Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 32
104 LÆKNABLAÐIÐ dreifast á alla flokkana hverfur hún. Einungis er hægt að komast að raunverulegri dreifingu í þessa flokka með sérstakri rannsókn á þeim. Þeir sem sýndu ekki svörun í B, eru annað hvort arfhreinir í einhverjum B vefjaflokki eða tilheyra sjaldgæfum B vefjaflokkum sem ekki voru rannsakaðir í þessari rannsókn. Tvær hugsanlegar skýringar eru á þessum niðurstöðum. Önnur er sú að hlutfall þess að sýna ekki svörun í B vefjaflokki sé hærri meðal fólks með magabólgur en hjá samanburðarhópnum. Hin er sú að í rannsóknarhópnum sé hlutfallslega meira um fólk sem ekki sýnir svörun í B vefjaflokki en í samanburðarhópnum. Varðandi fyrri skýringuna má spyrja tveggja spuminga, þ.e. hvort þeim sem sýna ekki B vefjaflokk sé hættara við magabólgum en öðrum. Síðari skýringin varðar einnig samanburðarhópinn. Hann var upphaflega rannsakaður vegna bamsfaðernismála og hugsanlegt er að hann sé ekki marktækur sem úrtak Islendinga. í bamsfaðemismálum er stundum hægt að greina fólk betur niður í vefjaflokka í ljósi arfgerðar afkomenda eða foreldra sé um bam að ræða. Þetta atriði getur haft áhrif þegar þeir sem ekki sýndu svörun í B vefjaflokki em bomir saman við þennan samanburðarhóp. Til að ganga endanlega úr skugga um það, hvort þessi fylgni við vefjaflokka, sé ekki tilviljunin ein, þyrfti að kanna sérstaklega undirflokka Aw-19. Einnig væri æskilegt að greina betur þá sem ekki sýna B vefjaflokka. í þessari rannsókn höfðu 61.7% sjúklinganna H. pylori í magaslímhúð. Þessi tíðni sýkinga af völdum H. pylori er sambærileg við þá sem fundist hafði í fyrri rannsókn á Landspítalanum (6), enda er líklega um svipaðan sjúklingahóp að ræða, þ.e. fólk með einkenni frá meltingarfærum. Lýst hefur verið að H. pylori finnist í magaslímhúð hjá 50-83% þeirra sem koma til magaspeglunar vegna einkenna frá meltingarvegi (12,16). í þessari rannsókn kom fram fylgni milli þess að hafa virka hægfara magabólgu og að hafa //. pylori í magaslímhúð (tafla VI) en það hefur einnig komið fram í öðrum rannsóknum (2,6,17,18). Virk magabólga finnst við sýkingu og við ertingu á slímhúð af öðrum orsökum (18). Við rannsóknir á fólki sem ekki hefur einkenni frá efri hluta meltingarvegar en er samt með bakteríuna í magaslímhúð sinni hefur þetta samband við hægfara virka magabólgu einnig komið fram (17,18). Tilvist H. pylori í einkennalausu fólki hefur lítið verið rannsökuð. Þó hefur verið lýst í hollenskri rannsókn (17) að 20% einkennalausra hafi haft H. pyiori í maga, en allir höfðu þeir þó virka hægfara magabólgu. Önnur. rannsókn sýndi að 24% einkennalausra höfðu bakteríuna (19). Sé það rétt sem Tytgat (20) heldur fram, að 1% fólks sýkist af H. pylori í fyrsta sinn á ári hverju, mætti búast við hærri tíðni sýkinga hjá eldri aldursflokkunum, enda virðist erfitt að losna við bakteríuna eftir að hún er á annað borð komin í magann (20). Eins og sjá má á meðalaldri (48.9 ár) og miðgildi aldurs (51 ár) var þetta fólk heldur eldra en meðalaldur Islendinga er. Það gæti að einhverju leyti skýrt hversu margir í úrtakinu höfðu H. pylori í magaslímhúð sinni. Allir 47 höfðu magabólgur samkvæmt vefjarannsókn, þrátt fyrir að 24 (51.1%) 'tafi verið taldir hafa eðlilega magaslímhúð við magaspeglun (tafla V). Kemur þetta ekki á óvart þar sem magaspeglunin ein án sýnatöku er ekki talin vera besta greiningaraðferðin fyrir vægar magabólgur, þó hún sé tvímælalaust góð til greiningar á magasárum. Lýst hefur verið 60-80% samræmi milli greininga á magabólgum í speglun og í vefjaskoðun (21,22). Er þetta því heldur lægra hlutfall en þar er lýst. Gott samræmi var á milli ræktunar á H. pylori og þess að sjá bakteríuna í Warthin- Starry litun eða 94.3% (tafla IV). í þessari rannsókn fannst H. pylori með WS litun hjá öllum þeim sjúklingum, sem bakterían fannst hjá með ræktun (100%). Þetta er betri árangur en í fyrri rannsókninni sem gerð var á Landspítalanum (6), en þar var samræmið 86.5% hvað varðaði sjúklingana en 73.6% hvað varðaði sýnin. Næmi WS litunar miðað við ræktun er 91.5% og sértækni 98.3%. Spágildi jákvæðrar WS litunar er hins vegar 98.7% og neikvæðrar litunar 89.1%. í þeim átta sýnapörum sem ekki bar saman, fannst bakterían við ræktun í sex tilfella, án þess að unnt væri að sýna fram á hana með WS litun. í tveimur sýnapörum tókst ekki að rækta bakteríuna en sýnt var fram á hana með WS litun (tafla IV). Þessi niðurstaða getur skýrst af ójafnri dreifingu H. pylori \

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.