Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Qupperneq 27
DV Helgarblað Föstudagur 4. maí 2007 27
Eignarhaldsfélag En Ekki
Ásgrímssyni árið 1995 að ég ætlaði að
taka þátt í framboði sagði hann: „Já,
enda er fólk þegar farið að rakka þig
niður í mín eyru.“ Ég hefði auðvitað
átt að lesa rétt í þessa fullyrðingu for-
mannsins. Hann hefði alveg eins getað
sagt mér að dagar mínir innan flokks-
ins væru taldir.“
Litlar klíkur innan flokksins
Arnþrúður fór sem varamaður
á þing fyrir Finn Ingólfsson og Ólaf
Örn Haraldsson. „Var tveggja manna
maki!“ segir hún kímin en hún átti ekki
auðvelt með að vinna með formannin-
um, Halldóri Ásgrímssyni.
„Eftir því sem tíminn leið fóru
að myndast fleiri litlar klíkur inn-
an flokksins. Einkum var það ein lít-
il klíka í kringum Halldór Ásgrímsson
sem stjórnaði og réði öllu og hinn al-
menni flokksmaður komst ekkert að. Í
mínum huga ætti að setja ohf fyrir aft-
an Framsóknarflokkinn, því hann er
eignarhaldsfélag en ekki stjórnmála-
flokkur. Í Framsóknarflokknum er fólk
að maka krókinn, leggja undir sig gæði
í þjóðfélaginu og menn sækjast meira
í það en að vinna að stjórnmálastefnu
fyrir fólkið í landinu. Það hefur farið
mjög versnandi.“
Hún segir að síðustu ár og misseri
þekki hún sífellt færri innan flokksins,
svo miklar mannabreytingar hafi orð-
ið.
„Í kringum prófkjörin er verið að
smala fólki inn í flokkinn, sem ætti að
vera af því góða, en er ekki, því þeir
sem eldri eru og hafa sinnt flokknum
sínum af alúð, líkar þetta illa og láta
því ekki sjá sig. Að mínu mati er Fram-
sóknarflokkurinn gjörbreyttur frá því
sem var. Ég heyri þessar óánægjuradd-
ir hjá gömlum félögum mínum og ég
held að ég sé að tala fyrir hönd mjög
margra. Ef fólk er ekki í náðinni, þá
eru einu afskipti þess af flokknum að
greiða honum atkvæði sitt á fjögurra
ára fresti, en meira samband hefur fólk
ekki við flokkinn sinn.“
Hún nefnir dæmi um þegar henni
barst til eyrna að fundur væri hjá mið-
stjórn flokksins án þess að hún, sem
sæti átti í miðstjórninni, hefði fengið
um það fundarboð.
„Ég hringdi til að leita upplýsinga
um hvers vegna ég hefði ekki fengið
fundarboðið. Svarið var það að nafn
mitt, Sigrúnar Magnúsdóttur fyrrver-
andi borgarfulltrúa og Elsu Friðfinns-
dóttur varaþingmanns hefði dottið út
úr tölvunni. Þar með vorum við ekki
lengur í miðstjórn Framsóknarflokks-
ins.“
Fingraför Halldórs
Ásgrímssonar �� �ali formanns
En þetta er ekki það sem hún er
ósáttust við. Við hittumst á Hótel Holti
og ræðum málin meðan við dáumst
að myndum sem prýða veggi hótelsins.
Þar sem við stöndum við mynd af föður
Arnþrúðar, Karli Pálssyni, sem Eiríkur
Smith málaði af honum nefnir hún eitt
dæmi um hvað hefði að hennar mati
bjargað Framsóknarflokknum.
„Það átti að gera Guðna Ágústsson
að formanni flokksins,” segir hún með
áherslu. „Þetta segi ég með fullri virð-
ingu fyrir Jóni Sigurðssyni, sem ég heyri
ekki annað en sé góður maður. Hjörð-
in í kringum Halldór Ásgrímsson, fólk-
ið sem hann handvaldi sér gegnum
tíðina, réði honum ekki heilt. Guðni
hefur verið varaformaður flokksins
lengi og setið lengi sem alþingismaður.
Hann hefur stuðning allra almennra
framsóknarmanna. Guðni er yndis-
legur maður sem heldur í gömlu gildin
en ég hef það mjög á tilfinningunni að
hann nái ekki í gegn með þau, því klík-
an er ekki mjög ánægð með hann. Jón
Sigurðsson kom of seint inn í flokkinn
og það eru fingraför Halldórs Ásgríms-
sonar á þeirri ákvörðun að gera hann
að formanni.”
