Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 20

Læknablaðið - 15.08.1989, Page 20
204 LÆKNABLAÐIÐ Table V. Carcinoid tumours 1955-1984. Distribution by size, depth of invasion and metastases at time of diagnosis in 29 patients with midgut tumours excl. appendix. Average Depth of invasion N size cm Submucosa............................ 2 0.9 Muscle............................... 2 0.6 Serosa and regional nodes.... 8 1.4 Mesenterial fat...................... 2 2.9 Mesenterial fat and regional nodes ... 10 2.0 Distant metastases................... 5 2.5 Þeir höfðu báðir niðurgang og aukinn útskilnað á 5-hýdroxýindólediksýru (5-HIAA) í þvagi. íferð œxlis og meinvörp við fyrstu aðgerð eru sýnd í töflu V. íferðarstig og meinvörp stóðu í réttu hlutfalli við stærð frumæxlis. Æxli við ristilloka voru að meðaltali stærst og ífarandi vöxtur var meiri en hjá öðrum æxlum í miðgimi: hjá fimm sjúklinganna (83,3%) var æxlið vaxið út í fituvef, hjá fjórum inn í botnlangann, og hjá fimm sjúklingum fannst útsæði í eitlum og hjé einum auk þess í lífhimnu. Af þeim fjórum æxlum, sem fundust við aðgerð vegna annarra sjúkdóma, höfðu þrjú myndað meinvörp. Af 27 sjúklingum með æxli í miðgimi voru 10 á lífi 1. desember 1986, tveimur til þrjátíu árum eftir greiningu æxlis. Tíu höfðu látist af völdum krabbalíkis, 1,9-17 árum eftir greiningu. Þar af höfðu þrír krabbalíki í ristilloka og létust þeir 3 1/2-7 1/2 ári eftir greiningu krabbalíkis. Sjö létust af öðmm orsökum 12 dögum til 13,8 árum eftir greiningu. 1 þeim tveimur kmfningum, þar sem æxlið fannst í miðgimi, var það ekki talið dánarmein. 3. Afturgirnisœxli fundust hjá íimm sjúklingum, öll í endaþarmi. Þessir sjúklingar höfðu engin einkenni haft um krabbalíki. Hjá fjórum greindist fyrirferð við venjubundna endaþarmsspeglun, en hjá einum þeirra hafði áður verið fjarlægt góðkynja æxli. I fimmta tilvikinu fannst fyrirferðaraukning við endaþarmsþreifingu fyrir skurðaðgerð vegna gyllinæðar. Þessi endaþarmsæxli voru öll lítil, frá 0,1-0,6 cm, meðalstærð 0,35 cm. Öll voru takmörkuð við slímhúð og slímhúðarbeð og í öllum tilvikum var eingöngu æxlið sjálft fjarlægt. Fjórir sjúklinganna (80%) voru á lífi þremur til tæplega fimmtán árum eftir greiningu. Einn hafði látist af völdum kirtilkrabbameins í ristli rúmlega 4 1/2 ári eftir greiningu krabbalíkis. í fimm tilfellum var staðsetning frumœxlis óþekkt og greindist eitt þeirra við krufningu. Hjá fjórum sjúklingum benti útbreiðsla æxlisvaxtar til þess, að frumæxlið hafi verið í meltingarfærum. Hjá þremur sjúklingum leiddu einkenni frá krabbalíki til aðgerðar en eitt æxli var greint í leiðinni. Tvær aðgerðir voru bráðar, vegna gamastíflu, en hinir tveir sjúklingamir vom skomir upp vegna gmns um krabbamein í gallblöðru og briskirtli. Þnr sjúklingar höfðu útbreidd meinvörp við greiningu og létust af völdum æxlisins fjórum mánuðum til þremur ámm eftir greiningu. Einn sjúklingur lést af öðmm orsökum tveimur árum eftir greiningu. Við krufningu fundust meinvörp í brjósthimnu en krabbalíki var ekki álitið dánarorsök. Krabbalíkisheilkenni: Alls fengu 14 sjúklingar af 144 (9,7%) krabbalíkisheilkenni og eru þá ekki talin með tvö tilfelli, þar sem sjúkrasaga var ekki þekkt. Séu aðeins talin æxlin, sem sannanlega vom útgengin frá meltingarfærum, er hlutfallið 11/119 eða 9,2%. Sé botnlangaæxlunum einnig sleppt, er hlutfallið 11/41 eða 26,8%. Staðsetning frumæxlis og nánari upplýsingar um þessa sjúklinga sést í töflu VI. Níu sjúklingar með krabbalíkisheilkenni höfðu haft kviðverki og niðurgang frá viku upp í sjö ár áður en krabbalíki greindist. Fjórir sjúklingar fengu Table VI. Carcinoid tumors 1955-1984. Patients with carcinoid syndrome. Symptoms Site of -------------------------- Liver Increased Age Sex primary Pain Diarrhea Flushing metastases 5-HIAA 63 F lleum + + _ + + 69 F lleum + + - + + 54 F lleum + + - + + 78 M lleum + + - - + 57 F lleum + - + + + 54 F lleum + + + + + 59 F lleum + + - + + 56 F lleum + + + + + 52 F lleum + + + + + 60 M lleocecal + + - - ? 66 M lleocecal + + - + ? 64 F Lung + + - + + 66 M Unknown + + - + + 75 F Unknown + + - + +

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.