Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1986, Side 11

Læknablaðið - 15.01.1986, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 7 þetta ár staðfest hvar hitt tilfellið átti sér stað né neitt um afdrif þess. Árið 1938 er getið um konu frá Ólafsfirði, sem send var til Siglufjarðar en hún hafði misst fóstur nokkru áður. Eftir það fékk hún all háan hita, fékk prontocyl-meðferð. Á Siglufirði var síðan gerð aðgerð sem leiddi í ljós gamla uterus rupturu með samvöxtum. Konunni reiddi vel af, en ekkert er nánar um þetta tilfelli rætt. Árið 1940 getur héraðslæknirinn á ísafirði þess að hann hafi gert einu sinni hysterecto- miu totalis vegna ruptura uteri gravidi. Árið 1941 er í yfirliti í kaflanum um barnsfarir getið um að legbrestur hafi komið fyrir einu sinni, en ekki verður séð hvar á landinu. Árið 1948 er einnig getið um legbrest í einu tilviki. Svofelld lýsing er í kaflanum um barnsfarir í Reykjavíkurhéraði: »Hér var um að rœða 35 ára fjö/byrju, sem œt/aði að fæða heima en var síðan flutt á Fœðingadeildina (þ.e. gömlu Fœðingadeildina á Handlœkn- ingadeild Landspítalans). Barnið var tekið með töngum, var andvana. Það varyfir 5 kg. að þyngd. Konunni þyngdi stöðugt og dó hún 5 dögum síðar. Banamein reyndist vera leg- brestur, sem hún hafði væntanlega fengið áður en hún kom inn á deildina«. 3. Aðrar heimildir Læknablaðið hóf göngu sína 1915. Stein- grímur Matthíasson, þá héraðslæknir á Akur- eyri, ritaði alls 13 greinar í Læknablaðið á árunum 1918-1922, undir heitinu Konur í barnsnauð«. í 6. tölublaði 4. árgangs, júní 1918, lýsir hann yfirliti yfir fæðingapraksis frá 1902-1917. í kaflanum árið 1907-1917 segir svo: »Á þessum 11 árum hef ég hjálpað 119 konum við fæðingar, þar af þremur í Reykja- vík en 116 á Akureyri«. Hann rekur síðan tilefni þess, að hann var sóttur við þessar 119 fæðingar, sjúkdómsgreiningar auk þess hvað hann gerði í öll þessi skipti. Þar getur hann meðal annars: »Tangartök 46sinnum og eins keisaraskurðar, sem hann gerði á Akureyri 1911, en þeirri aðgerð er nánar lýst í skýrslum Akureyrarspíta/a fyrir það ár, auk þess sem Vilmundur Jónsson hefur ritað grein í um þetta tilfel/i.« Síðan segir svo: »Af ofangreinum 119 konum dóu 5 (febris puerperalis 2, ruptura uteri 1, eclampsia 1 og embolia eðaparalysis cordis 1). En af börnum komu 17 liðin eða ólífvænleg (tvíburar ófull- burða 6 mánaða) 6 masereruð eða dáin á undan fæðingu, 3 dáin i ec/ampsia, vegna grindarþrengsla, 1 í sitjandafœðingu og 1 vegna placenta praevia, 1 perforerað vegna hydrocephalus«. í 8. árgangi Læknablaðsins, 4. tölublaði í apríl 1922, skrifar Steingrímur Matthíasson eina af sinum fyrrnefndum greinum um konur í barnsnauð — »Memoranda et memo- rabilia úr fœðingapraxis«, og segir þar frá þessu tilfelli af legbresti. Grein er mjög stutt og skýr og lýsir vel atvikum, og er hún því birt hér í heilu lagi: Ruptura uteri propter foctum emphysematosum. Mors. »Ég hefi einu sinni a æfinni séð ruptura uteri og þá post mortem. Það var 1908. Mín var vitjað til konu XII para ára g. sjómanni, Hjalteyri. Hún var komin að fal/i, hafði verið lasin um tíma með nokkrum hita og verkjum í kviðnum, en þó henni reiknaðist nú fylling tímans komin, komu engar hríðir og hún var því orðin óþolinmóð. Ellefu undangengnu fæðingarnar höfðu allar gengið vel og ekki þurft að leita lœknis. Þvífremurfurðaði hana áþessu ástandi sínu og lét sœkja mig til skrafs og ráðagerða. Konan var nokkuð præsenil og mögur. Kviðurinn í stærra lagi. Höfuðlega, með hrygg til vinstri. Engin grindarþrengsli. Útvíkkun engin, svo höfuðmót fundust ekki. Fósturhljóð heyrðust ekki, en hún þóttist hafa fundið hræringar þar til fyrir stuttu. Ég var hjá henni ásamt yfirsetukonunni eina nótt, og varð ekki vart við neina samdrætti í leginu, en það var viðkvæmt. Um morguninn reyndi ég skolun með heitu vatni. Hríðir komu ekki að heldur. Égfór heim, átti annríkt, enda fannst mér ekkert hægt að gera að svo stöddu, en símasamband var við Hjalteyri, svo ég sagði yfirsetukonunni að láta mig vita, ef nokkuð breyttist. Hún hélt áfram heitum skolunum og sagði mér um kvöldið, að legopið hefði víkkað lítið eitt og gengi nú dálítið en seint. Ég sagði henni að sjá til enn um stund og sprengja þá himnur. Hún gerði það og komu þá miklar hríðir og sárar. Eftir nokkra stund hringdi hún aftur til mín, og sagði, að snögglega hefði liðið yfir konuna og bað mig að koma allra fyrsta. Ég brá við strax, en konan varlátin þegarég kom. Hafði andast skömmu eftir, eða upp úr öngvitinu. Hiðfyrsta sem vakti eftirtekt mína er ég leit

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.