Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Blaðsíða 18
Föstudagur 4. maí 200718 Helgarblað DV
til þess að hugsa og gera áætlanir,“
segir �uðunn�
Ný sýn á starfið
Þegar �uðunn var fastur á Ís-
landi í endurhæfingu eftir bílslysið
fór hann að velta fyrir sér árangrin-
um af hjálparstarfinu� „Þegar mað-
ur lítur til baka, þá skildi uppbygg-
ingin í Bosníu og Kosovo í sjálfu sér
ekki mikið annað eftir sig en end-
urbyggð hús og kannski einhver
tækifæri, vegna þess að þarna var
verið að dreifa alls lags landbún-
aðartækjum og jafnvel búpeningi�
Þessi vinna hafði sennilega engin
áhrif á hugarfarið, hvað þá stjórn-
sýsluna� Við vorum farin að huga
að því að kannski hefði okkur sést
yfir þessa þætti,“ segir hann�
Hann var þegar í samræðum við
Sænsku þróunarsamvinnustofnun-
ina um að þróa verkefni sem hefði
aðra nálgun og önnur markmið en
þau sem unnin höfðu verið fram að
þessu� SID� ræddi við Lútherska
heimssambandið um að �uðunn
myndi leiða fleiri verkefni á Balk-
anskaga, en þær viðræður báru
ekki árangur og á endanum leituðu
Svíarnir eftir því að �uðunn kæmi
á fót eigin stofnun sem sæi um að
ráðstafa fé frá SID��
„Á meðan ég var heima í endur-
hæfingunni var ég farinn að vinna
í því að koma minni eigin stofnun
á fót� Ég fékk sænska stofnun í lið
með mér til þess að veita mér eins
konar skjól til þess að koma þessu
í gang� Síðan unnum við að því að
skrá okkar eigin stofnun�“
Upp úr þessu spratt PEP Inter-
national, stofnun �uðuns og Sig-
urjónu� „Við byrjuðum strax í upp-
hafi árs 2001 og komum hingað til
Makedóníu í janúar� Það ár settum
við upp skrifstofur bæði í �lban-
íu og í Ohrid í Makedóníu� Það ár
fór nánast einungis í rannóknar-
og undirbúningsvinnu,“ segir �uð-
unn�
Vitundarvakning í stað
peninga
PEP International hófst handa
með því að koma á fót hvatning-
arsjóði sem hafði um 400 þúsund
evrur til úthlutunar á þriggja ára
tímabili� „Engu að síður fórum við
að efast um að almennar lausnir á
borð við sjóði og peningagjafir virk-
uðu nægilega vel� Því fórum við að
stinga upp á því að réttast væri að
draga úr mikilvægi þessara fjár-
framlaga og auka verulega á nokk-
urs konar vitundarvakningu�“
Þessi hugmyndafræði mætti
talsverðri andstöðu í upphafi, enda
höfðu þorpshöfðingjar og sveitar-
stjórar gjarnan lagt fram einhvers
konar innkaupalista til hjálparstofn-
ananna� Það segir �uðunn hafa ver-
ið orðna viðtekna venju�
„Við ákváðum samt að halda
þessu til streitu og drógum úr fjár-
framlögunum alveg niður í það
að hvert þorp gat sótt um framlag,
að gefnu ákveðnu ferli, sem svar-
ar fimm þúsund evrum� Þetta var
gegn ákveðnu mótframlagi af þeirra
eigin hálfu� Þau urðu að leggja sjálf
fram bæði peninga og vinnu� Marg-
ir efuðust og sögðu að þetta myndi
aldrei ganga� Þetta hefur hins vegar
gengið mjög vel þegar upp er stað-
ið� Við erum meira að segja alveg
hætt öllum peningagjöfum í dag og
erum á staðnum til ráðgjafar og að-
stoðar�“
Svipað og heima
�uðunn segir að við margs kon-
ar vandamál hafi verið að glíma�
Meðal annars hafi vantraust manna
á milli verið mikið og allra síst hafi
fólk treyst yfirvöldum til þess að fara
með almannafé�
„Við höfum reynt að auka gagn-
sæið í stjórnsýslunni hjá þeim sveit-
arstjórnum sem við höfum verið að
vinna með� Það er alveg ný reynsla
hjá þessu fólki að sjá samheng-
ið á milli gagnsærrar stjórnsýslu,
þess að dreifa upplýsingum og gera
þær aðgengilegar fyrir borgarana,
og breyttra viðhorfa borgaranna�
Menn eru farnir að sjá að fólk met-
ur stjórnvöld betur og er jákvæðara
í garð þeirra,“ segir hann�
PEP International hefur að þessu
leyti unnið sem ráðgjafi og viðræðu-
aðili� Stofnunin hefur boðið sveitar-
stjórnunum upp á fundaaðstöðu
og aðgang að tölvubúnaði og þess
háttar�
„Sveitarfélögin hér eru mörg hver
á svipuðum slóðum og íslensk sveit-
arfélög voru á fyrir á að giska tuttugu
árum� Hér er þó í dag ekkert sveit-
arfélag með færri en fimm þúsund
íbúum� Þessi fimm þúsund manna
sveitarfélög hér eru í svipaðri stöðu
og Súðavík var sem 250 manna sveit-
arfélag þegar ég var þar sveitarstjóri
árið 1980,“ segi �uðunn�
Hann segist oft verða var við það
viðhorf að í Makedóníu geti hlutirn-
ir aldrei orðið í lagi� Hann segist þá
nota samlíkinguna við Ísland� „Þeg-
ar ég var krakki, þá vorum við að
�rijana Foric gekk til liðs við
�uðun Bjarna Ólafsson og teymi
