Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1986, Síða 5

Læknablaðið - 15.01.1986, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 3-4 3 Jón Steffensen FYRSTA FRÁSÖGN AF LEGBRESTIÁ ÍSLANDI í neðanmálsgrein í riti sínu »Lýsing á Kötlu- gjárgosinu 1823« og sem einskonar af- leiðing þess goss, lýsir Sveinn læknir Pálsson hinu hörmulega slysi 14. september 1823, er 3 merkismenn drukknuðu á Kötlukvísl. Þeir voru Þórarinn Öefjörð nýsettur sýslumaður í Skaftafellssýslum í sinni fyrstu embættisferð þar, séra Páll Ólafsson áður prestur í Ásum í Skaftártungu en nú nýtekinn við Uppholta- þingum, og Benedikt Þórðarson á Flögu í Skaftártungu. En fyrir honum gerir Sveinn eftirfarandi grein; »Benedikt Þórðarson, fátækur bóndi, nýgiftur í annað sinn, merkisskáld og gáfu- maður, fenginn til að fylgja þeim úr Tung- unni, útyfir sandvötnin, ásamt 2 öðrum, sem með naumindum afkomust« (1:289). »Bened- ikt bjó lengi í eyðibýli, er kallast Herjúlfs- staðase/, upp frá Álftaveri, fyrir austan svo kallaða Skálm, meðfyrri konu sinnisárveikri, og barðist þar við með mörgum börnum; því hvervetna varð honum vel til. Erbýliþetta rétt andspænis Kötlugjá, greip hann þar kvíði og áhyggja stór, að Katla mundi bráðum hlaupa og granda varnaði sínum, en ómögulegt þaðan að komast, ef bráðan að bœri, vegna vatna á allar síður, að hann með engu móti eirði þar lengur, fékk sér húsmensku upp í Skaftártungu, og var þetta hans 2. eða 3. ár þar. Og samt réði Kötluvatn honum skapa- dœgur.« (1:290). Af hinni sárveiku fyrri konu Benedikts, Katrínu Jónsdóttur og dánarmeini hennar segja dagbækur Sveins læknis Pálssonar (2) merka sögu læknisfræða hér á landi, sem er tilefni þessara lína. Katrín er fædd um 1770, sennilega á Herjólfsstöðum í Álftaveri, að minsta kosti eru foreldrar hennar þar búandi 1772. Þau Benedikt og Katrín búa framan af hjúskap sínum á ýmsum bæjum í Skaftár- tungu, en flytjast 1810 í Herjólfsstaðasel, eða Selhólma og Sel eins og Sveinn læknir nefnir býlið alla jafna í dagbókunum. í Manntali á íslandi 1801 búa þau hjón ásamt tveim börnum þeirra á Hvammi í Skaftártungu, því eldra 5 ára (f. um 1796). En vegna þess að kirkjubækur eldri en 1816 vantar úr Ásaþingum og eldri en 1828 úr Þykkvabæjarklaustur-þingum, er erfitt að vita með vissu um öll börn Katrínar og fæðingardag þeirra. Björn Magnússon telur þau þessi: Þorsteinn, f. 1796, Benedikt, f. 1798, Sigríður, f. 1799, Þóra, f. 1800, Sólveig, f. 1802, Sigríður, f. 1804, Þorsteinn, f. 15.5.1807, Gróa, f. 1810, Guðrún, f. 1811, Þorlákur, f. 23.11.1814 (3:I,107ÍV, 198 og 209). Sveinn læknir tekur Suður-Vík í Mýrdal í ábúð 8. júlí 1809 og flytur heimili sitt þangað síðar í þeim mánuði frá Kotmúla í Fljótshlíð, og þegar 1810 getur hann Benedikts Þórðar- sonar í dagbókum sínum og síðan að heita ár- lega meðan Benedikt var á lífi. Mest eru þau viðskifti almenns eðlis í sambandi við búskap og ýmsar nauðsynjar, en Katrínu konu Benedikts ber ekki á góma í dagbók- unum fyrr en 1819, þá er ritað 19. júní: »Vísiteradi Katrínu í Selinu med fullaldra Fostur- edur2 — sidan viku afsumri. Síðan 1. ágúst: Þáháttad var kom Benedikt uppá Konu sína-fór Þórunn mín med honum. 2. ágúst: Þórunn mín og Benedikt aptur um qvöldid, 3. ágúst: Jeg samferda Benedikt austur ad Hrífunesi. 4. ágúst: láþar kyr íóvedri- dóþar qvennmadur í sóttinni, 5. ágúst: Þadan undir Sólarlag út ad Seli og heim. (2, leyst er úr öllum skammstöfunum). Þar sem Þórunn Bjarnadóttir kona Sveins læknis, sem mikið var sótt til sængurkvenna, fer með Benedikt má ætla að Katrín hafi fengið jóðsótt 1. ágúst, en hún síðan dottið alveg niður og Þórunn því farið þegar aftur heim. En Sveinn hefur haft beig af þessari framvindu mála og ákveðið að nota tæki- færið, þar sem hann átti erindi að Hrífunesi og Iíta á Katrínu í leiðinni, og áhyggjur Sveins af henni koma ennfremur fram í því, að hann getur um hana í bréfi til Odds land- læknis Hjaltalíns 11. febrúar 1820: Skrev Landphysico Hjaltalín med Fattiges Regnin- ge (og) um Katrínu í Seli (2).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.