Læknablaðið - 15.01.1986, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ
15
börnum var sleppt við gerð vaxtarrita þyngd-
ar, og hvers vegna. Gæta ber þess að í hverri
línu töflunnar eru ekki talin með þau börn sem
þegar hefur verið sleppt vegna áður talinna
ástæðna. Fjöldi barna eftir lengd meðgöngu
og kyni er sýndur í töflu II, ásamt meðalþyngd
og staðalfráviki fyrir hverja viku. Sú stað-
reynd að fyrirburafæðingar eru fáar, einkum
fyrir 34. viku meðgöngu, veldur tilviljana-
kenndum sveiflum í tölum. Eðlilegt er því, að
jafna þessar sveiflur við gerð vaxtarrita, sem
nota á í daglegu starfi.
Almennt er viðurkennt að þyngd nýbura
við ákveðna lengd meðgöngu fylgi »normal-
dreifingu« og eru því ýmist notuð hugtökin
miðgildi (50% fraktíl) eða meðaltal. Enn-
fremur eru venjulega notuð jöfn frávik upp og
niður frá þessu gildi. Ýmist er miðað við
staðalfrávik eða fraktíl samkvæmt normal-
dreifingu.
Hér er valin sú leið, að teikna fraktilrit
hverrar viku meðgöngu á línuritspappír, þar
sem kvarði lóðrétta ássins er þannig, að ferill
normal-dreifingarfalls verður bein lína (pro-
bit scale). Sýnt er dæmi um þetta á mynd 1.
Dregnar eru síðan beinar línur eftir auganu og
virðist ekki vera um reglubundin frávik frá
þeim að ræða. Gildi frá þessum línum eru því
notuð til þess að draga upp vaxtarritin, þ.e.
10, 50 og 90% fraktíl.
Mynd 2 er þyngdarrit fyrir drengi og stúlkur
eftir 28. viku meðgöngu. Stöðug þyngdar-
Tafla 1. Fjöldi barna sem talin eru með við gerð
vaxtarrita (þyngd).
Fjöldi Fjöldi
útilok- eftir
arra útilokun
Börn alls....................... 43.364
Andvana fædd...................... 296 43.068
Lifandi fæddir fjölburar.......... 750 42.318
Vantar meðgöngulengd.............. 240 42.078
Meðgöngulengd augljóslega rangt
skráð........................... 13 42.065
Meðgöngulengd undir 28 vikum.... 64 42.001
Meðgöngulengd 45 vikur eða meira .. 6 41.995
Vansköpun....................... 1.000 40.995
Vantar þyngd ...................... 15 40.980
Samtals 2.384
aukning verður hjá báðum kynjum fram til
40. viku, en hún hægir á sér eftir það. Þyngdin
minnkar jafnvel eftir 42. viku. Drengirnir eru
að meðaltali 150 grömmum þyngri en stúlk-
urnar (5). Sá munur virðist byggjast á fæðing-
um eftir 35. viku, en fyrir þann tíma er þyngd-
in svipuð hjá báðum kynjum. Er hér um að
ræða þekkt fyrirbæri.
Mynd 3 sýnir að fyrsta barn hverrar konu er
að jafnaði léttara en síðari börn. Er þessi
munur þegar til staðar við 28 vikna með-
göngu, en eykst nokkuð er á líður og er orðinn
um 150grömm viðfullameðgöngu. Þessimun-
ur er álíka mikill hjá báðum kynjum. Verður
að hafa þetta í huga þegar vaxtarrit eru notuð.
1000 1400 1800 2200 2600 3000 3400 3800 4200 4600
Mynd 1. Fraktílrit á líkindakvarða (probit-scale) um dreifingu fæðingarþyngdar fyrir hverja viku meðgöngulengdar.
Drengir.