Þrjú al�arleg upphlaup
Hún hefur litla trú á velgengni
flokksins í kosningunum um næstu
helgi. Fyrir því færir hún rök.
„Það þyrfti að vera miklu ríkari,
betri og sterkari samstaða hjá for-
ystunni. Flokkurinn á gríðarlega gott
fólk, eins og Guðna Ágústsson, Siv
Friðleifsdóttur, Magnús Stefánsson
og Birki Jón Jónsson, en svo virðist
sem þessi hópur verði sífellt undir í
málefnalegum ákvarðanatökum. Það
hafa orðið þrjú alvarleg upphlaup
innan flokksins á örskömmum tíma.
Fyrst kom þetta óheppilega mál með
að láta framkvæmdasjóð aldraðra
greiða fyrir bækling heilbrigðisráðu-
neytisins. Framsóknarflokkurinn hef-
ur stýrt heilbrigðisráðuneytinu í tólf
ár og eflaust hefur þetta viðgengist
allan tímann. Svo kom Landsvirkjun-
armálið og loks mál Jónínu Bjartmarz
umhverfisráðherra varðandi ríkis-
borgararétt tengdadóttur hennar. Það
sem er sammerkt með þessum þrem-
ur málum er það að almenningur fær
ekki upplýsingar. Það er sífellt verið
að tala um mikilvægi þess að almenn-
ingur hafi aðgang að upplýsingum og
meira að segja sett í stefnu flokksins
að hlutirnir skuli vera gegnsæir. Þegar
á hólminn er komið er svo ekki. Þessi
mál eru öll afar óheppileg á kosninga-
vetri. Sjáðu mál Jónínu Bjartmarz.
Okkur almenningi er bara sagt að
skjölin hafi farið í tætara! Þetta er ekki
rétta leiðin til að reka stjórnmálaflokk.
Þessi ríka tilhneiging hér til að sölsa
undir sig gæði þjóðarinnar og bjóða
fáum útvöldum að sitja að því getur
ekki gengið lengur. Ég sé ekki fyrir mér
að svona hefði getað gerst í Framsókn-
arflokknum fyrir þrjátíu árum – mór-
allinn var einfaldlega ekki svona þá. Ef
svo heldur fram sem horfir, þá verður
það fámenn klíka sem leggur undir sig
öll helstu gæði landsins.“
Leynd yfir upplýsingum
„Þetta snýst ekki lengur bara um
hvernig menn báru sig að með þjóðar-
eignina, fiskinn í sjónum, heldur líka
vatn og jarðir. Hvað núna með olíuna
og gasið fyrir Norðausturlandi og hvað
verður um landgrunnið og málm-
ana?“ spyr hún. „Hvar standa þessi
mál núna? Um þau fær almenning-
ur litlar sem engar upplýsingar. Sem
dóttir útgerðarmanns hef ég líka lengi
óskað eftir upplýsingum um hvaða
nöfn voru á listanum yfir þá sem fengu
kvótann gefinn í upphafi. Það er úti-
lokað að fá þennan lista afhentan hjá
sjávarútvegsráðuneytinu. Hver valdi
þessa menn og hvers vegna? Þetta var
byrjunin og þegar menn komast upp
með svona alvarlega hluti, halda þeir
áfram. Það hefur komið fram í frétt-
um að það er búið að rannsaka og leita
eftir olíu í sex ár en ekki fer mikið fyr-
ir upplýsingum um niðurstöðuna af
þeirri rannsókn. Ekki fyrr en fjársterk-
ir aðilar birtast á skjánum og tilkynna
um kaup á hverju orkufyrirtækinu af
öðru. Þarna eru gríðarleg verðmæti í
húfi fyrir þjóðina og það hljóta að hafa
verið erlendir bankar sem hafa lofað
að fjármagna þetta kostnaðarsama
verkefni og þá jafnvel lofað fjármagni á
grundvelli rannsóknarupplýsinga sem
almenningur hefur ekki aðgang að. Ég
hef góðar heimildir fyrir því að stjórn-
völd eru með undir höndum gögn
sem fjalla um olíuleit og olíuvinnslu
og hvernig bestir séu tekjumöguleik-
ar ríkisins í því máli en opinberir að-
ilar hafa ekki fjallað um það en þeim
virðist liggja lífið á að koma þessu sem
fyrst í gegn“.
