Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 83 Nýgengi salmonellasýkinga á íslandi er nokkuð svipuð nýgengi þeirra í nágrannalöndunum. Ef miðað er við 130 nýgreind tilfelli 1988, þá er nýgengi á íslandi um 52 fyrir hverja 100.000 íbúa á ári, sem er aðeins hærra en í Englandi, 38/100.000 (12), en aðeins lægra en í Danmörku, 67/100.000 (13). Rétt er að ítreka að greind tilfelli eru aðeins »toppur ísjakans«, þar sem talið er að einungis 1-10% einstaklinga sem sýkjast af salmonellabakteríum leiti læknis og fái sýkinguna staðfesta með saurræktun (14,15). Raunverulegt nýgengi gæti því verið á bilinu 520-5.200/100.000, þ.e. 1.300-13.000 tilfelli á Islandi á ári. Aðeins í einu tilfelli var með vissu vitað um uppruna sýkingarinnar (fimm einstaklingar). I nokkrum tilvikum hafði markvisst verið unnið að því að finna þau matvæli sem ollu sýkingunni, en án árangurs. í þessari rannsókn virðist þrisvar hafa verið um hópsýkingu að ræða; í veislu á Spáni þar sem níu manns veiktust af völdum kaldrar majónessósu og í Englandi þar sem þrír sýktust af völdum eggjaköku á veitingahúsi auk sýkingarinnar í súrmetinu hér á landi. A Spáni eru hópsýkingar af völdum eggja og eggjaafurða, t.d. majóness mjög algengar og eru yfir 90% orsakaðar af salmonellasýkingum (16). Hér á landi virðast sýkt egg enn ekki vera vandamál. Salmonella er útbreidd hér á landi í skólpi og hefur fundist í 5-10% máva og hrafna (17). Salmonella hefur einnig fundist í ýmsum innfluttum matvælum og fóðri. í tengslum við rannsóknina í Búðardal 1987 fannst salmonella á nokkrum kjúklingabúum (4). Flestar salmonellasýkingar verða á sumrin (16,18,19). Gífurlegur fjöldi ferðamanna flykkist til sólarlanda á þessum árstíma oft á staði þar sem litlar kröfur eru gerðar til hreinlætis. Salmonellasmit á Islandi virðist dreifast nokkuð jafnt yfir árið. Hærri tíðni salmonellasýkinga í sólarlöndum á sumrin er lfklega vegna lélegs hreinlætis og hagstæðari lífskilyrða sýkilsins. Slíkt á áreiðanlega ekki eins vel við hér á landi. Æskilegt væri að gefa þeim er hyggja á ferðalög til sólarlanda einfaldar leiðbeiningar um helstu sýkingarhættur og hvemig beri að forðast þær. Vinnutap er talsvert af völdum salmonellasýkinga, sem er mjög dýrt fyrir þjóðfélagið. Sýkingamar geta valdið lífshættulegum veikindum og er því mikilvægt að reyna að fyrirbyggja þær með fræðslu um meðhöndlun matvæla og smitleiðir. Læknar verða að vera vakandi fyrir þessum sýkingum og senda saurræktanir frá sjúklingum með niðurgang sem hugsanlegt er að gæti verið bakteríusýking. Það er nauðsynlegt að leita að uppruna sýkingarinnar ef grunur leikur á að smit hafi orðið hér á landi, til að hefta frekari útbreiðslu. Mjög óæskilegt er að einstaklingar, sem vinna í matvælaiðnaði eða annast sjúklinga með skertar vamir, séu salmonellaberar. Til að fylgjast með þeint þarf að taka ræktanir á réttan hátt, og er mælt með að 48 klst. að minnsta kosti líði á milli sýna og að ekki skuli hætta fyrr en náðst hafa þrjár neikvæðar ræktanir í röð. Ef sjúklingurinn hefur fengið sýklalyf ætti að bíða í að minnsta kosti 72 klst., áður en sýni er sent í ræktun. Þessi rannsókn bendir ekki til þess að stytta megi tímann á milli töku einstakra sýna. Með því að útskýra tilganginn vel fyrir sjúklingnum fæst betra samstarf. Ungböm, gamalmenni og fólk með skertar vamir er æskilegt að meðhöndla. Hjá nýburum og eldra fólki er hætta á lífshættulegri blóðsýkingu (20-22). Kínólónafbrigðin hafa reynst áhrifarík í meðferð á ferðamannaniðurgangi (23), kjörlyf við S. typhi sýkingum (24), en frekari rannsókna er þörf til að meta gagnsemi þeirra í meðferð á salmonellaniðurgangi og við að útrýma salmonellu úr berum. Sumar rannsóknir hafa sýnt mjög góðan árangur (25,26), á meðan aðrar hafa ekki sýnt fram á marktækt betri árangur með þeim en lyfleysum (27). Lfklegt er að sannleikurinn sé þar á milli, en rétt er að hafa í huga að ekki er alltaf hægt að útrýma salmonellabakteríum með kínólónafbrigðum. Ekki var lagt mat á árangur lyfjameðferðar í þessari rannsókn. Það kom á óvart hversu margir lögðust inn á sjúkrahús með salmonellasýkingu en þeir reyndust mun fleiri en í öðrum rannsóknum (2). Ef til vill leggja íslenskir læknar minna veikt fólk inn en erlendir kollegar þeirra eða mótstaða íslendinga gegn salmonellasýklinum er minni en annarra, sem er ólíklegt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.