Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1986, Síða 36

Læknablaðið - 15.01.1986, Síða 36
20 1986; 72; 20-2 LÆKNABLAÐIÐ Esra S. Pétursson ÍSLENDINGA SAGA UM »SÁLKÖNNUN« Rithöfundar, listamenn, skáld, sálma- og tónskáld og stundum konungar, eins og saga þessi lýsir, voru eins konar »sálkönnuðir«, löngu áður en farið var að þjálfa sálkönnuði. Þeir leituðu oft huggunar ekki fyrir þá eina, heldur einnig fyrir aðra og fundu hana í innblásnum listaverkum sínum. Einstöku sinnum fyrirfinnst sú huggun í svo ódauð- Iegum kvæðum, eins og tuttugasta og þriðja sálmi Davíðs konungs og í Passíusálm- um Hallgríms, að þau geta veitt ótöldum kynslóðum ævarandi huggun og gleði. Þið vitið sennilega, að margir rithöfundar, og ef til vill flest skáld, hafa verið kunnugir þjáningum, jafnvel verið harmkvælamenn og orðið að þola allmikið og stundum langvar- andi þunglyndi. Sjaldan vóru þeir eins láns- samir og ívar Ingimundarson, íslenska skáld- ið við norsku hirðina, að hitta fyrir mann á borð við Eystein konung Magnússon, sem hafði það innsæi og þá góðvild til að bera, að geta hlustað með nærfærni og innlifun. Saga ívars, sem hér fer á eftir, segir frá því, að við það batnaði þunglyndi hans fyrr en ella. Á hina höndina hafði enginn jafnmikil áhrif á sjálfsímynd konungs og hirðar hans og góðskáldið, sem lýsti dáðum hans og visku í minnisstæðum ljóðum. Að launum hlaut skáldið konungshylli og vinsemd konungs- manna, ásamt gjöfum, heiðri og forræði yfir eignum. í þessari stuttu frásögn höfum við sennilega sögulegan atburð, sem lýst er með nákvæmni og innsæi. Hún er elsta ritaða heimildin, sem ég hefi fundið, um árangursríka meðferð slíks »sálkönnuðar«. Til að létta okkur lesturinn, hef ég leyft mér að færa hana nær nútímamáli á stöku stað. ÍVARS ÞÁTTUR INGIMUNDARSONAR Höfundur sögunnar ritar: (1): íþættiþessum, sem égnúmun segja frá, má marka hvílíkur dýrðarmaður Eysteinn kon- ungur var og hversu vinhollur og hugkvæmur hann var, að komast að því hjá vinum sínum hvað olliþeim harmi. Sá maður var með Eysteini konungi, er fvar hét og var Ingimundarson. íslenskurað ætt og stórættaður að kyni, vitur maður og skáld gott. Konungur virti hann mikils og var alúðlegur við hann, eins og sjá má í þætti þessum. Þorfinnur hét bróðir ívars. Hann sig/di á fund Eysteins og naut þar vinfengi margra manna vegna bróður síns. En honum mislíkaði, að hann skyldi ekki talinn vera jafnoki bróður síns og að hann þurfti undir hann að sækja. Hann undi því ekki með konungi og bjóst til að fara aftur til íslands. En áður en þeir bræður skildu, bað ívar Þorfinn að bera orð til Oddnýjar Jónasdóttur, að hún biði hans og giftist eigi. Þótti honum mest til hennar koma allra kvenna. Síðan fer Þorfinnur út ogfékkgóðan byr. Tókhannþað ráð, að hann bað Oddnýjar sér til handa og fékk hennar. Litlu síðar kom ívar heim og frétti þetta og þótti honum Þorfinnur hafa komið illa fram við sig og unir sér hvergi. Fer síðan aftur til konungs og er þar í góðu yfirlæti sem fyrr. ívar tekun nú ógleði mik/a og er konungur fann það, kvaddi hann ívar til sín og spurði hví hann væri svo ókátur, — »og áður fyrr er þú varst með okkur var margs konar ánægja af orðum þínum og ekki leita ég eftirþessu, að ég viti ekki, að við höfum ekkigert á hlutþinn. Þú ert og svo vitur maður, að ekki grunar þig eitthvað, sem ekki er og segðu mér hvað er að.« ívar svarar: »Það sem að er, má ég ekki segja.« Konungur mælti: »Ég mun þá geta mérþess til. Eru hér menn, sem þér geðjast ekki að ?« »Ekki er það, herra,« segir ívar. Konungur mælti: »Þykist þú hafa af mér minni sóma, en þú vildir?« »Ekki er það, herra«, segir hann. »Hefurðu orðið fyrir einhverju hérí landi«, segir konungur, »sem þér hefur mislíkað svo mjög?« Hann kvað það ekki vera. »Vandast oss nú getan,« segir konungur. »Viltu hafa forræðifyrir nokkrum eignum?« Hann neitaði því.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.