Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1985, Qupperneq 50

Læknablaðið - 15.09.1985, Qupperneq 50
Orðabókarsjóður læknafélaganna Fyrir skemmstu var stofnaður Orðabókarsjóður Læknafélag- anna. Hlutverk sjóðsins er, að standa undir kostnaði viö gerö íðorða- safns lækna og í framhaldi af því, frágangi læknisfræðilegrar orða- bókar. Stofnfé sjóðsins er þaö fé, sem læknafélögin hafa lagt fram siðastliöin átta ár, til þess að greiða undirbúning verksins, og fram- lög annarra aðila, sem berast sjóðnum fyrir 15. okt. 1985. Læknum er gefinn kostur á þvi, aö gerast stofnfélagar sjóðsins meö því að greiða 1500 krónur — eittþúsund og fimmhundruö krónur — inn á reikning sjóðsins i Búnaðarbanka Islands. Framlag þetta er jafnframt fullt áskriftargjald fyrir íðorðasafn lækna, sem koma mun út í 15 til 20 heftum á næstu fjórum til fimm árum. Þeir læknar, sem vilja fá Íðorðasafniö frá byrjun, eru beðnir að greiða áðurgreint gjald i reikning sjóðsins númer 26-8925 i Bún- aðarbanka íslands i Austurstræti 5. Ef greitt er í öðrum bönkum eða í sparisjóðum eru auðkenni reikningsins: 301-26-8925. Aðgætið að setja rétt heimilisfang í innlagnarseðil. Oröanefnd læknafélaganna

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.