Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.08.1989, Qupperneq 36
218 LÆKNABLAÐIÐ Fjöldi greindra Mynd 1. Dreifing tilfella á einstök ár. % sjuklinga Aldur. Meðalaldur við greiningu var 70 ár. Yngsti sjúklingurinn var 44 ára, sá elsti 89 ára. Tveir sjúklingar voru yngri en 50 ára, hvoru tveggja konur með FVG. Meðalaldur sjúklinga með GSB var 71,1 ár, með FVG 69,8 ár og með hvort tveggja 71,6 ár. Tafla I. Hlutfallsleg dreífíng sökkgílda eftir sjúkdómsgreiningu. Sökk GSB FVG GSB + FVG <20 ........ 0 1 0 20-29 ...... 0 5 0 30-39 ...... 0 5 0 40-49 ...... 1 (10,0%) 7 0 >50 ........ 9(90,0%) 29 11 (100%) Samtals 10 47 11 GSB: Gagnaugaslagæöabólga. FVG: Fjölvöövagigt. Kynhlutfall. Af 68 sjúklingum voru 39 (57,4%) konur og 29 (42,6%) karlar. Höfðu 29 (61,7%) kvennanna og 18 (38,3%) karlanna eingöngu FVG. Fimm konur og fimm karlar greindust með GSB eingöngu. Skipting titfella á einstök ár. Mynd 1 sýnir dreifingu tilfella á einstök ár. Arin 1970 til 1974 greindust 13, árin 1975 til 1979 17 og 1980 til 1984 38. Fleiri tilfelli hafa því greinst hin síðari ár en áður. Tími frá upphafi einkenna til greiningar. Lengstur tími frá upphafi einkenna til greiningar var 208 vikur eða fjögur ár en stystur ein vika. Fyrra tilfellið var 44 ára gömul kona með fjögurra ára sögu um vöðva- og liðverki. Síðara tilfellið var 65 ára gamall karl með kransæðastíflu og greindist þá jafnframt hjá honum FVG. Meðaltími frá upphafi einkenna til greiningar var 20,9 vikur. Við GSB eingöngu 9,2 vikur og FVG eingöngu 26,7 vikur. Mynd 2 sýnir hlutfallslega dreifingu einkenna. Sökkgildi. Mynd 3 sýnir hlutfallslega dreifingu sökkgilda hjá hópnum í heild en tafla 1 dreifingu sökkgilda eftir sjúkdómsgreiningu. Einungis sjúklingar með FVG höfðu sökk undir 40 við greiningu. Sjúklingar með GSB og GSB + FVG höfðu allir hærra sökkgildi, GSB yfir 40 og GSB + FVG yfir 50. Alkalískur fosfatasi. Alkalískur fosfatasi var mældur hjá 61 (89,7%). Reyndust 22 (36,1%) hafa hann hækkaðan en 39 (63,9%) eðlilegan. Kreatínfosfókínasi (CPK). CPK var mældur hjá 33 (48,5%). Tveir (6,1%) höfðu hækkuð gildi en 31 (93,9%) höfðu eðlileg gildi. Annar ofangreindra hafði mjög væga hækkun. eðlilegt vöðvasýni, og ekki fannst hjá honum illkynja sjúkdómur. Hinn var lagður inn vegna kransæðastíflu og skýrir hún CPK hækkun.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.