Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 205 sömu einkenni, og auk þess andlitsroða, 3-8 árum eftir greiningu krabbalíkis. Þá fékk einn sjúklingur andlitsroða 1 1/2 ári eftir greiningu æxlis. Allir sjúklingar, sem höfðu andlitsroða, fengu því það einkenni eftir greiningu æxlis, 1 1/2 til 8 árum síðar. Tólf sjúklingai höfðu lifrarmeinvörp, sem þó greindust ekki við fyrstu aðgerð hjá öllum. Hjá tveimur fundust ekki lifrarmeinvörp við aðgerð, en annar þeirra fékk lifrarstækkun síðar. Tólf sjúklingar höfðu aukinn útskilnað á 5-HIAA í þvagi, en mælinganiðurstöður fundust ekki fyrir tvo. Töf á greiningu: Hjá 27 sjúklingum með miðgimisæxli, greindist það við skurðaðgerð vegna annarra sjúkdóma hjá fjórum, og vegna meinvarpa í hálseitli hjá einum. Hinir 22 sjúklingamir höfðu allir haft kviðarholseinkenni, sem telja verður að hafi stafað frá krabbalíkinu. Atta sjúklingar höfðu haft einkenni í meira en eitt ár, lengst sjö ár hjá tveimur. Æxlin voru staðsett í dausgimi hjá sjö, en við ristilloka hjá einum. Þessir átta sjúklingar höfðu allir leitað læknis vegna einkenna sinna, flestir oft, áður en æxlin greindust. Við fyrstu skurðaðgerð höfðu allir þessir sjúklingar meinvörp, og fjórir krabbalíkisheilkenni. Náin fjölskyldutengsl: Eitt dæmi fannst um slíkt. Var um að ræða móður og son, sem bæði fengu krabbalíki í dausgimi. Dieifing tilfella um landið eftir búsetu: Ekki fannst óeðlileg þéttni tilfella af krabbalíki á neinu einstöku landsvæði. Önnur illkynja œxli, áður, samtímis eða síðar greind, fundust hjá 12 sjúklingum, sem höfðu krabbalíki í meltingarfæmm og eru þau sýnd í töflu VII. Table VII. Carcinoid tumours 1955-1984. Second primary malignacies. Site of carcinoid tumor Site of second primary Appendix Urinary bladder Appendix Colon Appendix Ovary (pseudomyxoma) Appendix Lung Appendix Multiple myeloma Appendix Stomach lleum Stomach, prostate lleum Endometrium lieum Pancreas Rectum Colon Stomach Kidney Unknown Kidney Afdrif: Þann 1. desember 1986 höfðu 26 sjúklingar látist af þeim 46 sem höfðu krabbalíki í meltingarfærum utan botnlanga, og þar sem staðsetning fmmæxlis var óþekkt. Af þeim höfðu 13 látist af völdum krabbalíkis, frá fjómm mánuðum til 17 ámm eftir greiningu æxlis. Þrír sjúklingar þar fyrir utan létust af fylgikvillum skurðaðgerða sem gerðar voru vegna krabbalíkis. I tveimur tilfellum þar sem krabbalíki fannst fyrst við kmfningu, var það talið dánarorsök. Samtals eru þetta 18 manns eða 39%, sem létust af völdum krabbalíkis. UMRÆÐUR Efniviðurinn í þessari rannsókn er öll vefjafræðilega greind tilfelli krabbalíkis á landinu á 30 ámm. Því má ætla, að raunhæf mynd sé gefin af faraldsfræði sjúkdómsins hjá Islendingum á þessu tímabili. Hins vegar er samanburður við erlendar rannsóknir að vissu leyti erfiður, vegna þess að flestar erlendar greinar koma frá einstökum stofnunum eða byggja á völdum sjúklingahópum, en ekki á öllum greindum tilfellum í jafn samstæðu (homogen) úrtaki og Islendingar em. Langflest œxli voru í meltingarfærum, og af þeim flest í botnlanga (66%). I dausgimi vom 14%, og 4% í endaþarmi. Mártensson (6) gefur upp eftirfarandi tölur, og byggir á fjölda greina: Botnlangi 45%, dausgimi 30% og endaþarmur 15%. Krabbalíki fannst hjá fólki á aldrinum 4-90 ára, og að undanskildum æxlum í botnlanga og lungum er kyndreifing jöfn. Yngstu sjúklingamir eru þeir sem hafa krabbalíki í botnlanga, en annars er algengasti aldur þeirra sem hafa æxli í meltingarfærum 50-60 ára. Þessar niðurstöður em svipaðar og finna má í erlendum greinum (6, 13). Einn sjúklingur hafði krabbalíki í skeifugarnartotu. Þessir sjúklingar hafa stundum neurofibromatosis cutanea eða viscerocutanea (14). Yfirleitt uppgötvast krabbalíki í skeifugamartotu snemma, vegna stíflugulu. Horfur þessara sjúklinga eru almennt góðar. Langflest krabbalíki í meltingarfærum eru útgengin frá miðgirni. Flest eru þau í botnlanga, en næst flest í mjógimi og þar eru þau algengari neðan til. Krabbalíki er

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.