hans í Bosníu árið 1998� Hún seg-
ir ástandið þá hafa verið ólýsanlega
erfitt� Gríðarleg eyðilegging hafi
blasað við og ekki hafi séð fyrir end-
ann á þeirri mannlegu eymd sem
fylgdi stríði sem enginn skildi�
DV ræddi við �rijönu á hátíð
sem haldin var í þorpinu Sanski
Most í Bosníu í tilefni þess að tíu
ár eru liðin frá því að Lútherska
heimssambandið og Sænska þró-
unarsavinnustofnunin hófu upp-
byggingu á svæðinu undir stjórn
�uðuns Bjarna�
Sorg og vonleysi
�rijana segist ekki hafa skilið
stöðuna til fulls þegar hún kom til
Sanski Most árið 1998� „Ég fædd-
ist í bæ sem er aðeins í þrjátíu kíló-
metra fjarlægð frá Sanski Most, en
var alin upp í Zagreb� Stríðið náði
aldrei til Zagreb með sama hætti
og það náði til þessara svæða hér
í sveitinni� Þegar ég sá gamla fæð-
ingarbæinn minn, þá stóðu engin
hús lengur,“ segir hún�
�rijana segist hafa verið ung
og reynslulaus á þessum tíma� Við
henni hafi blasað botnlaus fátækt,
sorg og vonleysi� „Það er sennilega
erfitt fyrir fólk sem aðeins hefur
fylgst með stríðinu í kvöldfréttun-
um að setja sig inn í þetta andrúms-
loft, en málið er að það var jafnvel
erfitt fyrir mig sem samt er alin hér
upp og var hér allan tímann�“
Fyrsti hugrakki maðurinn
Þegar hún er spurð um �uðun
og starf hans, þá telur hún að fyrst
og fremst sé hann mjög hugrakk-
ur maður� „�uðunn reyndi að sjá
heildarmyndina og átta sig á því
hvað væru viðkvæmustu staðirnir
og hvar mikilvægast væri að byrja
aðstoðina� Eftir á að hyggja, þá þyk-
ir mér vel hafa tekist til miðað við
að þetta voru ákaflega erfiðir tím-
ar og það virtist ógerningur að átta
sig á því hvernig væri best að vinna
þetta�
Í þessum skilningi vann �uð-
unn mikið verk og gott� Hann fór
sjálfur inn á svæðin til þess að átta
sig á aðstæðum í stað þess að reiða
sig á upplýsingar frá öðrum� Hann
vildi sjá þetta sjálfur� Hann var fyrsti
hugrakki útlendingurinn sem kom
hingað til þess að vinna hjálpar-
starf,“ segir hún�
Að geta ekki hjálpað
Sárast var, að mati �rijönu, að
átta sig á því í fyrstu hve margir
þurftu á aðstoð að halda� „Ég hafði
ekki gert mér grein fyrir því að þess-
ir hlutir gætu átt sér stað� Það voru
svo margir sem þurftu á hjálp að
halda og að sjálfsögðu gat maður
ekki veitt alla þá hjálp sem þurfti�
Ég gat aðeins hjálpað litlum hluta�
Það var líka ansi erfitt að átta
sig á því að af hverjum eitt hundr-
að manneskjum gat maður aðeins
hjálpað tíu� Þau þurftu öll á sams
konar hjálp að halda� Stundum
þakka ég æðri máttarvöldum fyrir
það að aðstoðin skuli hafa haldið
áfram� Þegar ég kem aftur í gamla
bæinn minn í dag, þá er búið að
endurbyggja nánast öll húsin� Það
er eins og nýr bær�“
Með stolti
„Ég veit hreinlega ekki hvort það
var hollt fyrir mig að fyrsti yfirmað-
ur minn skyldi vera svona góður�
Hann fór alltaf með okkur eins og
við værum fjölskyldan hans� En ég
myndi aldrei kvarta,“ segir �rijana
og hlær við�
Hún kveðst stolt af því að hafa
fengið tækifæri til þess að vinna
með �uðuni� „Jafnvel þó að sam-
félagið sé ekki nákvæmlega eins
og það var áður en átökin brutust
út, og getur sennilega aldrei orðið,
þá hefur svo mikið áunnist og það
er ekki hægt annað en að finna til
stolts þegar maður lítur yfir farinn
veg�“
sigtryggur@dv.is
Arijana Foric starfaði með Auðuni Bjarna Ólafssyni og
Lútherska heimssambandinu að uppbyggingu í Sanski Most í
Bosníu. Hún segir Auðun hafa verið fyrsta hugrakka hjálpar-
starfsmanninn sem kom inn á átakasvæðin. Þar hafi ríkt fá-
tækt, sorg og vonleysi.
FYRSTI HUGRAKKI
STARFSMAÐURINN
Sprengjuregn í
Albaníu albanskir
borgarar virða fyrir sér
ónýtt þakið á híbýlum
sínum í borginni
Neprosteno. stór hluti
af starfi auðunns fólst í
því að endurbyggja,
skemmd og brunnin
hús á Balkanskaga og
undirbúa bæjarfélögin
fyrir endurkomu íbúa
sem höfðu hrakist á
vergang. sumir bjuggu
í flóttamannabúðum,
aðrir í tjöldum við
þröngan kost í landi þar
sem kuldi nær 30
stigum að vetri.
Morgunfundur hjá PEP starfsfólk PEP í Bitola í makedóníu hittist á skrifstofunni
að morgni dags. Þar er verkefnum dagsins deilt út. síðan skiptist liðið og heldur út
í þorpin þar sem unnið er í samstarfi við þorpshöfðingja, sveitarstjórnir og nefndir
við að ná settum markmiðum í stjórnsýslunni. mikil áhersla hefur verið lögð á að
hafa stjórnsýsluna gagnsæja til þess að byggja upp traust borgaranna.