár. Mestan hluta þess tíma ráku St. Jósefs- systur spítalann og tókst með þeim samstarf, sem var grundvöllur þess, að hér tókst að halda uppi myndarlegum spítalarekstri þrátt fyrir alla erfiðleika. Á starfsævi dr. Bjarna hefur læknisfræðin tekið stökkbreytingum. Þekking hefur aukist með ólíkindum og fyrir löngu er svo komið, að það er á einkis manns færi að ráða yfir henni allri. Læknisfræðin hefur stöðugt greinst í fleiri og fleiri sérgreinar og það hefur verið nauðsynlegt að fjölga hér læknum og öðru starfsliði í samræmi við það. Jafnframt hefur nauðsyn á samstarfi og samvinnu allra sem hlut eiga að máli orðið augljós. Það var gæfa Landakots að dr. Bjarni og eigendur spítalans skildu, hvað var að gerast og fylgdust með þróuninni. Þegar að þvi rak að St. Jósefssystur ákváðu að hætta rekstri hér þótti flestum eðlilegast að ríkið keypti spítalann og tæki að sér rekstur hans. Það var engan veginn fyrirhafnarlaust að koma þeirri sjálfseignarstofnun sem nú sér um reksturinn á fót. Þáttur dr. Bjarna í því efni var stór og komu þar að góðu haldi þekking hans á sögu spítalans, rökfesta og virðuleiki í samskiftum við þá sem málum réðu. Sjálfseignarstofnuninsemsettvarálaggirn- ar 1977, hafði því traustan grunn til að byggja á. Það er hlutverk hennar að viðhalda því formi á rekstri sem hér hefur verið og gera allt sem hægt er til að varðveita þann góða anda, sem hér hefur jafnan ríkt og St. Jósefssystur áttu svo mikinn þátt í að skapa. Jafnframt þarf að tryggja, að spítalinn hafi ávallt yfir að ráða þeirri þekkingu og kunnáttu, sem best er á hverjum tíma. Það þarf að sjá til þess, að starfsfólki hans sé sköpuð viðunandi aðstaða og tæki til að vinna með. Með því móti einu verður tryggt, að sjúklingar spítalans fái þá þjónustu, sem þeir eiga skilið. Áfram hefur tekist góð samvinna um rekstur spítalans með okkur heimamönnum og stjórn sjálfseignarstofnunar. í ýmsu hefur miðað, en oft hægar en æskilegt hefði verið. Tekist hefur að bæta úr sárasta húsnæðis- skortinum með kaupum á húsum í nágrenn- inu og flutningi þangað á starfsemi, sem ekki þarf að vera í sjálfri spítalabyggingunni. Þau kaup eru jafnframt skilyrði fyrir því, að möguleiki verði á þeirri viðbyggingu sem að er stefnt. Að hönnun hennar er nú unnið og er það von okkar, að fjárveitingar fáist, þegar B- álma Borgarspítala og K-bygging Landspítala

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.