Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 87-93. 87 Davíð O. Arnar, Ragnar Danielsen FRUMÁRANGUR RAFVENDINGAR VEGNA HJARTSLÁTTARTRUFLANA FRÁ GÁTTUM ÁGRIP Gerð var afturvirk rannsókn á 80 sjúklingum (62 karlar) sem fóru í rafvendingu vegna hjartsláttartruflana frá gáttum á Landspítalanum á árunum 1986 til 1989. Sjúklingar voru á aldrinum 27 ára til 81 árs og meðalaldur hópsins var 65±10 ár. Sextíu og einn sjúklingur fór í sinustakt við rafvendingu og var frumárangur af rafvendingum því 76%. Einn sjúklingur fór í sleglatif stuttu eftir rafvendingu en aðrir fylgikvillar sáust ekki. Gáttatif var algengasta hjartsláttartruflunin, eða hjá 59 (74%) sjúklingum. Þrír undirliggjandi sjúkdómar skáru sig nokkuð úr; kransæðasjúkdómur hjá 25 (31%), háþrýstingur hjá 17 (21%) og hjartalokusjúkdómar hjá 16 (20%) sjúklingum. Sjúklingar með ósæðarlokusjúkdóm fóru hlutfallslega síður í sinustakt, en aðrir þessara sjúkdóma höfðu ekki áhrif á árangur rafvendinga. Þeir sem höfðu lungnasjúkdóm fóru hins vegar marktækt síður í sinustakt. Lyfin sem flestir voru á fyrir rafvendingu voru dígoxín 53 sjúklingar (66%) og kínidín 21 (26%) sjúklingur. Þrettán sjúklingar voru á amíódarón fyrir rafvendingu og fóru þeir allir í sinustakt. Algengasta tegund blóðþynningarlyfs fyrir rafvendingu var heparín hjá 41 (51%) sjúklingi, 25 (31%) fengu díkumaról, en 11 (14%) voru ekki á blóðþynningarlyfjum. Hjartastærð á röntgenmynd hafði ekki afgerandi áhrif á árangur rafvendingar. í heild var frumárangur rafvendinga viðunandi og fylgikvillar fáir. INNGANGUR Hjartsláttartruflanir frá gáttum eru ekki óalgengar. Þannig er talið að gáttatif (atrial fibrillation), algengasta tegund takttruflana frá Frá lyflækningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Ragnar Danielsen. gáttum, sé fyrir hendi hjá allt að 4% þeirra sem komnir eru yfir sextugt (1). Þó að gáttatif þolist í mörgum tilfellum vel hefur verið sýnt fram á að það getur aukið hættuna á segareki til heilans (2,3). Einnig getur gáttatif valdið einkennum eins og brjóstverk vegna blóðþurrðar í hjarta, hjartabilun og yfirliðum (4,5). Það er því til nokkurs að vinna að meðhöndla slíkar hjartsláttartruflanir. Rafvendingu (DC cardioversion) við hjartsláttartruflunum frá gáttum var fyrst lýst af Lown og samstarfsmönnum fyrir tæpum þremur áratugum (6). Rafvending hefur ýmsa kosti fram yfir lyfjameðferð. Verkun fæst strax fram og komist er hjá langtíma lyfjameðferð sem oft hefur óæskilegar aukaverkanir. Talið er að langvinnar takttruflanir, tilvist lungna- eða hjartavöðvasjúkdóms hafi neikvætt forspárgildi fyrir árangur rafvendingar (7). Sumar athuganir hafa sýnt að sjúklingar sem hafa stækkaða vinstri gátt fari síður í sinustakt við rafvendingu (8,9), en aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt það sama (7). Þeir sem hafa stækkað hjarta á röntgenmynd virðast ekki hafa verri árangur af rafvendingu en þeir sem hafa eðlilega stórt hjarta (7). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna frumárangur af rafvendingu vegna hjartsláttartruflana frá gáttum. Jafnframt var kannað hvort einhverjir þættir segðu fyrir um hvaða sjúklingar færu ekki í sinustakt við rafvendingu. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Gerð var afturvirk könnun á sjúkraskrám þeirra sjúklinga sem gengist höfðu undir rafvendingu vegna hjartsláttartruflana frá gáttum á Landspítalanum á fjögurra ára tímabili, 1986-1989. Sjúklingamir fundust með því að athuga tölvuskrá yfir sjúkdómsgreiningar og aðgerðir spítalans.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.