Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 31
DV Sport Föstudagur 4. maí 2007 35
Framtíðin er björt hjá Val
sem hafa æft hérna og alist upp. Við
erum með marga góða þjálfara í yngri
flokkunum og margir góðir leikmenn
hafa komið upp í gegnum tíðina. Núna
stefndum við kannski meira allir í
sömu áttina, að titlinum. Okkur hefur
allaf vantað fleiri í kringum þetta.
Ég vil meina það að fólkið í kring-
um þetta skiptir svo rosalega miklu
máli, fólkið sem sér um undirbúning
heimaleikjanna og allt það. Við fjölg-
uðum í þeim hópi og þeir sem tóku
að sér verkefnin kláruðu þau með
glæsibrag. Það eru ákveðin markmið í
kringum þetta líka. Það er ekki nóg að
strákarnir æfi sex sinnum í viku og að
þjálfararnir séu að djöflast á þeim, það
þarf allt að fylgja með. Og ég vil meina
að nú í ár hafi þessir hlutir verið bestir
hjá okkur á þeim árum sem ég hef ver-
ið þjálfari.“
Meistaradeildin er kostnaðarsöm
Valsmenn hafa ekki tekið ákvörð-
un um hvort liðið fari í Meistara-
deild Evrópu næsta vetur. Óskar seg-
ir að það sé kostnaðarsamt dæmi og
leikmenn jafnt sem þjálfarar þurfi að
leggja meira á sig ef liðið fer í Meist-
aradeildina.
„Nú er spurning hvað félagið gerir
varðandi Meistaradeildina, hvað leik-
menn og stjórn gera. Ég held að það
sé mikilvægt að taka ákvörðun um
það. Þetta er auðvitað ákaflega heill-
andi keppni og alla langar að fara. Ég
held að það verði hvatning fyrir okkur í
sumar. Með nýtt hús og Meistaradeild
eru spennandi tímar á Hlíðarenda. En
menn verða að átta sig á því að það
kostar vinnu og peninga. Þetta er ekki
eins og í knattspyrnunni, því miður.
Hver umferð kostar eina og hálfa til
tvær milljónir.
Væntanlega förum við í forkeppni
og ef við klárum hana þá vitum við að
þetta eru sex leikir. Þetta verður álag
en ég myndi segja að þetta væri bara
skemmtilegt. Ég held að það sé vilji
allra að fara. En leikmenn þurfa þá að
leggja meira á sig. Þetta eru strákar í
fullu námi og fullri vinnu og svo eiga
þeir kannski að fara að bæta á sig ein-
hverjum fjáröflunum, eins og við höf-
um gert undanfarin tvö ár. Þetta er því
meira en að segja það. En ég vona að
félagið taki þessa ákvörðun.“
Óskar kann vel að meta það um-
hverfi sem hann starfar í hjá Val. Hinn
reynslumikli þjálfari Heimir Ríkharðs-
son er aðstoðarmaður hans og Óskar
sagði ómetnalegt að hafa slíkan mann
með sér í baráttunni.
„Hann kom í Val í fyrra og á þess-
um tveimur árum hefur hann unnið
tíu titla fyrir félagið. Það segir meira en
annað. Þessi maður er búinn að þjálfa
í 25 ár og það kemur ekkert í staðinn
fyrir reynsluna. Við höfum unnið þetta
þannig að ég ætti í raun ekki að tala
bara um Óskar, þetta er bæði Óskar
og Heimir. Hans hlutverk með þessa
reynslu er ómetanlegt og það er erfitt
að tala um það. Hann hefur gengið svo
oft í gegnum svona lokabaráttu og það
er svo þægilegt að hafa svona reyndan
mann með sér.“
Enginn leikmaður liðsins er með
lausan samning en Óskar útilokaði
ekki að félagið myndi bæta við sig, sér í
lagi ef Valur fer í Meistaradeild Evrópu.
Eini leikmaðurinn sem Óskar sagði að
hugsanlega færi frá félaginu í sumar
er Sigurður Eggertsson, en kærastan
hans stefnir á nám í Danmörku næsta
vetur. Aðrir leikmenn hafa lýst yfir að
þeir vilji vera áfram hjá Val.
„Ég held að það sé mikilvægt að
þó við séum Íslandsmeistarar þurf-
um við að bæta ýmislegt. Við verð-
um líka að líta á það að þessir strákar
hafa lagt gríðarlega mikið á sig og stað-
ið vel saman sem heild og mér finnst
að þessi hópur eigi skilið að fara í nýja
húsið að taka við nýjum verkefnum.
