Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 6
80 LÆKNABLAÐIÐ Figure I. Number of individuals with culture confirmed salmonella infection in lceland 1960-1988. og höfðum við því aðeins óljósa hugmynd um uppruna sýkinganna. Hópsýkingar hafa komið upp öðru hvoru og er faraldurinn í Búðardal vorið 1987 enn í fersku minni (4). Jákvæðum salmonellaræktunum hefur fjölgað á sýklafræðideild Landspítalans undanfarin ár, en það gæti bent til vaxandi tíðni salmonellasýkinga hér á landi (5,6) (mynd 1). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni salmonellasýkinga með tilliti til uppruna og útbreiðslu og hvaða salmonellategundir smitist helst hér á landi. Ýmsar spumingar hafa vaknað um mikilvægi þessara sýkinga hér á landi fyrir menn með tilliti til afleiðinga; veikinda, sjúkrahúslegu og vinnutaps. Einnig er fróðlegt að vita hvort þessar sýkingar tengist neyslu ákveðinna innlendra matvæla. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturvirk faraldsfræðileg könnun á salmonellasýkingum í mönnum og náði til allra einstaklinga á Islandi með jákvæðar salmonellaræktanir árið 1988. Sýklafræðideild Landspítalans var eina stofnunin hér á landi sem leitaði að salmonellum í saur og fóru öll sýni þangað þegar grunur lék á salmonellasýkingu. Farið var yfir gögn sýklafræðideildar Landspítalans, en þar eru allir einstaklingar með jákvæðar salmonellaræktanir skráðir. Reynt var að hafa samband við alla um síma. Þegar um böm var að ræða eða fólk sem gat einhverra hluta vegna ekki svarað fyrir sig sjálft var talað við aðstandendur. Við innlögn á sjúkrahús var farið yfir sjúkraskrár og einnig rætt við viðkomandi lækni ef nánari upplýsinga var þörf. Sjúklingar voru spurðir um einkenni; orsök sýkingarinnar; hvar smitaðir; hvort innlagðir á sjúkrahús; hvort fleiri voru smitaðir í nánasta umhverfi; fjölda ræktana og hvort þær voru jákvæðar eða neikvæðar; hvemig sjúklingum var fylgt eftir og um lyfjameðferð. Einnig var spurt hvort sjúklingur hafi verið frá vinnu og um fylgikvilla sýkingarinnar. Vinnutap var miðað við 16-67 ára og fjarvist úr skóla ekki talin með. NIÐURSTÖÐUR Árið 1988 ræktaðist Salmonella sp. frá 130 einstaklingum. Allir nema einn voru með jákvæðar saurræktanir, en sá sjúklingur var með blóðsýkingu án þess að bakterían fyndist í saur. Þar að auki voru þrír með jákvæðar blóðræktanir auk jákvæðra saurræktana. Tveir þeirra vom lagðir inn á sjúkrahús. Fullnaðarupplýsingar fengust um alla nema fimm (96.2%). Tveir voru bandarískir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.