Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 20
94 LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 94-7. Friörik Kristján Guðbrandsson FYLGIKVILLAR í MIÐTAUGAKERFI AF VÖLDUM SÝKINGA í MIÐEYRA OG SKÚTUM INNGANGUR Miðeyma- og skútabólga (otitis media- sinusitis paranasalis) eru tíðir sjúkdómar og fylgja gjaman í kjölfar veirusýkinga í efri öndunarvegum. Fyrir daga sýklalyfja gátu þessir sjúkdómar tekið á sig hastarlega mynd og valdið alvarlegum sýkingum í aðlægum líffærum svo og í miðtaugakerfi (1). Meðferð og gangur miðeyrna- og skútabólgu breyttist rnjög við tilkomu sýklalyfja fyrir miðja 20. öldina (2). Alvarlegir fylgikvillar þessara sjúkdóma hafa orðið æ sjaldgæfari. Kynslóð lækna hefur alist upp án þess að kynnast þeim fylgikvillum í miðtaugakerfi, sem miðeyma- og skútabólgur geta leitt til. Notkun sýklalyfja getur á hinn bóginn dulið og dregið á langinn sjúkdómsmynd þessara fylgikvilla (3). Ofangreindir þættir kunna að valda því að þeir greinast síður í tæka tíð. Grein þessi er rituð með það fyrir augum að minna lækna á alvarlegar hliðar þessara sjúkdóma. Jafnframt verður athuguð tíðni fylgikvilla af völdum sýkinga í miðeyra og skútum og grunnatriði í meðhöndlun þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á árunum 1981 til 1990 voru átta sjúklingar meðhöndlaðir á Borgarspítalanum vegna alvarlegra fylgikvilla í miðtaugakerfi af völdum sýkinga í miðeyra og skútum. Sjúkraskrár þessara sjúklinga voru kannaðar, svo og meðferð og afdrif þeirra. NIÐURSTÖÐUR Yfirlit yfir þessa átta sjúklinga er sýnt í töflu I. Tólf mismunandi fylgikvillar fundust hjá sjúklingunum átta (sjá töflu II). ígerð í heila var algengasti fylgikvillinn ásamt Frá háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans. innanbastsígerð (empyaema subduralis). Einn sjúklinganna dó af völdum ígerðar í heila út frá langvinnri eymabólgu. Sjúklingar 1, 2 og 3 höfðu allir haft langvinna útferð úr eyra í meira en eitt ár áður en þeir veiktust. Sjúklingur 2, 54 ára karl, með langvarandi eymabólgu, veiktist hastarlega af ígerð í gagnaugahjama (lobus temporalis). Þrátt fyrir aðgerð og kröftugar sýklalyfjagjafir lést hann af völdum útbreiddrar sýkingar í heila. Sjúklingur 1,31 árs kona, fékk innanbastsígerð og ígerð í hnakkahjama (lobus occipitalis) af völdum langvarandi eyma- og stikilsbólgu (mastoiditis). Hár hiti af óþekktum uppruna um tveggja vikna skeið var undanfari minnkandi meðvitundarástands. Sjúklingur náði fullum bata eftir aðgerðir og níu vikna sjúkrahúsvist. Sjúklingur 3, 57 ára kona, hafði tvívegis fengið heilahimnubólgu eftir að langvinn eymabólga hafði blossað upp. Við aðgerð (mastoidectomia) kom í ljós bólga í stikli með eyðingu á beini milli miðeyra og heilahimnu og var þetta bætt með vöðvahimnu. Sjúklingur 4, fimm ára telpa, hafði fengið miðeymabólgu með vökva í miðeyra og stikilbólgu (mastoiditis). Af þeim orsökum varð segamyndun í bugastokk (thrombosis sinus lateralis) og hækkun á þrýstingi mænuvökva (hydrocephalus otitica) með bjúg í sjóntaugardoppu (papilloedema). Sjúklingur 5, níu ára telpa, hafði heila hljóðhimnu en bráða miðeymabólgu. Hún hafði verið meðhöndluð með sýklalyfjum án árangurs um tveggja vikna skeið er vaxandi lömun í sjöundu heilataug (n. facialis) gerði vart við sig. Þrír sjúklingar með skútabólgu höfðu ígerð í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.