Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 801 Ef málin eru skoðuð í stærra samhengi og spurt, hverjir eiga að stjórna sjúkrastofnunum, horfa málin hugsanlega öðruvísi við. Innri gerð sjúkrastofnana, sérstaklega stórra sjúkrahúsa, er mjög flókin og krefst ef vel á að vera, vel virks stjórnkerfis. í því stjórnkerfi hljóta að vinna margar starfsstéttir og dagleg stjórnun felst í því að samhæfa störf þessara stétta. Sú stjórnun þarf ekki að vera í höndum læknis, en stjórnandinn þarf að þekkja innri gerð stofnunarinn- ar og vera menntaður sem stjórnandi. Hann þarf líka að vera meðvitaður um hlutverk og markmið stofnunarinnar. Nú er það svo að hlutverk heil- brigðisstofnunar er að annast lækningar og markmiðið er að gera það á eins virkan og hag- kvæman hátt og kostur er á. Hér er átt við lækningar í víðustu merkingu, en það er fyrirbyggj- andi lækningar, lækning sjúk- dóma og umönnun hins sjúka uns hann hefur hlotið bata eða skilið við þennan heim. Sú lækningastétt sem fyrst og fremst er menntuð til að stunda lækningar í víðustu merkingu eru læknar og því er eðlilegt að þeir stjórni lækningum, bæði í þrengri og víðari merkingu. Aðrar lækningastéttir eiga að sjálfsögðu að hafa sjálfstæði og forræði innan þeirra marka sem lækningin setur í hverju tilviki, en læknar eiga að vera hæfastir til að veita forræði og leiðsögn. Þetta gildir ekki aðeins um ein- staka sjúklinga og lækninga- stofnanir, heldur eiga læknar líka að vera leiðandi í lækninga- stefnu þjóðarinnar. Stjórnmálamenn ráða því hversu stórum hluta af þjóðar- kökunni er varið til lækninga, en eðli málsins samkvæmt eiga læknar að vera leiðandi í því að ráðstafa þessum hluta og vera ráðgjafar stjórnmálamannanna um það, hve stór hann á að vera. Læknar hafa til þessa haft meiri áhrif en nokkur önnur stétt á þróun lækninga á íslandi og þeir geta því ekki firrt sig sök þegar lækningakerfið er gagn- rýnt. Þetta er ekki vegna þess að læknasamtökin hafi verið skeyt- inparlaus um skipulag lækninga á Islandi. Mikið er til af ritum og greinargerðum, sem gerð hafa verið á vegum samtakanna og hafa markað stefnu um einstaka þætti lækninga. Þá hafa lækna- samtökin komið inn í stefnu- mörkun stjórnvalda um marga þætti lækninga og lækninga- starfsemi. Hinsvegar hefur læknum gengið illa að skapa sér stefnu um samhæfingu og heild- arstefnumótun í lækningamál- um landsins. Það ríkir stefnu- leysi og jafnvel ringulreið í heil- brigðiskerfinu á Islandi, sem sumir telja besta heilbrigðis- kerfi í heimi. Um þá fullyrðingu er það að segja, að þegar henni er slegið fram fylgir sjaldnast raunhæfur samanburður. Hún hljómar vel í munni stjórnmála- manna, sem vilja að almenning- ur sætti sig við „status quo“. Þegar harðnar á dalnum hlýtur að vera ásættanlegt að skera svolítið niður í svo fullkomnu kerfi. Læknar hafa verið tregir til að taka virkan þátt í niður- skurðinum í lækningakerfinu. Því líta stjórnmálamennirnir nú til annarra lækningastétta sem hugsanlega yrðu leiðitam- ari, sérlega ef látið er grilla í meiri völd. Nú kynnu einhverjir að segja að höfundur ætli stjórn- málamönnunum of mikla djúp- hygli, en þeir sem vilja sjá, hljóta að hafa komið auga á til- raunir þeirra til að etja lækn- ingastéttunum saman. Stjórnmál snúast um völd og ein öruggasta leiði til að ná völdum hefur alltaf verið að deila og drottna. Það er barna- lærdómur stjórnmálamanna. En læknar eiga ekki að þægja stjórnmálamönnum með því að heyja valdabaráttu við aðrar lækningastéttir. Þeir eiga að fagna betri menntun þeirra og styðja sérhverja viðleitni þeirra til sjálfstæðis og aukinnar sjálfs- vitundar. Um leið eiga þeir að styrkja eigin stöðu með því að endurskoða hana í ljósi nýrra viðhorfa í lækningum og í nýrra viðhorfa í þjóðfélaginu öllu. Stýrð lækningaþjónusta (managed care) er hluti af þess- um nýju viðhorfum, þó að stýrð lækningaþjónusta sé engin nýj- ung sem slík. Hluti af íslenskri læknastétt hefur beinlínis samið við heilbrigðisyfirvöld um að taka að sér slíka stýringu. Verði ekki komist undan slíkri stýr- ingu í einhverri mynd verður læknastéttin að eiga frumkvæði að stefnumótun um það, hvernig hún verði framkvæmd, þannig að hagur sjúklinganna verði ekki fyrir borð borinn. Lækningatækni er nú komin á það stig, að beiting hennar til hins ítrasta þarf ekki endilega að vera sjúklingnum fyrir bestu. Hvað tæknina varðar kallar beiting hennar hverju sinni á siðfræðilegt mat. Slíkt mat eiga einstakir læknar að hafa burði til að leggja á, en læknastéttin í heild á að vinna eftir reglum sem taka mið af stöðu þjóðfé- lagsins, um leið og hagsmunir sjúklingsins eru hafðir í fyrir- rúmi. Slíkar reglur á læknastétt- in og læknasamtökin að hafa frumkvæði að að setja í sam- vinnu við heilbrigðisyfirvöld. Að sjálfsögðu eiga læknar og samtök þeirra að hafa stefnu varðandi almennt skipulag lækningamála í landinu. Þar steyta þau á steinum sem eru breytingar á innri gerð lækna- stéttarinnar undanfarna ára- tugi, vegna fjölgunar í stéttinni og fjölgunar á sérgreinum þar sem verkefnin skarast meira og minna. Verkefnunum hefur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.