Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1985, Síða 35

Læknablaðið - 15.09.1985, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 237 færa. Þessi aðferð er mun fljótvirkari og hentugri fyrir sjúklinginn heldur en hylkja- sýnataka (capsules biopsy) og hann losnar við röntgenskoðun. Öll sýnin voru fullnægjandi til smásjárskoðunar og til að meta árangur meðferðar. Nú verður sagt frá þessum fimm sjúkratil- fellum í sömu röð og þau greindust. I. Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður var inn- lagður á FSA í lok maí 1982 vegna þráláts niðurgangs og psoriasislíkra útbrota. Fimm mánuðum áður fór að bera á þessum útbrotum og tveimur mánuðum síðar fór hann að fá stöðugan niðurgang, vatnskenndan annað slagið en skárri á milli. Samfara þessu voru vindverkir og viku fyrir innlögn var farið að bera á dreifðum kviðverkjum eftir hægðir. Vegna útbrotanna hafði hann árangurslaust verið meðhöndlaður eins og um dæmigerðan psoriasis væri að ræða. Hann hafði verið slæmur í kvið sem barn og fengið niðurgangsköst. Við komu var aimenn líkamleg skoðun eðlileg nema áðurgreind útbrot, sem dreifð voru um allan líkamann en mest áberandi á höndum og framanverðum sköflungi og fótum. Blóðrannsóknir sýndu lækkun á fólínsýru og kalsíum. Ásgirnisvefjasýni sýndi útlit sem samrýmdist sprue. Vefjasýni úr húðlesion sýndi dæmigert psoriasis- úlit. Settur á glútenfrítt fæði og vítamín. Niðurgangurinn hvarf fljótlega og sjúklingurinn byrjaði að þyngjast. Þremur mánuðum síðar voru húðútbrotin horfin og endurtekið vefjasýni frá görninni sýndi mun eðlilegra útlit borið saman við fyrra sýni. Sjúklingurinn leitaði aftur á göngudeild í desember 1984, hætti á glútenfríu fæði 6-7 mánuðum áður og höfðu útbrotin tekið sig upp að nýju. Blóðmælingar sýndu lækkaða fólinsýru. Batnaði á ný á glútenfríu fæði. II. Fimmtíu og eins árs gamall karlmaður var lagður inn í september 1982 með fjögurra mánaða sögu um verki í kvið, niðurgang og þyngdartap um 12 kg. Byrjuðu einkennin eftir ferð til Evrópu. Líkamleg skoðum eðlileg. Ásgirnissýni sýndi breytingar sem samrýmdust sprue. Var fyrst í stað meðhöndlaður með glútenfríu fæði, en var þó ennþá einstaka sinnum með niðurgang og verki, einkum þegar hann gætti sín ekki með mataræði. Endurtekið vefjasýni þremur mánuðum síðar sýndi óbreytta mynd og því var ítrekað við hann að fylgja betur reglumumfæði. Ímaí 1983 vartekiðvartekiðhjáhonum annað sýni sem sýndi vægari breytingar en áður. Síðast fréttist af sjúklingi í ársbyrjun 1984 og voru hægðir þá eðlilegar og líkamsþyngd stöðug. III. Tuttugu og sex ára gömul kona kom til rannsóknar í nóvember 1983 út af langvarandi niðurgangi s.l. 9 mánuði, linar hægðir 4-5 sinnum á dag. Stundum ónot í kringum naflann. Ekkert þyngdartap. Fyrri saga um ófrjósemisvandamál en þunguð við komu. Blóðrannsóknir sýndu vægan blóðskort, mikið lækk- aða fólínsýru og vægt lækkað kalsíum. Ásgirnisvefjasýni sýndu breytingar sem samrýdust sprue. Sett á glútenfrítt fæði, kalsíum og fólínsýru og einkenni hurfu. Kom í eftirlit í marz 1984 og var þá við góða líðan. IV. Þrjátíu og átta ára gömul kona kom til rannsóknar í byrjun febrúar 1984. Hafði undanfarna 4-5 mánuði þjáðst af vindgangi, uppþembu og verk neðarlega í kvið vinstra megin, sem leiddi niður í vinstri mjöðm. Fyrri saga um sjálfsmorðstilraun. Blóðrannsóknir sýndu vægan blóðskort og kalsíum í lægri normalmörkum. Ásgirnisvefjasýni sýndi breyt- ingar sem samrýmdust sprue. Var sett á glutenfrítt ræði, einkenni löguðust og endurtekið sýni tveimur mánuðum síðar var eðlilegt. í byrjun nóvember 1984 kom hún brátt inn áFSA vegna uppkasta og kviðverkja vinstra megin, neðarlega, sem leiddu aftur í bak og niður í vinstri mjöðm. Hafði fjórum klukkustundum áður borðað forboðinn mat og upplýsti hún þá, að bryti hún reglur um mataræði, fengi hún gulleitar »ungbarnahægðir« og kviðverki, en þess á milli góð líðan og hægðir eðlilegar. Blóðpróf voru eðlileg i þessari legu nema lækkað kalsíum. Meðhöndluð með glútenfríu fæði og lagaðist. V. Þrítug kona lagðist inn til rannsókna í nóvember 1984 út af óljósum einkennum un kviðverki, ógleði og stundum uppköst s. 1. eitt ár. Reynd hafði verið meðferð við ristilkrampa. Löng saga um hægðatregðu og hafði einnig lést um 8 kg undanfarna tvo og hálfan mánuð. Blóðrannsóknir sýndu lágt kalsíum tvímælt utan spítala en við innlögn var kalsium í lægri normalmörkum. Ásgirnisvefjasýni sýndu breytingar sem samrýmdust sprue. Sett á glútenfrítt fæði og við eftirlit um miðjan janúar 1985 var hún við mun betri líðan en tiltók þó eitt slæmt verkjakast eftir að hafa borðað laufabrauð um jólin. Endurtekin vefjasýni í febrúar sýndu nærri því eðlilegt útlit á slímhúð í ásgirni. Hún lagðist aftur inn í marz vegna þess að einkenni voru ennþá til staðar og jafnvel versnandi. Var höfð á ströngum matarkúr en þó náðist ekki viðunandi árangur. Til þess að fá endanlega skorið úr um réttmæti fyrri sjúkdómsgreiningar var sjúklingur settur á venjulegt fæði, versnaði líðan hennar við það og í lok apríl sýndi ásgirnisvefjasýni meiri breytingar heldur en i febrúar, en þó ekki eins miklar og í fyrsta vefjasýninu. Var sjúklingur settur aftur á glútenfrítt fæði. UMRÆÐA Á Akureyri hafa fimm fullorðnir sjúklingar greinst með sprue samkvæmt viðurkenndum greiningaraðferðum. Saga og klínísk mynd ásamt lækkun á kalki og/eða fólínsýru í blóði leiddi til þess að tekið var ásgirnisvefjasýni með magaspeglunartæki til að fá meinafræði- lega greiningu. Telja höfundar að þetta sé hæsta nýgengi (incidence) hjá fullorðnum með garnamein af völdum glúteins (giuten induced enteropathy) á íslandi. Ef til vill er sjúkdómurinn algengari á Akureyri en annars staðar á landinu. Líklegra er þó að hann sé vangreindur annars staðar. Höfundar leggja áherslu á, að séu saga og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.