Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1986, Síða 6

Læknablaðið - 15.01.1986, Síða 6
4 LÆKNABLAÐIÐ Nú segir ekki af Katrínu fyrr en 8. október 1820, þá ritar Sveinn í dagsbókina: Prófastur á Reinir-bréf um lát Katrínar og síðan 10. október: Vid Sigurdur og Bensi austur í Tungu, obduceradi Katrínu sálugu á Flögu. (Fylgdarmenn Sveins, Sigurður Jónsson, f. 1797, er vinnumaður hans og Bensi er Bened- ikt, f. 1805 sonur Sveins. Þeir eru á leið í Hrífunesskóg til kolagerðar). 11. október: vid Begravelse Katrínar í Ásum.: Það er vissulega bagalegt að ekki skuli vikið að því einu orði hvað líkskurðurinn leiddi í ljós og hef ég oft fundið sárt til þess hve kröpp frásögn dagbókanna er. En að því er til sjúkdóma og meðala tekur má það sumpart vera af því, að Sveinn mun hafa haldið sérstaka lækningadagbók. Á nokkrum stöðum í dagbókunum vísar hann til diarium medicum, en engin slitur af slíku handriti hef ég rekist á meðal plagga hans, svo þakklátur má maður vera dagbókunum þrátt fyrir orð- og stafafæð þeirra. En af prestsþjónustubók Ásaþinga sést hvað krufningin hefur leitt í ljós, þar segir að Katrín Jónsdóttir, 49 ára frá Flögu hafi dáið 7. október 1820 úr: Rupturog suppuration af uterus gravidus. Þessa vitnesk- ju gat séra Páll Ólafsson, er jarðsöng Katrínu, aðeins hafa fengið hjá Sveini lækni, sem auk þess getur þess í dagbókinni fyrir árið 1820, að hann hafi látið tveimur aðilum í té sjúkdóms- sögu Katrínar, þ.e. 10. nóvember: skrifaði fyrir Benedict Þórdarson extrema konu hans sálugrar, og 26. desember: skrifaði síra Páii og sendt historia Katrínar sálugu. Leit mín að sjúkrasögu Katrínar á líklegum stöðum eins og í Skjalasafni landlæknis, í Þjóðskjalasafni og í handritasafni Lands- bókasafns hefur ekki borið árangur og meðan hún er ófundin verða ýms forvitnileg atriði hennar í óvissu, þar á meðal hvenfer legið hafi brostið. Var það þegar um garð gengið þegar Sveinn læknir vitjar Katrínar 19. júní eða gerist það 1. ágúst? Það eitt má telja öruggt að legið hafi brostið og það orðið eigi skemur en 14 mánuðum fyrir andlátið, sem vafalítið hefur orsakast af blóðeitrun. Þessi langdregna rás atburðanna við hinn alla jafna bráðrepandi legbrest, bendir til þess að hann hafi ekki verið fullkominn, þ.e. að lífhimnan hafi haldið — ruptura uteri incompleta. Það er einmitt á ófullkomnum legbresti sem erfiðast hefur reynst að átta sig, og oftast er það krufning, sem leiðir þann óvænta atburð í ljós, eins og Böers segir, er fyrstur manna mun hafa lýst honum á prenti 1807, en Matthías Saxtorph hafði orðið fyrir líkri reynslu á Friðriksspítala í Höfn árið 1780, án þess að geta atviksins á prenti (4:200-201). Sveini lækni er það naumast láandi þótt krufningar hafi þurft með til að leiða í ljós dánarorsök Katrínar og það ber að lofa, að hann átti það ríka forvitni til að bera, að hann lét eigi torsótta leið úr Vík í Skaftártungur hindra sig í þeirri framkvæmd. Ennfremur hefur hann vitað um skilning Benedikts á málefninu og treyst því, að hann heimilaði krufningu á líki konu sinnar. Á dögum hinna fyrstu embættislækna landsins voru krufningar mjög fátíðar og sérstaklega þær, sem eingöngu voru gerðar af fræðilegum áhuga læknisins (5:191-194). Aðeins er kunnugt um eina slíka krufningu eldri en þá er Sveinn gerði og á hann heiðurinn af að hafa komið henni á framfæri í Æfisögu Bjarna Pálssonar, þar sem segir frá krufningu Bjarna á líki mánaðar gamals sonar hans, sem Ieiddi í ljós vöntun á gallblöðru (6:66). Sveinn segir einnig frá þessu í dagbók sinni, þegar hann getur skírnar sonar síns, Guðmundar »eftir barni Landphysici sáluga sem dó mána- dar gamalt af defectu bilis« (2:23.2.1798). Á námsárum Sveins hjá Jóni landlækni Sveins- syni er hann viðstaddur krufningu, sem Jón gerði eflaust í kennsluskyni (2:27.2.1785) og eftir að Sveinn varð héraðslæknir gerði hann fimm réttarkrufningar (visum repertum), en svo er að sjá, sem flestar þeirra hafi einungis verið líkskoðun án opnunar líkamshola (2:9.5.1807, 3.4.1808, 11.5.1812, 9.6.1820, 12.2.1831). Sveinn læknir Pálsson fetar í spor tengda- föður síns Bjarna landlæknis Pálssonar, þeg- ar hann leitar sér þekkingar á eðli sjúkdóma með krufningu, og verða þeir tveir réttnefnd- ir frumherjar líffærameinafræði hér á landi. HEIMILDIR 1) Safn til sögu íslands og íslenskra bókmennta. 4. bd. Kaupmannahöfn og Reykjavík, 1907-1915. 2) ÍB. 2-4, 8vo, Ein hönd, Skr. 1779. Almanök, með dagbókum, minnisgreinum og athugunum Sveins læknis Pálssonar. 3) Magnússon Björn: Vestur-Skaftfellingar 1703-1966, I.-IV. bd. Reykjavík, 1970-1973. 4) Ingerslev E.: Matthías Saxtorph og hans Samtid, Köbenhavn, 1913. 5) Jónsson Vilmundur: Lækningar og saga. Reykja- vík, 1969. 6) Pálsson Sveinn: Æfisaga Bjarna Pálssonar, sem var fyrsti Landphysicus á íslandi. Leirárgörðum, 1800.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.