Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 24
774 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Fig. 2. Incidence of ulcerative colitis in Iceland 1950-1989. hópi var 1,2. Nokkur hluti sjúklinganna hafði útbreiddar bólgubreytingar (extensive colitis) við greiningu, hjá 3,5% náðu þær upp í þver- ristil og hjá 7,5% um allan ristilinn (pancolit- is). Meingerð: Slímhúðarsýni úr endaþarmi eða ristli höfðu verið tekin við speglun hjá öllum sjúklingunum og ristilhlutar fjarlægðir með skurðaðgerð hjá 18 (6,4%). Við smásjárskoð- un fannst í þeim öllum dæmigerð blanda af bráðri og hægfara bólgufrumuíferð. Einkenn- andi kirtilkýli (crypt abscess) fundust í sýnum frá 220 sjúklingum (78%), sár hjá 97 (34,4%) en rof (perforation) á görn einungis í einu til- viki. Sjúkdómseinkenni: Algengustu einkenni sáraristilbólgu voru blóð í hægðum (97,2%), endaþarmskveisa (79,4%), niðurgangur (62,4%) og kviðverkir (31,9%). Einkenni frá líffærum utan meltingarvegar, lifur, gallveg- um, liðum, augum og húð, höfðu 8,9% sjúk- linganna. Rúmlega helmingur (51,4%) hafði greinst innan þriggja mánaða frá byrjun ein- kenna og tæplega tveir þriðju (63,1%) innan sex mánaða, en hjá tæplega fjórðungi sjúkling- anna (24,5%) dróst greiningin lengur en eitt ár. Sjúkrahúsvist og fjölskyldusaga: Á rann- sóknartímabilinu höfðu 111 sjúklingar (39,4%) lagst inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins. Tutt- ugu og fimm (8,9%) veittu upplýsingar um ættingja með staðfestan þarmabólgusjúkdóm, þar af áttu 23 (8,2%) ættingja með sáraristil- bólgu og tveir (0,7%) ættingja með svæðis- garnabólgu. Þetta eru vafalítið lágmarksgildi þar sem einvörðungu var byggt á þeim upplýs- ingum sem fyrir lágu í hefðbundnum sjúkra- skrám. Með öðrum orðum er ekki tryggt að allir sjúklingarnir hafi verið krafðir um ítarlega ættarsögu. Nítján sjúklingar (6,7%) áttu ná- skyldan ættingja (foreldri, barn eða systkini) með þarmabólgusjúkdóm. Umræða Nýgengi og kynjahlutfall: Rannsóknin sýnir að nýgengi sáraristilbólgu á íslandi hefur hækkað mikið og tölfræðilega marktækt miðað við undangengna áratugi (mynd 2). Leit að nýjum tilfellum var þó síst ítarlegri nú en við fyrri rannsókn (4) og skilmerkjum sjúkdóms- greiningar hefur ekki verið breytt. Hækkun á nýgengi verður því varla rakin til bættrar grein- ingar eða ítarlegri leitar að sjúkdómnum eins og stungið var upp á í einni sænskri rannsókn (7). Hins vegar er ekki hægt að útiloka að læknar séu nú betur meðvitaðir um sjúkdóm- inn en á fyrri áratugum. Hlutfall karla með sáraristilbólgu hækkaði stöðugt á árunum 1950-1979 (4) en hafði nú lækkað lítillega frá síðasta áratugi, þó ekki marktækt. Hátt hlutfall karla í sjúklingahópn- um (tafla I) er í samræmi við það sem lýst hefur verið í nálægum löndum (7-10). Nokkrar rannsóknir á nýgengi sáraristil- bólgu í nágrannalöndunum ná yfir svipað tíma- bil og rannsóknin sem hér er greint frá (tafla III). Nokkrar eru framskyggnar (8,9,11) en aðrar afturskyggnar eins og okkar. Allar eru þær svæðisbundnar og engin nær yfir heila þjóð eða heilt land nema þær sem gerðar voru í Færeyjum (11,12). Nýgengi á íslandi reyndist ekki hátt miðað við hin Norðurlöndin (tafla III). Hæst var ný- gengið í Færeyjum (11) og hafði tvöfaldast þar miðað við næsta rannsóknartímabil á undan (12). Tvær svæðisbundnar rannsóknir í Svíþjóð leiddu í ljós vaxandi nýgengi á rannsóknar- tímabilinu. Var aukningin að mestu rakin til fjölgunar tilfella af bólgu í endaþarmi og buga- ristli (10,13). Rannsókn í Kaupmannahöfn var sú eina sem sýndi lækkandi nýgengi á sambæri- legu tímabili, en það hafði þá farið stöðugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.