Ég treysti þeim í það. En við þurfum að
leggja meira á okkur. Bæði erum við
meistarar og allir vilja fella meistarana
og svo er gríðarlegt álag sem fylgir því
að fara í Meistaradeildina. Við þurfum
að nýta sumarið enn betur en við höf-
um gert,“ sagði Óskar.
Þáttur Geirs er stór
Valur fékk fimm nýja leikmenn til
liðsins fyrir nýafstaðið tímabil. Ern-
ir Hrafn Arnarson kom frá Aftureld-
ingu, Markús Máni Mikaelson kom til
Vals úr atvinnumennsku í Þýskalandi,
Ólafur Haukur Gíslason kom til Vals
úr atvinnumennsku í Sviss, Gunn-
ar Harðarson yfirgaf Fram til að leika
með Val og Arnór Gunnarsson kom frá
Þór Akureyri.
Sá maður sem hvað mest hefur
unnið í leikmannamálum Vals er Geir
Sveinsson, fyrrverandi þjálfari og leik-
maður Vals. Óskar sagði að sú vinna
sem Geir hafi skilað hafi skipt miklu
um árangurinn á þessari leiktíð.
„Þáttur Geirs er gríðarlega stór.
Hann er í svokölluðu fagráði og tekur
að sér að semja við leikmenn og ann-
að. Hann hefur gert það á skynsam-
legum nótum vil ég meina. Við erum
bara með áhugamannadeild og verð-
um að passa okkur á að fara ekki með
þetta úr böndunum. Þó vona ég að ís-
lenska deildin stefni í eitthvað annað,
af því að nú á að fara að spila 28 leiki
og líka á milli jóla og nýárs. Þá þarf
að fara að íhuga að þetta eru menn í
fullu námi og vinnu. Geir Sveinsson
á gríðarlegt hrós skilið því ég fékk svo
skemmtilegan hóp til að vinna með
og það er eiginlega honum að þakka.
Hann vann mjög gott starf og er mjög
góður í þessu.“
Mikil handboltahefð er hjá Val og í
gegnum tíðina hafa leikmenn félags-
ins verið burðarásar í íslenska lands-
liðinu. Dagur Sigurðsson mun taka við
starfi framkvæmdastjóra Vals í sum-
ar og Óskar sagði að sú reynsla sem
gömlu kempurnar búa yfir geti skilað
sér í árangri inni á vellinum.
„Við erum með Geir Sveinsson,
Valdimar Grímsson, Júlíus Jónasson
og Jón Kristjánsson. Þetta eru allt mikl-
ir sigurvegarar. Svo kemur Dagur Sig-
urðsson og reynslan, titlarnir og lands-
leikirnir sem þessir menn hafa hljóta
að hjálpa okkur. Ég vil eiginlega nýta
þá enn meira. Í sjálfu sér nýtti ég Geir
Sveinsson mest á fyrsta árinu mínu. Þá
tók hann eina æfingu í viku, það er gott
að fá nýja rödd og hann kann þetta.
Núna hefur hans vinna mest verið í
að semja við leikmenn,“ sagði Óskar.
En verða einhverjar breytingar hjá Val
með tilkomu Dags?
„Dagur hefur sýnt að hann er leið-
togi inn á vellinum og fyrir utan hann.
Það vilja mjög margir vinna í kringum
svona mann. Jafn mikið og við þurf-
um nýja leikmenn þá þurfum við að
fá nýja sjálfboðaliða. Ég vil meina að
það sé mikilvægasta fólkið. Ég held að
Dagur sé maðurinn sem mun vonandi
leiða félagið inn á nýja gullöld í öllum
greinum.
Svo er spurning hvað hann gerir
fyrir handboltann. Hann á enn eftir að
þjálfa meistaraflokk Vals og ég veit að
það er eitt af hans markmiðum. Hann
á líka eftir að þjálfa landsliðið. Ég er
klár á því að hann á eftir að taka þetta
tvennt og gera það vel,“ sagði Óskar.
Handboltinn er sjálfum sér
verstur
Handbolti skipar stóran sess í huga
landsmanna, ekki síst vegna árangurs
landsliðsins á undanförnum árum. En
einhverra hluta vegna gengur oft erfið-
lega að fá fólk til að mæta á leiki hér á
landi.
„Ég hugsa að það séu allir sammála
því að það þurfi átak í markaðsmál-
unum. Það er meiri markaðssetning á
Norðurlöndunum. Á næsta ári spilar
hvert lið 28 leiki og þarf átak þar inn.
Ég held líka að þessi sérsambönd þurfi
meiri aðstoð, körfuboltinn og hand-
boltinn og annað. Ég held að enginn
sé að hugsa mikið um að það eru tveir
til þrír menn að halda þessu uppi. Það
þarf að hjálpa þessum sérsambönd-
um í að það verði fleiri að vinna þarna.