Annað og �erra
fjölmiðlafrum�arp til�úið
Hún segir eðlilegt að umræða um
sjávarútvegsmál komi oft upp á út-
varpsstöðinni hennar, Útvarpi Sögu.
„Útvarp Saga er stöð fyrir fólkið í
landinu. Við viljum að upplýsinga-
streymi sé þar mikið, bæði inn og út.
Það hentar hins vegar mörgum ekki
og mörgum er illa við stöðina af þess-
um sökum. Þegar fjölmiðlafrumvarp-
ið kom upp fékk ég á tilfinninguna að
menn vildu hverfa tuttugu, þrjátíu ár
aftur í tímann. Hafa bara Ríkisútvarpið
og Morgunblaðið og svo fjórblöðung-
ana sem stjórnmálaflokkarnir gáfu út.
Framsóknarflokkurinn tók þátt í þessu
fjölmiðlafrumvarpi og lagasetning-
unni. Ef fjölmiðlafrumvarpið hefði far-
ið í gegn hefði það rústað fyrirtækinu
mínu. Það þurfti forseta til að stoppa
þetta. Hvers vegna mátti fjölmiðla-
frumvarpið ekki fara fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Við hvað voru menn
hræddir?“ spyr hún. „Getur verið að
stjórnmálamenn séu hræddir við að
þeir þurfi að lúta meirihlutavilja þjóð-
arinnar? Það er annað fjölmiðlafrum-
varp sem bíður framlagningar og mér
sýnist að það sé sýnu verra en hitt. Í
því frumvarpi er kveðið á um að þeg-
ar ljósvakamiðlar nái ákveðinni hlust-
un, megi einn aðili ekki eiga nema 25
prósent í því. Það á að ganga hiklaust
að eignarrétti fólks. Ég á 100 prósent
í Útvarpi Sögu og ef þetta fjölmiðla-
frumvarp nær fram að ganga verð ég
skyldug til að selja 75 prósent. Geri ég
það ekki nauðug viljug innan tveggja
mánaða má viðskiptaráðherra taka
réttindin af mér og setja hlutabréfin á
markað. Þessi vanvirða við eignarrétt
er skelfileg.“
Ríkið notað eins og
einkafyrirtæki
Nafn Íslands á lista hinna staðföstu
þjóða er annað mál sem brennur mjög
á Arnþrúði og bættist við rök hennar
um að hún ætti ekki lengur samleið
með Framsóknarflokknum.
„Framsóknarflokkurinn hefur full-
komlega tekið þátt í og jafnvel átt for-
göngu um mál sem mér mislíka mjög.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæð-
isflokkurinn hafa notað ríkið eins og
einkafyrirtæki, sérstaklega meðan þeir
Halldór Ásgrímsson og Davíð Odsson
höfðu tögl og haldir. Þeir notuðu rík-
ið til að ráðast að fólki og fyrirtækjum
hikstalaust, eins og ríkið væri einka-
eign þeirra. Það voru þeir tveir sem
ákváðu að við skyldum fara inn á lista
hinna staðföstu þjóða í innrásinni í
Írak. Hvernig gátu tveir einstaklingar
ákveðið það fyrir hönd heillar þjóðar
að hún lýsti yfir stuðningi við styrjaldir
úti í heimi? Þetta mál fór aldrei fyrir ut-
anríkismálanefnd. Það var aldrei talað
við neinn, sem sýnir okkur bara hver
framganga þessara manna var þegar
þeir voru við völd í ríkisstjórn. Þeir voru
ekki einu sinni látnir axla ábyrgð, þeir
bara fóru í betri stöður og við losnum
ekki einu sinni við þá! Fingraför þeirra
eru alls staðar og ættingjar þeirra, jafn-
vel börn, eru við störf í ráðuneytum og
inni í stjórnkerfinu. Leyndin sem hvíl-
ir yfir öllum verkum kallar á tortryggni
um að það sé verið að pukra. Við fáum
ekki að vita rafmagnsverð; höfum ekki
hugmynd um hvað er verið að semja
um við útlendinga. Ég óttast að þeir
sem nú ráða ríkjum verði innan næstu
ára búnir að leggja undir sig landið
og miðin, auðlindir þjóðarinnar. Fólk
verður að vera með vökul augu hvað
er verið að gera. Ef þessir menn ná að
sölsa auðlindum þjóðarinnar undir
sig á næstu tíu árum, munu þeir upp-
vægir vilja ganga í Evrópusambandið,
því klíkurnar verða hvort sem er búnar
að hirða þetta allt.“
Skýr skila�oð
Málefni eiginmanns Arnþrúðar,
Gunnars Þórs Jónssonar læknis, segir
hún hafa opnað augu sín enn frekar
yfir því sem hún kallar spillingu í sam-
félaginu.
