Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 36
108 LÆKNABLAÐIÐ Kattarklórslci’illi, eitlabólga í holhönd eftir klór á hendi. innan sömu fjölskyldu í nær 20% tilfella (9). Foreldrar og aðrir fullorðnir sýkjast sjaldnar en böm (9) og um 80% smitaðra einstaklinga eru undir 20 ára aldri (8,10). Svo sem oft er, sýkjast drengir oftar en stúlkur (8-10). Algengur meðgöngutími kvillans sem er tíminn frá klóri að almennum einkennum er 7- 12 dagar. Þessi tími getur þó verið frá þremur dögum til 30 daga (8). EINKENNI OG GREINING Dæmigerður gangur sjúkdómsins hefst þremur til fimm dögum eftir kattarklór. Rauður nabbi (papilla) myndast í flestum tilfellum (7-10) og stundum fleiri en einn. Nabbinn orsakast af bakteríusmitinu og viðbrögðum ónæmiskerfis líkamans. Nabbinn stækkar og breytist í vessablöðru (vesicula) á fáeinum dögum og er oft hrúðraður. Að liðnum einni til tveimur vikum kemur fram eitlabólga í svæðiseitlum. I sumum tilfellum er um fleiri en eitt svæði að ræða (5,10). Eitlabólga þessi getur verið veruleg (sjá mynd) og eru eitlamir sárir viðkomu, húðin rauð og heit með einkennum bólgu (5,8,11). Athyglisvert er að ekki kemur fram vessaæðabólga milli frumlöskunarinnar á húðinni og svæðiseitlanna (5,10). Algengustu staðir eitlabólgu eru holhönd, háls og höfuð (7-10) sem endurspeglar þá staði sem helst verða fyrir klóri eða biti. Eitlabólgur geta þó komið fram í flestum eða öllum eitlum, þar með talið í innri líffærum (12,13). Graftrarbólga er ekki óalgeng og er lýst í 10-30% tilfella (5,8-10). Nokkur hætta er á fistlamyndun (7,10). Eitlabólgan getur varað í fjórar til sex vikur, jafnvel enn lengur. Um helmingur sjúklinganna fær eingöngu eitlabólgu án annarra einkenna (8). Hitahækkun kemur fram hjá um þriðjungi sjúklinganna (8) auk almenns slens og þreytu (7). Eins og áður er getið er kattarklórskvilli oftast meinlítil sýking með vægum einkennum (tafla 1). Helstu einkennin, eitlabólga, verkir í bólgnum eitlum, almennt slen og lystarleysi ásamt vægri hitahækkun koma fram í rúmlega helmingi einstaklinga (8,10). Líkur má leiða að því að sýkingin sé enn oftar einkennalítil eða einkennalaus. Bati er nær alltaf fullur. Óvenjulegur gangur kattarklórskvilla er einnig vel þekktur (5-11) (tafla 1). Af þessum óvenjulegu tilfellum er þekktast augnkirtlaheilkenni kennt við Parinaud (Parinaud’s oculoglandular syndrome) (6,9,10,14,15). Sáning bakteríunnar hefur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.