KSÍ er mjög vel rekið og er búið að gera
góða hluti en þeir fá líka styrk utan frá,
sem önnur sambönd fá ekki. Og ég vil
meina að það sé kraftaverk hvað við
erum að gera góða hluti í handbolta,
frjálsum, körfubolta og fleiru.
Það þarf að breyta en við getum
ekki breytt alltaf mótinu á hverju ári.
Félögin þurfa að taka sig í gegn. Það
þarf að auka tölfræðina í handbolt-
anum. Við þurfum líka að búa til fleiri
fyrirmyndir í boltanum hér. Svo vil ég
persónulega sjá að yngri flokkunum sé
sinnt mikið og að fyrirmyndirnar verði
mjög íslenskar.
Handboltinn er kannski oft sjálfum
sér verstur, við erum alltaf að gagn-
rýna hver annan. Við þurfum að tak-
ast meira höndum saman. Þetta er
að mínu mati okkar þjóðaríþrótt. Við
þurfum að hlúa að deildinni. Lands-
liðið er á háum stalli en það þarf að-
eins að ýta undir deildina og hjálpa
henni meira.
Ég vil meina að við þurfum að
bæta fræðsluþáttinn svo að þjálfarar
okkar öðlist betri menntun og bæta
markaðssetninguna. Við höfum rosa-
lega möguleika í þessari íþrótt. Hand-
boltinn er á uppleið og það eru að
koma peningar inn í Meistaradeild-
ina á næstu árum. Sýn er nú að sýna
frá þýska handboltanum og þetta gef-
ur okkur svo mikið. Þannig að ég er
mjög ánægður með þetta framtak hjá
Sýn,“ sagði Óskar og bætti við að einn-
ig þyrfti að hlúa að dómaramálum hér
á landi.
„Það sama er uppi á teningnum
í dómaramálum, við erum alltaf að
ráðast á dómarana. Ég held að síð-
asti dómari frá okkur í Val sé kom-
inn vel yfir fimmtugt. Við höfum ekki
náð að senda neinn frá okkur. Félögin
þurfa að virkja þjálfara, stjórnarmenn
og leikmenn. Við höfum ekki náð að
sinna því nógu vel og öll félög þurfa að
taka sig á þar. Ég held líka að dómari á
Íslandi sé tilbúinn í hvaða keppni sem
er, það er rosaleg gagnrýni sem þeir fá.
En við þurfum að fjölga góðum dóm-
urum, það er alveg á hreinu.“
Spyr konuna hvort hún sé tilbúin
Óskar Bjarni er kennari að mennt
og starfar sem stærðfræðikennari hjá
sjötta og áttunda bekk í Ölduselsskóla
í Breiðholti. Hann sagði oft á tíðum
erfitt að sameina það þjálfarastarfinu.
„Þetta er í sjálfu sér alltof tímafrekt
með annarri vinnu eins og þetta er að
þróast. Það er mikið af leikjum, það
eru kröfur um að við séum með skipu-
lagða fundi, það þarf að klippa efni og
fleira. Ég vil meina það að þjálfarastarf
bæði í meistaraflokki og annars stað-
ar er mikil vinna og í sjálfu sér erfitt að
gera eitthvað annað með.“
Óskar er giftur Örnu Þóreyju Þor-
steinsdóttur. Þau eiga saman tvo syni,
þá Arnór Snæ og Benedikt Gunnar,
sem báðir stunda íþróttir með yngri
flokkum Vals. Óskar sagði að Arna ætti
hrós skilið fyrir þolinmæði sína hvað
varðar þjálfarastarfið hjá sér.
„Ég held að þeir leikmennirnir og
þeir sem standa mér næst viti að þetta
er búið að vera gríðarlegt álag á Örnu
og strákana báða. Hún á mjög mikinn
heiður skilinn. Hún er keppnismann-
eskja sjálf, var í fimleikum og annað,
og hún hefur verið að bjóða strákun-
um heim.
Ég hugsa að hún hafi bara svo gam-
an af þessu og er keppnismaður og
án hennar þátttöku og skilnings væri
þetta ekki hægt fyrir mig. Ég spyr hana
alltaf eftir hvert einasta tímabil hvort
hún sé tilbúin í meira. Ég held að bak-
við hvern einasta þjálfara sé góður
stuðningur, annars er þetta mjög erf-
itt,“ sagði Óskar.
Hann lék sjálfur með Val upp alla
yngri flokka og var í firnasterku liði
félagsins, með þá Dag Sigurðsson og
Ólaf Stefánsson innanborðs. Óskar
hætti þó ungur að spila og segist sjá
örlítið eftir þeirri ákvörðun sinni.
