Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 26
F yrir þrjátíu og átta árum gekk sextán ára stúlka á hvítum lakkstígvélum inn á skrifstofu Fram- sóknarflokksins við Rauðarárstíg og skráði sig í flokk- inn. Hún var nýflutt til Reykjavíkur, var í námi við Kvenna- skólann í Reykjavík. Eftir að hafa ver- ið bæjarfulltrúi flokksins í Hafnarfirði, setið í miðstjórn áratugum saman og verið varaþingmaður segir hún spill- ingamálin orðin of mörg. Arnþrúður Karlsdóttir sagði sig úr Framsóknar- flokknum í fyrradag. Arnþrúður Karlsdóttir hefur ekki alltaf verið sátt við störf Framsóknar- flokksins, en segir mælinn nú fullan. Hún segist telja að fæstir grípi til þess ráðs að yfirgefa þann flokk sem þeir hafa unnið fyrir og treyst á áratugum saman, en á miðvikudaginn gekk hún inn á skrifstofu flokksins og skráði sig úr honum. „Þegar ég gekk til liðs við Fram- sóknarflokkinn í upphafi var það til að styðja við bróður minn, Sverri Berg- mann heila- og taugalækni, sem var í öðru sæti á lista flokksins árið 1969,“ segir Arnþrúður. „Á þeim tíma vissi ég svo sem ekki mikið um stefnumál flokksins enda alin upp í anda Sjálf- stæðisflokksins, þar sem faðir minn, Karl Pálsson útgerðarmaður, var mikill Bjarna Ben maður. En fyrir sextán ára unglinginn lá í raun ekki mikið meira að baki í upphafi en að hjálpa til og styðja bróður minn. Hins vegar sog- aðist ég að flokknum og fann að ég átti samleið með honum. Ólafur heitinn Jóhannesson var formaður og það var mikið líf og fjör í ungliðahreyfingunni. Ég var í öllum stjórnum sem fyrirfund- ust. Þarna kynntist ég mörgu skemmti- legu, góðu og yndislegu fólki sem ég er í vinfengi við ennþá. Þeirra á með- al eru lögmennirnir Gestur Jónsson og Eiríkur Tómasson, Jón Sveinsson, Leó Löve, Björn Líndal, Sólveig Guð- mundsdóttir og Hanna B. Jónsdóttir. Síðar kom einn alskemmtilegasti kar- akter sem ég hef kynnst inn í ungliða- hreyfinguna, Guðni Ágústsson.“ Vond formannsskipti Hún talar af miklum hlýhug um Ólaf heitinn Jóhannesson sem hún seg- ir hafa verið gæddan miklum mann- kostum. „Og þá var sko húmor í flokknum!“ segir hún og vísar til þess þegar Ólaf- ur tók þátt í gerð myndbands með Ríó Tríó þegar það söng um hann í laginu Óli Jó. „Mér er sem ég sjái Halldór Ás- grímsson bregða á leik með Spaug- stofunni!“ segir hún hlæjandi. „Á tím- um Ólafs fann maður svo vel fyrir því hversu vel flokknum var stjórnað. Ól- afur var stórkostlegur maður, mikill mannvinur sem bar virðingu fyrir öll- um flokksmönnum og kom iðulega á fundi hjá okkur í ungliðahreyfing- unni. Það var mikill sjónarsviptir af Ólafi þegar hann lét af formennsku árið 1979, en við fengum annan góð- an formann, Steingrím Hermannsson. Steingrímur var maður fólksins sem umgekkst alla af sömu virðingunni.“ Við formannsskipti árið 1995 tók Halldór Ásgrímsson við formennsku í Framsóknarflokknum. Þá segist Arn- þrúður hafa upplifað að hún væri komin í nýjan flokk. „Það urðu gífurlegar breytingar á flokknum þegar Halldór tók við,“ segir hún hugsi. „Flestir flokksmenn héldu að nýir stjórnunarhættir myndu nú ganga fljótt yfir, menn hlytu að sjá að sér og sjálfri tókst mér að horfa fram- hjá breytingunum af mínu alkunna umburðarlyndi!“ bætir hún við hlæj- andi. „En það var nú eitthvað annað. Ég hafði verið á framboðslistum hér og þar fyrir flokkinn þegar þurfti að fylla upp í, en þegar ég tilkynnti Halldóri Föstudagur 4. maí 200726 Helgarblað DV Eignarhaldsfélag En Ekki stjórnmálaflokkur Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Út- varps Sögu hefur starfað innan Framsókn- arflokksins í næstum fjörutíu ár. Hún var í miðstjórn flokksins áratugum saman, þang- að til nafn hennar datt óvart úr tölvu flokks- ins, var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og vara- þingmaður. Hún segir litlar klíkur innan flokksins og spillingarmál hafa orðið til þess að hún sagði sig úr flokknum í vikunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.