Læknablaðið - 15.09.1985, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ
227
í rannsókninni er síðan fjöldi dáinna
úr rannsóknarhópnum (observed number,
fundinn fjöldi dáinna) borinn saman við þann
fjölda, sem búast má við að deyi hjá sam-
svarandi úrtaki, hvað varðar aldur og alma-
naksár, meðal íslenskra karla. Það er gerður
hlutfallssamanburður milli fundins og vænt-
anlegs fjölda dáinna, reiknað svokallað
staðlað dánarhlutfall (Standardized Mortali-
ty Ratio, SMR).
Hér að ofan hefur verið fjallað um
dánartölur en sömu meginaðferðum hefur
verið beitt varðandi nýgengi krabbameina í
rannsóknarhópnum. Með tölvuvinnslu hafa
einstaklingarnir í rannsóknarhópnum verið
bornir saman við Krabbameinsskrána og
fundnir þeir vélstjórar og mótorvélstjórar,
sem fengið hafa krabbamein frá árinu 1955
(upphafsár Krabbameinsskrárinnar) og til
ársloka 1982. Úr gögnum Krabbameins-
skrárinnar hefur einnig verið reiknaður vænt-
anlegur fjöldi greindra krabbameina og á
grunni þess staðlað nýgengihlutfall (Standar-
dized Incidence Ratio, SIR).
Aðferðin sem notuð er, felst í því, að
samanburðarefniviður (hér allir íslenskir karl-
ar), er notaður til að reikna út væntigildi, (hve
búast má við mörgum sjúkdómstilfellum/-
dánum), þar sem tekið er tillit til fjölda og
aldurs einstaklinganna í rannsóknarhópnum
á hverjum tíma. Síðan er gerður hlutfallslegur
samanburður á fundnum fjölda sjúkdómstil-
fella/dáinna og væntigildinu.
Þegar athugað er, hvort niðurstöður
varðandi dána úr lungnakrabbameini eru
tölfræðilega marktækar, er einhliða p-gildi
lesið beint úr xJ — töflu(ll, 13).
Reiknuð eru 95% öryggismörk með tilliti til
Poisson dreifingar (11, 13) og þar sem
öryggismörkin innihalda ekki 1.0 er staðlað
dánarhlutfall eða staðlað nýgengihlutfall
marktækt á 5% stigi (tvihliða).
Við ákveðna sundurgreiningu á rannsókn-
arefniviðnum er notaður fortími eða
huliðstími, sem þýðir, að athugunin beinist
einungis að þeim, sem lokið hafa prófi
vélstjóra eða mótorvélstjóra fyrir meira en
tuttugu árum eða meira en þrjátíu árum síðan.
NIÐURSTÖÐUR
Fundinn og væntanlegur fjöldi dáinna úr
krabbameinum í barka, berkjum og lungum
(lungnakrabbameini) í ýmsum hópum
vélstjóra og mótorvélstjóra er sýndur í töflu I.
Fundinn fjöldi dáinna er meiri en búast má við
og er munurinn tölfræðilega marktækur á 5 %
stigi (einhliða próf) í þeim hópum, þar sem
saman eru vélstjórar og mótorvélstjórar og
þar sem eru allir mótorvélstjórar, án tillits til
huliðstíma. í töflunni er einnig sýndur fjöldi
mannára í hópunum.
Tafla II sýnir staðlað dánarhlutfall með
95% öryggismörkum fyrir alla 477 vélstjór-
ana og mótorvélstjórana, yfir allt rannsókn-
artímabilið frá 1936 til 1982, fyrir öll dánar-
mein, flokkinn slys, eitranir, sjálfsmorð og
manndráp og undirflokkinn drukknanir við
flutninga á legi. Dánarhlutfallið fyrir öll
dánarmein er undir einum heilum, þar sem
færri hafa dáið en búast má við. Úr áverkum
og eitrunum dóu 22, en búast mátti við 19.70
dánum. Þegar litið er á drukknanir við
flutninga á legi dóu 9, en búast mátti við 4
dánum og verður því dánarhlutfallið 2.25 sem
er tölfræðilega marktækt á 5% stigi samanber
95% öryggismörkin.
Table 1. Observed and expected number of deathsfrom malignant neoplasms of trachea, bronchus and lung,
standardized mortality ratio (SMR) and number ofperson-years for all subjects andfor marine engineers and machinists
separately, 1951-1982 and with 20 and 30 years latency periods.
Groups Number of person-years Obderved deaths number Expected deaths number SMR
All marine engineers and machinists (1951-1982) 13.437.5 7* 3.41 2.05
Marine engineers and machinists (20 years latency period) 6.021.5 6* 3.07 1.95
Marine engineers and machinists (30 years latency period) 1.820.5 4* 1.57 2.55
All marine engineers (1951-1982) 8.239.5 3 1.71 1.75
Marine engineers (20 years latency period) 3.467.5 3 1.52 1.97
Marine engineers (30 years latency period) 911.0 2 0.69 2.90
All machinists (1951-1982) 5.198.0 4» 1.71 2.34
Machinists (20 years latency period) 2.554.0 3 1.55 1.94
Machinists (30 years latency period) 909.5 2 0.89 2.25
p<0.05, one-tailed.