Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 107-11. 107 Ásgeir Haraldsson, Corry MR Weemaes KATTARKLÓRSKVILLI INNGANGUR Kvilli sem kenndur er við kattarklór (cat scratch disease) greindist fyrst árið 1935. Það var hins vegar ekki fyrr en fimmtán árum síðar, árið 1950 að fyrsta greinin birtist í læknisfræðitímariti (1). Síðan hafa meira en 1000 greinar frá flestum heimshomum verið birtar varðandi kattarklórskvilla. A Islandi, sem annars staðar, hefur nokkrum sinnum vaknað spuming hvort sjúklingur með eitlabólgu hafi kattarklórskvilla. Ekki er að fullu ljóst hvort sjúkdómurinn hafi nokkru sinni greinst með vissu á Islandi. Þó má ætla að kattarklórskvilli komi fyrir á landinu eins og annars staðar í heintinum. Til samanburðar má geta þess að álitið er að kvillinn greinist með vissu í 2000 einstaklingum ár hvert í Bandaríkjunum. Nýgengi sjúkdómsins er áreiðanlega miklu meira. Þótt kattarklórskvilli sé venjulega ekki alvarlegur eða hættulegur sjúkdómur er greining kvillans mikilvæg og hann ber að hafa í huga meðal annars við mismunagreiningu á eitlabólgum. gleypifrumuhnúðum (granulomas) og óvenjulegum sýkingum. ORSÖK Um langan aldur var leitað að orsök kattarklórskvillans. Ymsar örverur voru taldar mögulegir sökudólgar en ávallt skorti þó beinar sannanir. Arið 1983 tókst loks að greina með vissu bakteríuna sem veldur kvillanum. Um er að ræða margbreytilega, gram-neikvæða stafbakteríu sem eingöngu sést í Warthin-Starry litun (2,3). Bakterían Frá Háskólasjúkrahúsinu í Nijmegen, Hollandi. Fyrirspumir, bréfaskipti: Ásgeir Haraldsson Afd Kindergeneeskunde, Academisch Ziekenhuis Leiden, Postbox 9600, 2300 RC Leiden, Nederland. fannst bæði í húðlöskuninni sem einkennir sjúkdóminn og í eitlabólgunum. Nokkru síðar tókst að rækta bakteríuna (4). Sennilegt er að ræktunin verði mikilvægur þáttur í greiningu sjúkdómsins og rannsóknum á honum á komandi árum. Ræktunaraðferðin er þó ekki enn í almennri notkun og því verður áfram að styðjast fyrst og fremst við eldri greiningaraðferðir. Þegar bakterían er betur þekkt opnast möguleikar að greina sjúkdóminn með keðjuverkun liðunarensíma (polymerase chain reaction). Sýking af kattarklórsbakteríunni á sér oftast stað við kattarklór eins og nafnið gefur til kynna. Smit getur einnig orðið við bit eða ef köttur sleikir húð. Snerting við kött kemur fram í sjúkrasögu um 90% sjúklinganna (5-9) og í 60% tilfella eða oftar er um greinilegt klór að ræða. Oftar er um snertingu við kettling að ræða en fullvaxinn kött (9,10). Ovarlegt er þó að álykta að kettlingar séu meiri smitberar kattarklórsbakteríunnar en kettir þó ekki sé útilokað að sýkingin sé að einhverju leyti tengd æviskeiði katta. Böm leika sér frekar með kettlinga sem leiðir til aukinnar smittíðni af kettlingum og algengari smitunar bama en fullorðinna. í nokkrum tilfellum hafa líkur verið leiddar að smitun með öðrum dýrum (7,8,10). Slíkar smitleiðir virðast þó afar sjaldgæfar. Smit berst ekki á milli manna. FARALDSFRÆÐI Kattarklórskvilli er þekktur í öllum heimshomum (9). Algengastar eru sýkingamar að hausti og fyrri hluta vetrar (5,6,8-10) en greinast þó allan ársins hring. Yfirleitt greinast stök tilfelli kvillans. í fáeinum tilfellum hefur þó litlum faröldmm verið lýst (5-7,10,11) en það virðast undantekningar. Þó smitast fleiri aðilar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.