„Ætli sé ekki best að segja að ég
hafi verið hálfgerð yngri flokka stjarna.
Ég stækkaði kannski ekki mikið eft-
ir fimmtán sextán ára aldur og mín-
ir stærstu sigrar voru kannski tengdir
yngri landsliðum og yngri flokkum. Ég
ólst upp í sama flokki og Ólafur Stef-
ánsson og Dagur Sigurðsson og við
unnum allt sem hægt var að vinna. Ég
fékk svo að koma upp í meistaraflokk-
inn með Geira og Valda og þeim.
Ég held að á sextán eða sautján ára
aldri hafi ég hálfpartinn gefist örlítið
upp, sem ég sé dálítið eftir. Mér fannst
eins og ég myndi ekki ná alla leið og
mig langaði rosalega að verða bestur.
Ég sá fram á að verða eitthvað og fór þá
að setja hugann meira í þjálfun.
Ég hafði alltaf stefnt á að ná miklu
lengra sem leikmaður, ég fer ekkert
leynt með það. En það kannski vant-
aði upp á líkamlegan burð og annað
en ég hafði mjög góðan leikskilning,“
sagði Óskar en hann meiddist í kring-
um 17 ára aldur og hætti alveg að spila
22 ára.
Heppinn með fyrirmyndir
Á samtali við Óskar er greinilegt að
það er um auðugan garð að gresja þeg-
ar kemur að fyrirmyndum hans í þjálf-
un. „Ég var gríðarlega heppinn með þá
þjálfara sem ég fékk. Það að ég byrjaði
í handbolta og varð Valsari er Magnúsi
Blöndal að þakka. Hann dó úr krabba-
meini 24 ára gamall og hafði rosaleg
áhrif á þetta félag. Hans hvatning hafði
mjög mikið með það að gera að mig
langaði að vinna með unglingum og
börnum og langar enn í dag.
Svo var ég með Theódór Guðfinns-
son í átta ár sem fór með okkur í þrjár
utanlandsferðir og var frábær þjálf-
ari. Svo var ég með Þorbjörn Jensson.
Svo komst maður alveg á réttum tíma-
punkti í kynni við Boris Akbaschev,
sem ég vil meina að sé besti þjálfari á
séræfingum. Það var mjög gott að fá að
kynnast honum og ég vann mjög náið
með honum í tvö ár. Og enn í dag leita
ég til hans ef maður er í vandræðum,
hann er hafsjór af fróðleik. Ég vann
einnig með Geira Sveins, Jóni Kristj-
áns, Alfreð og Viggó, það er að segja
spilaði undir Alfreð og Viggó. Þannig
að maður lærir alls staðar eitthvað
af öllum. Svo er nú einn sem teng-
ist ekki handboltanum sem ég lærði
einna mest af og það var Brynjar Karl
Sigurðsson sem er með akademíuna
á Selfossi. Það er einn duglegasti og
hæfileikaríkasti þjálfari sem ég hef
komist í kynni við. Hann fékk mig til að
hugsa svolítið öðruvísi,“ sagði Óskar.
Óskar þjálfaði lið Haslum í Noregi
í tvö ár. „Ég fór til Noregs þegar mér
fannst að Valur þyrfti aðeins að hvíla
sig á mér og ég að hvíla mig á Val. Þá
vildi ég ekki fara í annað félag hér á
landi og það var mjög gott að fara til
Noregs. Kristján Halldórsson (þjálf-
ari Stjörnunnar) kom mér eiginlega í
þetta og það voru tvö dýrmæt ár, gríð-
arleg reynsla.
Alltaf þegar ég set mér markmið og
íhuga framtíðina, sem er alltaf gott að
gera, þá leiði ég alltaf hugann meira
og meira að Val. Auðvitað gæti maður
fengið sér umboðsmann og farið eitt-
hvað út en hér líður mér bara rosalega
vel. Ég myndi vilja hafa það þannig að
ég hefði það ágætt hérna og myndi
vinna meira með unglingum og börn-
unum hérna. Mér líst bara vel á fram-
tíðina hérna. Ég held að það verði jafn
gott að vinna hjá Val og annars staðar,“
sagði Óskar Bjarni að lokum.
dagur@dv.is
„Ég spyr hana alltaf eft-
ir hvert einasta tímabil
hvort hún sé tilbúin í
meira. Ég held að bak-
við hvern einasta þjálf-
ara sé góður stuðn-
ingur, annars er þetta
mjög erfitt.“
Metnaðarfullur þjálfari Óskar Bjarni
hætti ungur að spila og snéri sér alfarið
að þjálfun 22 ára gamall.