Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 219 % sjúklinga Mynd 3. Hlutfallsleg dreifing sökkgilda. Augnskoðun. Augnskoðun, framkvæmd af augnlækni, samræmdist GSB hjá tveimur (4,9%) af 41. Við smásjárskoðun greindist aðeins GSB hjá öðrum. Gigtarþáttur (RF). Hann var mældur hjá 47 (69,1%) og voru allir neikvæðir. Kjarnamótefni (ANA). Þau voru mæld hjá 49 (72,1%) og fundust aðeins hjá þremur (6,1%). lllkynja sjúkdómar. Gerð var leit að illkynja sjúkdómum hjá 56 af 68 sjúklingum (82,4%). Leitin fólst m.a. í rannsóknum á meltingarvegi og nýrum. Einnig var beinaskann gert hjá nokkrum og mergsýni skoðuð. Voru þessar rannsóknir neikvæðar með tilliti til illkynja sjúkdóma, enda er greiningin FVG útilokunargreining. Vöðvasýni. Vöðvasýni voru tekin hjá 14 (20,6%) og sýndi eitt þeirra ósérhæfða blettabólgu. Þetta var kona með FVG og GSB árið 1981. Var hún meðhöndluð með sterum í eitt og hálft ár og hefur verið einkennalaus síðan. % sjúklinga Mynd 4. Lengd sterameðferöar. MEÐFERÐ 1) Sterafrí bólgulyf (NSAID): 18 af 68 (26,5%) notuðu þegar eða byrjuðu að nota slík lyf við greiningu. 2) Sterar: 62 (91,2%) voru meðhöndlaðir með sterum. Allir með GSB, 21, fengu stera en 41 (87,2%) af 47, sem voru með FVG eingöngu. Sex (8,8%) voru ekki meðhöndlaðir með sterum en voru meðhöndlaðir með sterafríum bólgulyfjum í tvo til 13 mánuði. Einn þeirra fékk einkenni á ný 8 árum eftir greiningu og fékk þá Prednisólón. Mynd 4 sýnir lengd sterameðferðar. Voru 13 (19,1%) á meðferð í eitt til tvö ár og 31 (45,6%) lengur en þrjú ár (9 í 3-4 ár, 12 í 4-5 ár, 3 í 5-6 ár, 5 í 6-7 ár, einn í 8 ár og einn í 17 ár). Af þessum hóp nota 8 enn stera. Reiknuð var út tímalengd sterameðferðar. Sleppt var þeim sem dóu á meðferð og þeim sem ekki þurftu á sterum að halda við FVG (6 sjúklingar) auk sjúklings sem notað hefur stera í 17 ár án sjáanlegrar ástæðu. Meðallengd sterameðferðar þeirra sem eingöngu höfðu GSB reyndist tvö ár og fjórir mánuðir, tvö ár og 11 mánuðir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.