Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 16
768 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Félag íslenskra heimilislækna hefur beitt sér fyrir setningu staðla um starfsaðbúnað og gefið út leiðbeiningar um starfshætti (5). Aðalfundur LÍ 1993 fól stjórn að skipa nefnd, sem fjalla skyldi um hvernig aðferðum altækrar gæðastjórnunar væri best við komið í íslenska heilbrigðiskerfinu. Fyrsta skrefið var könnun á stöðu þessara mála á Islandi. Ætlun- in er að skapa þekkingargrunn fyrir nánari uppbyggingu. Niðurstöður fylgja hér á eftir. Aðferðir og efniviður Könnunin einskorðaðist við gæðastjórnun á vegunr lækna á íslandi. Bréf voru send til allra forstöðulækna stærstu sjúkrahúsa landsins, Ríkisspítala, Borgarspítala, Landakotsspítala, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Sjúkra- húss Akraness, auk þess sem bréf voru send formönnum sérgreinafélaga. Alls voru send um 90 bréf. Var beðið um lýsingu þeirra að- ferða gæðastjórnunar sem beitt væri á viðkom- andi deild/félagi. Sent var eitt eftirrekstrar- bréf. Við úrvinnslu var ekki lagt tölfræðilegt mat á niðurstöður, enda ekki lagt upp með það í huga. Niðurstöður Þrjátíu og þrjú skrifleg svör bárust og var enginn munur á aðilum innan eða utan sjúkra- húsa. Svör bárust frá fjórum lyflæknisdeildum, þremur handlæknisdeildum, þremur svæfinga- deildum, einni kvennadeild, einni geðdeild, einni barnadeild, fjórum rannsóknardeildum og þremur stjórnunardeildum. Upplýsingar, ýmist skriflegar eða munnlegar, bárust frá öll- um stærstu sérgreinafélögunum og nokkrum smærri. Svör voru í fornri lýsingar á gæða- stjórnunarvinnu. Með sumum svörum fylgdu gögn, sem notuð eru í daglegu starfi, svo sem gátlistar, vinnureglur eða tilvísun í staðla. Auk ofangreindra svara studdust höfundar við eigin þekkingu fengna úr læknis- og stjórn- unarstörfum. Eins fengust upplýsingar með viðtölum við lækna. í töflu I kemur fram hvernig flokka má nú- verandi gæðastarf, eftir þeim upplýsingum sem fenpust. Ur svörum þátttakenda kemur ennfremur í ljós eftirfarandi: 1) Gæðastjórnunarstarf fer fram á íslenskum heilbrigðisstofnunum og í nokkrum félögum Table I. Classification of methods usedfor Quality Manage- ment in Iceland. A. Formal Requirements regarding: Housing Equipment Staff health protection B. Training Requirements tor: a: Physicians b: Other staff C. Ethical Issues Physician code of ethics Guidelines regarding termination of treatment Relations with the pharmaceutical industry D. Control of Daily Routine and Consensus Guidelines Organization of tasks, role/task division Check lists Directives Consensus guidelines Infection control Laboratory quality control E. Continuous Medical Education (CME) Organized teaching programs for physicians and others Medical Board education committees Journal clubs CME requirements Registration of CME F. Patient Education, Patient Satisfaction Studies G. Forms H. Outcome monitoring Medical Record Review Outcome studies regarding specific problems and treatments Clinical-Pathological Reviews Morbidity-Mortality Conferences Risk Management External Reviews by health authorities, local or for- eign specialty organizations lækna, oftast í formi afturskyggnrar skoðunar, gæðaeftirlits, formlegra menntunarkrafna og gátlista. Áhersla er fremur á skipulag vinnu en á ferli og árangur, þótt á því séu undantekning- ar. 2) Ekki virðist um kerfisbundin stofnanaferli að ræða nema í einu tilviki, heldur virðist gæðastarf tengt einstökum deildum. Áherslur og leiðir í gæðastjórnun eru mismunandi milli og innan stofnana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.