„Ríkið hefur farið fram með því-
líku offorsi gagnvart fólki og fyrir-
tækjum á síðustu árum að því verður
að linna. Gleggsta dæmið er auðvitað
Baugsmálið, en ég þekki þetta af eigin
raun í gegnum manninn minn. Hann
fékk heldur betur að finna fyrir því að
vera ýtt kolólöglega úr starfi. Hann
fékk engar bætur og engan starfsloka-
samning, sem hann átti fullan rétt
á. Þrátt fyrir að hafa unnið mál gegn
Landspítalanum tvívegis í Hæstarétti
fékk hann ekki það sem honum bar.
Mál Gunnars Þórs hafa skýrst mjög
eftir að ég fékk upplýsingar um að Jó-
hannes Gunnarsson, lækningafor-
stjóri LSH sé náfrændi Halldórs Ás-
grímssonar. Það skýrir ekki bara mál
Gunnas Þórs, heldur líka hvers vegna
Jóhannes Gunnarsson er aldrei kall-
aður til ábyrgðar fyrir neitt. Það er al-
veg sama hvernig Jóhannes hefur farið
með lækna, hjúkrunarfólk og alls kyns
starfsmenn, hann fær aldrei ákúr-
ur þótt Landspítalinn þurfi að borga
skaðabætur út og suður og standa í
málaferlum. Það eru greinilega skýr
skilaboð frá Halldóri Ásgrímssyni að
það eigi að vernda frænda hans.“
Varaþingmaður út, nýliði inn
Hún telur að í málefnum Gunnars
Þórs hafi flokkurinn séð leið til að slá
tvær flugur í einu höggi.
„Þetta gerðist í tíð Framsóknar-
flokksins í heilbrigðisráðuneytinu
og ég áttaði mig á að þarna var kom-
in kærkomin leið fyrir flokkinn að
losna við mig. Ég hef alltaf látið mínar
skoðanir í ljósi við lítinn fögnuð leið-
toganna og þegar ég tilkynnti árið 1999
að ég ætlaði að gefa kost á mér í próf-
kjöri var sagt við mig að ég léti svo illa
að stjórn. Ég spurði á móti hver ætlaði
að stjórna mér og í hvaða málefnum.
Enda kom í ljós að flokkurinn var bú-
inn að plotta, það átti að koma mér út
til að rýma sæti fyrir Jónínu Bjartmarz.
Á þessum tíma var hún ný í flokknum
en ég varaþingmaður hans.“
Rödd almennings óþægileg
fyrir stjórn�öld
Dyggir hlustendur Útvarps Sögu
segja stöðina draga taum Frjálslynda
flokksins. Ert þú að ganga til liðs við
hann?
„Nei, ég er ekki að ganga til liðs við
Frjálslynda flokkinn eins og getgátur
hafa verið um,“ segir hún brosandi.
„Það er svo dæmigert að fólk leggi
saman tvo og tvo og fái út fimm þegar
að þeim málum kemur. Ástæðan fyrir
því að fólki finnst Frjálslyndi flokkur-
inn hafa verið áberandi á Útvarpi Sögu
er einfaldlega sú að við seljum aug-
lýsingar og kynningar. Sumir stjórn-
málaflokkanna hafa keypt auglýsing-
ar, aðrir kynningar þar sem þeir koma
málum sínum á framfæri. Slíkir þættir
hafa ekkert með mig eða mínar skoð-
anir að gera. Útvarp Saga er eina út-
varpsstöðin sem býður upp á síma-
tíma þar sem almenningur hefur tök
á að segja skoðanir sínar og þar hafa
sjávarútvegsmálin oft komið upp. Al-
menningur vill fá að tjá sig og vill fá
að koma sínum málum á framfæri og
það má kannski segja að eftir því sem
fólk fær upplýsingar og meiri umræða
kemur upp, því óþægilegra er það fyrir
ráðandi öfl. Hluti af tæki stjórnvalda til
að láta fólk ekki vera að spá of mikið í
málin er sú að búa þjóðfélagið út eins
og það er nú. Fólk er undir miklu álagi,
vinnur mikið, hefur áhyggjur af fjárhag
og vöxtum og stærstu áhyggjur fólks
eru þær hvort endar nái saman. Með-
an fólk er undirlagt af áhyggjum hef-
ur það ekki tíma til að velta þjóðmál-
unum fyrir sér á gagnrýninn hátt. Það
hugsar bara hvort það eigi fyrir næstu
máltíð. Ég er nú reyndar oftar skömm-
uð fyrir að draga taum Framsóknar-
flokksins og verja hann heldur en að
ég aðhyllist stefnu annarra flokka,“
segir hún og brosir lítilsháttar.
