Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1985, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.08.1985, Qupperneq 44
214 LÆKNABLAÐIÐ að sérnám geti hafist hérlendis séu allar forsendur fyrir hendi, þ.e. námsstöður og kennslukraftar. Kostnaður við að hefja sérnám verður því í lágmarki, en óhjákvæmi- lega einhver, m.a. vegna ráðningar starfs- manns i hlutstarf. TILLÖGUR Almcnnar tillögur A. Nefndin gerir að tillögu sinni að stefnt skuli að upphafi á sérnámi hérlendis, en því siðan lokið ytra og verði tími hérlendis 1-2 ár. Þó kæmi til greina að í heimilislækningum yrði sérnámi að fullu lokið hér heima. Nefndin gerir að tillögu sinni að til sérnáms- kennslunnar verði notaðar stöður reyndra aðstoðarlækna á Landspítalanum, Landa- koti og Borgarspítalanum, svonefndar »súperkandidatsstöður«. Kennsla verði í höndum kennara við læknadeild og sér- fræðinga viðkomandi stofnana. í heimilislækningum þyrfti að auglýsa stöður á heilsugæslustöðvum í Reykjavík og úti á landi sem námstöður í heimilislækn- ingum. Nefndin vekur athygli á að með fyrir- hugaðri kerfisbreytingu á heimilislækningum í Reykjavík skapast ákveðnir möguleikar á þessu sviði. Nefndin leggur ríka áherslu á að samningar náist við erlendar heilbrigðisstofnanir um framhald á sérnámi. Nefndin leggur áherslu á að tryggt verði að gæði sérnáms hérlendis verði sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. B. Tillaga um sérnám. Nefndin gerir að tillögu sinni, að fyrst um sinn verði stofnað til sérnáms i eftirtöldum greinum: 1. Heimilislækningum. 2. Lyflæknisfræði. 3. Skurðlæknisfræði. 4. Geðlæknisfræði. C. Skipulagning, stjórnun og eftirlit neð sérnámi. 1. Nefndin leggur til að heilbrigðismálaráðu- neytið skipi þriggja manna nefnd, SÉRNÁMSNEFND LÆKNA. Formaður verði skipaður af heilbrigðismálaráðherra í samráði við menntamálaráðherra, einn til- nefndur af læknadeild Háskóla íslands og einn af Læknafélagi íslands. Hlutverk sérnámsnefndar skal vera sam- hæfing og eftirlit með sérnámi hérlendis. Hún setur sér starfsreglur, sem ráðherra staðfestir að fenginni umsögn læknadeildar. Samkvæmt reglugerð nr. 39 frá 1970 um veitingu lækningaleyfa og sérfræðlileyfa má sérnám einungis fara fram á stofnunum sem ráðherra hefur viðurkennt til sérnáms að tillögu læknadeildar. Sérnámsnefnd veitir deildum og heilsu- gæslustöðvum í hverju tilviki leyfi til að aug- lýsa stöður sem sérnámsstöður. Þær stöður einar sem auglýstar eru með leyfi sérnámsnefndar verði viðurkenndar til sérnáms hérlendis. Um veitingu sérfræðileyfa fer samkvæmt reglugerð þar að lútandi. Sérnámsnefnd skal einnig hafa forgöngu um samninga við sjúkrahús og stofnanir erlendis um framhaldsnám íslenskra lækna í samráði við yfirlækna, Læknafélag íslands og heilbrigðisyfirvöld. Sérnámsnefnd kanni jafnframt möguleika á sérnámi í öðrum sérgreinum eftir því sem tilefni gefst. Nefndinni er kunnugt um að sérnám fer þegar fram að hluta til hér á landi í kvensjúkdómum, augnlækningum og meina- fræði. Er eðlilegast að skipulag þessa sérnáms verði í höndum sérnámsnefndar. 2. Ráðinn verði kennslustjóri sérnáms í hlutastarf (1/3). Hann skal vera starfsmaður sérnámsnefndar. 3. Stofnaður verði starfshópur í hverri sér- grein sem framhaldsnám verður tekið upp í (sérgreinarhópur). í hópnum eigi sæti yfir- Iæknar í viðkomandi grein, fulltrúar kenn- ara í greininni í læknadeild Háskóla íslands, auk fulltrúa lækna í námstöðum. Forstöðu- maður kennslugreinar við læknadeild hefur frumkvæði að stofnun hópsins. 4. Nefndin telur að engar breytingar þurfi að koma til á gildandi laga- eða reglu- gerðarákvæðum um sérfræðingsviðurkenn- ingu til að skipulegt sérnám geti hafist hérlendis. Þó væri æskilegt að við endur- skoðun reglugerðar nr. 39/1970 verði ákvæði um sérnámsnefndina felld inn í hana.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.