Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1985, Side 12

Læknablaðið - 15.09.1985, Side 12
226 1985;71:226-32 LÆKNABLAÐIÐ Vilhjálmur Rafnsson'), Soffía G. Jóhannesdóttir'), Hjörtur Oddsson'), Hallgrimur Benediktsson2), Hrafn Tulinius3), Guöjón Magnússon4) DÁNARMEIN OG NÝGENGIKRABBAMEINA HJÁ VÉLSTJÓRUM OG MÓTORVÉLSTJÓRUM INNGANGUR Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á, að verði menn fyrir asbestmengun tengist það aukinni tíðni brjósthimnubreytinga, meðal annars brjósthimnuskjöldum (pleural plaqu- es), (1, 2, 3) og aukinni dánartíðni úr lungnakrabbameini, illkynja mesótelíóma og krabbameini í meltingarfærum (4, 5, 6, 7). Tengsl asbestmengunar og lungnakrabba- meins hafa reynst mikilvægust. Nýlegar rannsóknir á vélstjórum, sem voru til sjós sýndu óvenjulega algengi brjóst- himnuskjalda, sem benti til liðinnar asbest- mengunar (8). Aðrar athuganir sýna að vél- stjórar við járnbrautir og annan iðnað hafa verið í mikilli hættu að fá atvinnutengd krabbamein, sem rakin eru til þess, að þeir hafa við vinnu sína orðið fyrir asbestmengun (9). Þetta hefur orðið tilefni þeirrar rann- sóknar, sem hér er sagt frá, en tilgangur henn- ar er, að athuga hvort tíðni lungnakrabba- meins sé ekki meiri meðal vélstjóra og mótor- vélstjóra, en gengur og gerist og lýsa almennt dánarmeinum og nýgengi krabbameina hjá þessum hópum. AÐFERÐIR Rannsóknin er aftursýn hóprannsókn. Rann- sóknarhópurinn er skilgreindur sem allir vélstjórar og mótorvélstjórar með meirapróf, og skráðir í Vélstjóratalinu 1911-1972 (10) og útskrifuðust úr Vélskólanum eða frá Fiski- félagi íslands á árunum 1936-1955. Rann- sóknarhópurinn er 477 karlar. Skiptist hann í 295 vélstjóra og 182, sem lokið hafa hinu meira mótorvélstjóraprófi. Samkvæmt inn- tökuskilyrðum Vélskóla íslands, sem mennt- ar vélstjórana, skal nemandi hafa lokið fjög- urra ára námi í járnsmíði og iðnprófi í þeirri Frá Vinnueftirliti ríkins'), Rannsóknastofu Háskólans í meina- fræðum2), Krabbameinsfélagi ísland’) og Læknadeild Háskóla íslands4). Barst ritstjórn 06/05/1985. Samþykkt og sent í prentsmiðju 10/5/1985. grein. Eitt megininntökuskilyrðið á hið meira mótornámskeið Fiskifélags íslands var tveggja ára vinna á vélaverkstæði. Athuguð voru afdrif vélstjóranna og mó- torvélstjórannameðþvíaðleitaaðþeimískrám Hagstofu íslands 1. desember 1982. Að þeim, sem ekki fundust í nafnnúmeraskránni, var leitað í skrám yfir dána. Grennslast var fyrir um þá, sem sagðir voru búsettir erlendis hjá íslenskum sendiráðum, ættingjum og erlendum manntalsstofnunum, hvort þeir væru lífs eða liðnir. Á þennan hátt fengust upplýsingar um afdrif allra einstaklinganna í rannsóknarhópnum. Dánarvottorða var aflað frá Hagstofu íslands eða erlendis frá og fengust þannig upplýsingar um dánardag og dánarmein. Þar sem dánarmein á íslandi hafa verið flokkuð eftir ýmsum útgáfum Hinnar alþjóðlegu sjúkdóma og dánarmeinaskrár voru öll dánarmeinin endurflokkuð til sam- ræmis við sjöundu útgáfu. Fjöldi mannára, sem vélstjórarnir og mót- orvélstjórarnir eru í hættu að deyja, var reiknaður frá því að sá fyrsti lauk prófi úr skólunum 1936 og til 1. desember 1982, eða þar til þeir dóu, ef þeir höfðu látist fyrir þann tíma (11, 12). Væntanlegur fjöldi dáinna (expected number, væntigildi) í rannsóknar- hópnum, fyrir þau dánarmein, sem athuguð voru, var reiknaður út á grunni samsvarandi dánartalna fyrir karla á íslandi 1951-1980 og framreiknaðra dánartalna fyrir árin 1981- 1982 (11, 12). Tölur um fjöldi dáinna á íslandi, eftir árum og fimm ára aldursflok- kun, voru einungis til í handritum Hagstofu íslands fyrir umrætt tímabil og kostaði það nokkra vinnu að taka þær saman og reikna út dánartölurnar fyrir þau dánarmein og dánar- meinaflokka, sem athuguð voru í þessari rannsókn. Eldri gögn en frá 1951 voru óaðgengileg nema varðandi öll dánarmein saman, flokkinn slys, eitranir, sjálfsmorð og manndráp, og undirflokkinn drukknanir við flutninga á legi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.