Spilling innan
Framsóknarflokksins
„Það hafa komið upp mörg leið-
indamál innan Framsóknarflokksins
sem ég hef hvergi komið nálægt, ber
enga ábyrgð á og finnst ósanngjarnt
að spyrða mig við þau. Það er orð-
in mikil spilling innan Framsóknar-
flokksins. Þrátt fyrir að ég hafi stund-
um verið ósátt við störf hans hef ég
greitt honum atkvæði mitt í öllum
kosningum fram til þessa. Það eru
stjórnmálamenn innan Framsóknar
sem hafa ekki fengið að sýna hvað í
þeim býr. Siv Friðleifsdóttir hefur gert
marga góða hluti innan heilbrigðis-
ráðuneytisins, en þeir eru bara dropi í
hafið. Það eru eilíf átök kringum heil-
brigðisráðuneytið, enda er það vanda-
málaráðuneyti. Samgönguráðuneytið
liggur ekki eins vel við höggi. Þar gera
menn vegaáætlun, rífast í smá tíma
og svo er málið dautt. Guðni Ágústs-
son er höfðingi í mínum huga. Hann
er sáttamaður sem gæti náð flokknum
vel saman. Ég held að Framsóknar-
flokkurinn hefði gott af því að fá hvíld
frá ríkisstjórn. Það eru of mörg mál
tengd flokknum sem eru slæm fyrir
hann og þau hófust með sölu Búnað-
arbankans. Það þarf að afmá spilling-
arstimpilinn af Framsóknarflokknum
til að hann eigi möguleika á nýju lífi.
Það er öllu haldið leyndu hér fyrir okk-
ur, eins og okkur komi málin ekkert
við. Mér finnst líka slæmt hversu sam-
tryggingin fer vaxandi. Það er orðin
rosaleg samtrygging í hæstu hæðum
og almenningur í landinu hefur eng-
ar varnir gegn þeirri samtryggingu.
Menn taka sínar ákvarðanir og ef fjöl-
miðlar komast í málin er þeim sagt að
þetta sé allt á misskilningi byggt hjá
þeim. En það er enginn misskilning-
ur í gangi, það hefur bara færst í vöxt
að halda upplýsingum frá almenningi.
Það er nauðsynlegt fyrir fólk að hugsa
út í það áður en það gengur til kosn-
inga að loforðalistar líta vel út á blaði.
En erum við ekki oft búin að sjá hversu
fljótt loforðalistarnir gleymast þegar
fólk er komið til valda?“
Dropinn sem fyllti mælinn
Það rigndi þegar Arnþrúður Karls-
dóttir gekk inn á skrifstofu Framsókn-
arflokksins við Hverfisgötu á miðviku-
daginn. Hún segir ákvörðunina um að
slíta tengslum við flokkinn ekki tekna í
fljótræði.
„Það þarf mikið að hafa gengið á
til að maður slíti tengsl við flokk sem
maður hefur starfað fyrir í hartnær
fjóra áratugi,“ segir hún. „Þegar ég fór
að horfa gagnrýnum augum á flokk-
inn, sá allar þessar breytingar sem
hafa orðið á honum og horfa á allar
þessar lokuðu klíkur innan hans sem
fáir hafa aðgang að, sá ég að þetta er
ekki flokkur sem ég get stutt lengur.
Það hefur aldrei komið til þess fyrr en
nú að ég sjái ástæðu til að segja mig
úr flokknum. Ég er sauðtrygg eins og
rolla.“
annakristine@dv.is
„Það átti að gera Guðna Ágústsson að formanni
flokksins. Þetta segi ég með fullri virðingu fyrir
Jóni Sigurðssyni, sem ég heyri ekki annað en sé
góður maður. Hjörðin í kringum Halldór Ásgríms-
son, fólkið sem hann handvaldi sér gegnum tíð-
ina, réði honum ekki heilt.“
stjórnmálaflokkur