Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 103 litningsins var þekktur í öllum. Við athugun á tölfræðilegri fylgni H. pylori við vefjaflokka voru þeir sem höfðu bakteríuna fyrst bomir saman við þá sem ekki höfðu hana. Sá samanburður leiddi ekki í ljós tölfræðilega fylgni við neinn þessara vefjaflokka (tafla I). Síðan voru metnar hlutfallslegar líkur innan hvors hóps fyrir sig á því að vera í ákveðnum vefjaflokki miðað við samanburðarhópinn (töflur II og III). Þá kom í ljós að líkur sjúklinga með H. pylori á að vera í vefjaflokki Aw-19 vom tölfræðilega marktækar (tafla II). Einnig kom í ljós að líkur þeirra á að sýna ekki svörun í B vefjaflokki voru tölfræðilega marktækar. Þegar þeir sjúklingar, sem ekki höfðu bakteríuna, voru bomir saman við samanburðarhópinn kom einnig í ljós að líkumar á að tilheyra þeim hópi sem ekki sýndi svörun í B vefjaflokki voru tölfræðilega marktækar (tafla III). Við magaspeglun var talið að 24 sjúklingar hefðu eðlilegan maga og 34 eðlilegan efsta hluta skeifugamar, en einungis 16 höfðu bæði eðlilegan maga og skeifugöm (tafla V). Magabólgur sáust hjá 20 og magasár höfðu þrír. Tveir voru taldir hafa magabólgur vegna áfengisneyslu. Bólga í efsta hluta skeifugarnar sást hjá 10 en skeifugamarsár hjá þremur (tafla V). Tölfræðileg fylgni fannst ekki milli H. pylori og sjúkdómsgreininga gerðra við magaspeglun. Allir þessir 47 sjúklingar höfðu magabólgur samkvæmt vefjarannsókn þrátt fyrir að magaslímhúð væri talin eðlileg við speglun hjá 22. Af 29 með jákvæða ræktun fyrir H. pylori hafði 21 (72.4%) virka, hægfara magabólgu (gastritis chronica activa), hinir átta höfðu hægfara magabólgu (gastritis chronica). Einungis einn með virka, hægfara magabólgu hafði ekki H. pylori. Af 18 sem ekki höfðu H. pylori voru 17 með hægfara ntagabólgu eða 94.4%, (leiðrétting Yates P<0.001) (tafla VI). UMRÆÐA Þó nokkuð hafi verið gert af því að rannsaka samband sársjúkdóma í maga og skeifugöm við vefjaflokka (7-11), hefur samband H. pylori í magaslímhúð við vefjaflokka ekki verið rannsakað fyrr. Þegar vefjaflokkar þeirra, sem höfðu bakteríuna, voru bomir saman við vefjaflokka þeirra, sem ekki höfðu hana, kom ekki fram tölfræðilega marktæk fylgni. Tafla V. Samanburður á greiningum gerðum við magaspeglun og niðurstöðum sýklarœktunar af H. pylori hjá 47 sjúklingum. Sýklaræktun: H.pyl. jákvæö H.pyl. neikvæö Samtals Greining gerð viö magaspeglun: Eðlilegt vélinda 24 11 35 Vélindabólgur 3 5 8 Sár í vélinda 2 2 4 Samtals 29 18 47 Eðlilegur magi 14 10 24 Magabólgur 13 7 20 Magasár 2 1 3 Samtals 29 18 47 Eðlileg skeifugörn* 18 16 34 Skeifugarnarbólga* 8 2 10 Skeifugarnarsár* 3 0 3 Samtals 29 18 47 Eölilegur magi og skeifugörn* 9 7 16 * Átt er viö efsta hluta skeifugarnar (bulbus duodeni). Sár eru alvarlegri en bólgur og sjáist þau er sjúklingurinn flokkaöur meö sár en ekki bólgur, þótt bólgur sjáist líka. Tafla VI. Samanburður á algengi H. pylori í magaslímhúð og greiningu á magabólgu með vefjarannsókn. Sýklaræktun: H.pyl. H.pyl. jákvæö neikvæö Samtals Vefjagreining: Virk hægfara magabólga, (gastritis chronica activa) 21 1 22 Hægfara magabólga, (gastritis chronica) 8 17 25 Samtals 29 18 47 P<0.001 Miðað við samanburðarhópinn voru þeir, sem höfðu H. pylori í magaslímhúð, líklegri til að vera í vefjaflokki Aw-19 og til að sýna ekki svörun í vefjaflokki B. Reyndar kom einnig fram meiri tilhneiging hjá þeim sem ekki höfðu bakteríuna til að sýna ekki svörun í B vefjaflokki (töflur II og III). Þessar niðurstöður ber að taka með vissum fyrirvara, þar sem í hvorugu tilfellinu er um einn vefjaflokk að ræða. Aw-19 er samheiti vefjaflokkanna A-29, A-30, A-31, A-32 og A-33. Ef flestir þeirra sem tilheyra Aw-19 eru í einum þessara flokka, helst tölfræðilega fylgnin, en ef þeir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.