Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1985, Page 47

Læknablaðið - 15.08.1985, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 215 D. Beinn kostnaður ríkissjóðs vegna sérnáms verður eftirfarandi: 1. Laun kennslustjóra sérnáms (1/3 stöðu- gildi BHM 112). Árlegur kostnaður u.þ.b. 105.000 kr. miðað við launatöflu 1/9 1984. 2. Greiðslur fyrir vinnu í sérnámsnefnd skv. nánari ákvörðun þóknananefndar ríkisins. Áætlaður kostnaður á ári u.þ.b. 36.000 kr. 3. Leitað verði eftir því að kennarar við læknadeild og sérfræðingar sjúkrastofnana annist fyrirlestra innan ramma síns vinnu- tima. Þó verður að gera ráð fyrir einhverj- um kostnaði vegna sérstakra fyrirlestra. Nefndin miðar við að á hverju námsári verði u.þ.b. 40 fyrirlestrar fyrir hverja sérnáms- grein. Árlegur kostnaður vegna fyrirlestra yrði þá um 24.000 kr. Gert er ráð fyrir að annar kostnaðar sem námsstöðum tengist falli á viðkomandi stofnun. GREINARGERÐ A. Forsaga málsins Framhaldsmenntunarmál íslenskra lækna hérlendis hafa verið til umræðu um marga ára skeið. Á læknaþingi 1923 var gerð samþykkt um að Læknafélag íslands gæfi læknum leyfi til að kalla sig sérfræðinga. Fram til þess tíma var það á valdi hvers og eins að ákveða að kalla sig sérfræðing og þá í hvaða grein. Árið 1932 voru sett lög þar sem kveðið var á um að enginn mætti kalla sig sérfræðing, nema hafa fengið til þess leyfi ráðherra og eru þau ákvæði enn í gildi (sbr. lög nr. 80/1965). Venjan er að íslenskir læknar fara í sérnám að loknu almennu læknanámi og nú hin síðari ár m.a. í heimilislækningum. Yfirgnæfandi meirihluti íslenskra lækna lýkur nú sérnámi. Þetta sérnám hefur að mestu farið fram í nágrannalöndum okkar. Þó hefur hin síðari ár vinna hérlendis verið viðurkennd til sérfræðiviðurkenningar, í nokkrum tilvikum að öllu leyti, svo sem geðlækningum, en í einstaka tilviki að veru- legu leyti, svo sem í barnalækningum, kvensjúkdómum, og augnlækningum. Hefur undanfarin ár verið vaxandi vilji hér til að búa betur að þessum möguleikum og verið unnið talsvert starf á þvi sviði. Verður hér gerð grein fyrir helstu þáttum þessarar umræðu hin síðari ár. Á læknaþingi 1973 var samþykkt að lækna- samtökin beittu sér fyrir þvi að koma á framhaldsmenntun lækna á íslandi og í framhaldi af því var Árna Kristinssyni lækni, falið að safna gögnum um málið. Tillögur hans voru ræddar á læknaþingi 1975 og í framhaldi af þvi hóf LÍ viðræður við lækna- deild Háskóla íslands, og heilbrigðismála- ráðuneytið og menntamálaráðuneytið, um málið. Voru til þeirra viðræðna valdir eftir- taldir: Árni Gunnarsson, menntamálaráðu- neytinu, Hjalti Þórarinsson, læknadeild, Árni Kristinsson, af hálfu læknasamtakanna og Páll Sigurðsson af hálfu heilbrigðismála- ráðuneytisins. Skilaði þessi nefnd tillögum dagsettum 17. janúar 1977. Voru nefndarmenn sammála um að brýnt væri að stofna þegar til sérnáms í heimilis- lækningumogheilsugæslulækningumhérlend- is, en síðar ætti að hefja skipulegt fram- haldsnám í öðrum greinum. Töldu þeir að hefja mætti þetta nám i þeim aðstoðarlæ- knastöðum sem þá voru til landinu. Auk þess var lagt til að skipaður yrði framkvæmda- raðili til umsjónar sli’ku námi, Sérfræðiráð, sem i sætu fulltrúar Félags ungra lækna, heilbrigðismálaráðuneytisins, Háskóla íslands og Læknafélags íslands. Hlutverk ráðsins yrði skipulag og yfirstjórn framhalds- menntunar lækna í landinu. Sérfræðiráð þetta sæi um endurskoðun reglugerðar um framhaldsmenntun og fjallaði ennfremur um umsóknir um sérfræðileyfi. Auk þessa var lagt til að stofnaðar yrðu sérstakar sérnáms- nefndir i einstökum greinum og var sérstök áhersla lögð á heimilislækningar í því sam- bandi. Voru tillögur þessar afgreiddar af hálfu heilbrigðismálaráðuneytisins með bréfi dagsettu 28.01.1977, og fyrir liggur álit nefndar læknadeildar um málið frá 03.03.1977. Taldi heilbrigðismálaráðuneytið eðlilegast að aðilar málsins skipuðu nefnd til að gera tillögur um þær laga og reglugerðarbreyt- ingar, sem nauðsynlegar væru. Nefnd læknadeildar var sammála þeim forsendum, sem upphaflega nefndin hafði gefið sér um, að framhaldsnám í læknisfræði á íslandi væri mögulegt og æskilegt. Enn- fremur voru umsagnaraðilar deildarinnar hlynntir stofnun sérfræðiráða, en vöktu jafn- framt athygli á því að engin ákvæði væru í lögum og reglugerðum um framkvæmda- ábyrgð á framhaldsnámi lækna hérlendis. Töldu þeir skipan sérfræðiráðs eðlilega lausn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.