Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 99-105. 99 María Sigurjonsdóttir0, Alfreö Árnason2', Jóhann Heiðar Jóhannsson-1*, Bjarni Þjóöleifsson41, Einar Oddsson41, Hallgrímur Guöjónsson4’, Kristrún Ólafsdóttir-11, Ragnheiður Fossdal21, Sif Jónsdóttir21, Ólafur Steingrímsson11 RANNSÓKN Á TENGSLUM HELICOBACTER PYLORIÍ MAGASLÍMHÚÐ VID VEFJAFLOKKA OG MAGABOLGUR ÁGRIP Gerð var rannsókn á sambandi Helicobacter pylori í magaslímhúð, annars vegar við vefjaflokka en hins vegar við útlit og meingerð magaslímhúðarinnar. Á þeim tíma sem rannsóknin stóð yfir komu 224 sjúklingar til magaspeglunar á Landspítalanum. í úrtakinu voru 47 þeirra, 27 konur og 20 karlar á aldrinum 14-75 ára. Miðgildi aldurs var 51 ár. Tekin voru vefjasýni úr maga og blóð til vefjaflokkunar. Utilokaðir frá þátttöku voru allir þeir sem höfðu tekið sýklalyf síðustu tvær vikumar fyrir speglun, höfðu blæðingartilhneigingu eða voru á blóðþynningarmeðferð. Ræktun, vefjaflokkun og vefjaskoðun var gerð án vitneskju um niðurstöður úr öðrum hlutum rannsóknarinnar. H. pylori ræktaðist frá 29 (61.7%), þar af voru 17 konur og 12 karlar. Aldursdreifing þeirra var 19-74 ár. Miðgildi aldurs var 56 ár. Samræmi milli ræktunar og vefjarannsóknar með Warthin-Starry litun var 94.3%. Miðað við samanburðarhóp sýndu einungis vefjaflokkur Aw-19 og þeir sem ekki sýndu svörun í B vefjaflokki marktæka fylgni við jákvæða ræktun af H. pylori. Þeir sem ekki sýndu svörun í B vefjaflokki höfðu einnig fylgni við neikvæða ræktun af H. pylori. Allir 47 höfðu magabólgur þrátt fyrir að magaslímhúð væri talin eðlileg við speglun hjá 21. Af 29 með jákvæða ræktun fyrir H. pylori hafði 21 (72.4%) virka, hægfara magabólgu (gastritis chronica activa) en átta höfðu hægfara magabólgu (gastritis chronica). Af 18 með neikvæða ræktun fyrir H. pylori, Frá 1 ^sýklarannsóknadeild Landspítalans, "’erfðarannsóknadeild Blóðbankans, 3*Rannsóknastefu Háskólans I meinafræöi, 4)lyflaakningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti; María Sigurjónsdóttir. höfðu 17 (94.4%) hægfara magabólgu og einn virka, hægfara magabólgu (leiðrétting Yates, P<0.001). INNGANGUR Undanfarin ár hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á Helicobacter pylori og sambandi bakteríunnar við bólgur og sár í maga og skeifugöm. Áhugi á bakteríunni hefur síst minnkað eftir að rannsóknir þóttu benda til að hún væri einn af orsakavöldum þessara sjúkdóma (1-5). í byrjun árs 1987 var gerð könnun á algengi þessarar bakteríu í magaslímhúðarsýnum fólks, sem kom til magaspeglunar á Landspítalanum. Hjá 70.3% sjúklinganna tókst að rækta H. pylori úr magaslímhúð (6). í sömu rannsókn kom fram tölfræðilega marktækt samband milli virkrar magabólgu og H. pylori í magaslímhúð (6) og er það í samræmi við niðurstöður rannsókna erlendis (1-5). Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandi skeifugamarsárs við vefjaflokka en niðurstöður verið mismunandi. I einni rannsókn var sýnt fram á fylgni við vefjaflokk B-5 (7) en í öðrum tókst það ekki, en í þeim kom fram fylgni við vefjaflokka B-15 og B- 35 (8,9). Aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á sambandi vefjaflokka og sársjúkdóma í maga og skeifugöm hafa ekki leitt ákveðin tengsl í ljós (10,11). Þetta misræmi í niðurstöðum rannsókna, varðandi tengsl vefjaflokka við bólgur og sár í maga og skeifugöm, og hugmyndir sem fram hafa komið um H. pylori sem einn af orsakavöldum þessara sjúkdóma, varð til þess að ákveðið var að kanna hvort samband væri milli H. pylori í magaslímhúð og vefjaflokka. Ekki er vitað til að þetta hafi verið rannsakað fyrr.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.