Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1985, Side 43

Læknablaðið - 15.08.1985, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 213-8 213 ÁLITSGERÐ NEFNDAR UM SÉRNÁM LÆKNA Á ÍSLANDI INNGANGUR Með bréfi 4. marz 1983 skipaði Svavar Gestsson þáverandi heilbrigðis- og trygging- armálaráðherra nefnd til þess að gera tillögur um skipan framhaldsmenntunar Iækna hér á íslandi. í nefndinni áttu sæti: Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, formaður. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, fulltrúi Læknafélags íslands, Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, fulltrúi læknadeildar Háskóla íslands, Árni Gunnarsson, fulltrúi mennta- málaráðuneytisins og Finnbogi Jakobsson, fulltrúi Félags ungra lækna, sem var ritari nefndarinnar. Nefndin boðaði meðal annars á sinn fund eftirtalda aðila: Þórð Harðarson, prófesor í lyflæknisfræði, Hjalta Þórarinsson prófessor í skurðlækningum, Tómas Helgason, prófes- sor í geðlækningum, Lúðvík Ólafsson lektor í heimilislækningum við læknadeild Háskóla íslands. FORSENDUR Nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að brýnt sé að skipulagt sérnám hérlendis hefjist sem allra fyrst. Eftir sem áður mun þó meginþorri íslenskra lækna þurfa að fara til sérnáms til annarra landa. Meginkostir þess að taka upp sérnám hérlendis eru: 1. íslendingar eru tilneyddir að taka þessi mál föstum tökum vegna vaxandi erfiðleika á aðalatvinnumörkuðum íslenskra lækna er- lendis vegna aukins fjölda þarlendra Iækna. 2. Jákvæð áhrif á heilbrigðisþjónustuna, en sérnámskennsla mundi fjölga reyndum aðstoðarlæknum og á þann hátt brúa bil sem nú er á milli sérfræðinga og aðstoðarlækna. Aukin kennsla mundi auka faglegan metnað deilda og ýta undir vísindavinnu sem aftur leiðir til meiri gæða í þjónustu sjúklinga. 3. Að mörgu leyti er heppilegra að sérnám fari fram í því landi þar sem fyrirhuguð sérgrein verður stunduð, en stór liður í sérnámi svo sem heimilislækningum er að kynnast því heilbrigðiskerfi og samfélagi þar sem síðar er unnið. 4. Það yki á sjálfstæði símenntunar íslenskra lækna og gerði hana ekki eins háða öðrum löndum, þó í litlum mæli væri, en mjög mikilvægt er fyrir eðlilega þróun læknis- fræðinnar að alltaf sé í gangi viðhald og endurnýjun þekkingarinnar. 5. Vaxandi erfiðleika hefur gætt hjá íslensk- um Iæknum að komast til annarra landa i sérnám. Reynsla að heiman myndi bæta samkeppnisaðstöðu þeirra við stöðuum- sóknir ytra. 6. Komið hefur fram andstaða gegn þeirri félagslegu röskun sem sérnámi erlendis fylgir. Með breytingum á atvinnuþátttöku kvenna og aukinni menntun þeirra þykir það ekki lengur eins sjálfsagt að fara með fjölskyldu til annarra landa í jafn langan tíma og sérnám tekur. Hefur vegna þessa orðið vart við aukinn áhuga meðal yngri lækna af báðum kynjum að taka hluta af sérnámi sinu hér- lendis. Helstu ókostir við að taka upp sérnám hérlendis eru eftirfarandi: Það hefur verið talinn einn aðalstyrkur ís- lenskrar læknastéttar hversu víða læknar hennar eru menntaðir og koma heim með ólíkan bakgrunn og mismunandi aðferðir. Sérnám hér mundi draga úr þessum ávinningi. Þau áhrif yrðu ekki veruleg þar eð einungis hluti sérnámsins gæti að jafnaði farið fram hér heima og einungis lítill hluti íslenskra lækna mundi fá aðgang að því hérlendis vegna ónógs framboðs á námsstöðum. Sú hætta er einnig fyrir hendi að of mikið yrði blínt á nám í aðalgreinum hér á landi en erfiðara yrði að fá tíma í hliðargreinum. Sérnámi fylgir óhjákvæmilega kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið þó erfitt sé að áætla þann kostnað til fulls. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að til

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.