Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 49
DV Helgarblað föstudagur 4. maí 2007 49 Sakamál Rúmlega fimmtugur maður var skotinn til bana af lögreglu á sunnudag við verslunarmið- stöð í Kansas-borg í Bandaríkjunum. Lögreglan var kölluð til eftir að hann hóf að skjóta að veg- farendum með riffli. Tveir lágu í valnum áður en honum var veitt banaskotið. Átta manns særðust í byssubardaganum, þar af einn lög- reglumaður. Síðar kom í ljós að maðurinn hafði einnig drepið nágrannakonu sína á sjötugsaldri þegar hann stal bíl hennar. Ætlaði að drepa fleiri Maðurinn var starfsmaður verslunarmið- stöðvarinnar en hafði verið sagt upp störfum. Er talið að hann hafi ætlað að drepa alla þá sem á vegi hans yrðu í hefndarskyni fyrir brott- reksturinn og fyrir að hafa ekki fengið tækifæri til að starfa þar sem öryggisvörður. Umsókn hans um það starf hafði verið hafnað af þeirri ástæðu að hann biði niðurstöðu í máli lög- regluyfirvalda gegn honum. Systir mannsins sagði í viðtali við fjölmiðla að fjölskyldan hefði fengið bróður sinn lagðan inn á geðsjúkrahús fyrir tveimur árum af ótta við að hann kynni að svipta sig lífi. Hann hafði þá átt við geðræn vandamál og ofdrykkju að stríða í langan tíma að hennar sögn. Hún segir ómögulegt að komast til botns í þessum harmleik sem bróðir hennar hafi staðið fyrir. Lögregla skaut byssuóðan mann til bana: Var í hefndarhug vegna brottreksturs Toni Jo Henry átti slæma æsku. Móðir hennar dó þegar hún var sex ára og faðir hennar giftist á ný. Toni Jo var aldrei sátt við stjúpmóður sína og sótti fast að fá að flytja til frænku sinnar. Ung að árum leiddist hún út í vændi og í framhaldi af því neyslu áfengis, tóbaks og kannabisefna. Á sama tíma kynntist hún undirheim- um Shreveport í Louisiana. Stutt hjónabandssæla Árið 1939 kynntist Toni Jo, Claude „Kúreka“ Henry á vændis- húsi í Shreveport, en þar var hún í fullu starfi. Þó Claude væri lánlaus glæpamaður og biði réttarhalda vegna skotárásar á fyrrverandi lög- regluþjón féll Toni Jo umsvifalaust fyrir honum. Þau gengu í það heilaga 25. nóvember þetta sama ár og fóru í brúðkaupsferð til Suður-Kaliforn- íu. En hjónabandssælan varði ekki lengi því Kúreki fékk tilkynningu um að mæta fyrir rétt í Texas vegna skotárásarinnar. Toni Jo reyndi ár- angurslaust að telja Kúreka á að flýja með henni, en hann ákvað að mæta fyrir dóminn og var fundinn sekur. Hann var dæmdur til fimmtíu ára vistar í fangelsinu í Huntsville í Tex- as. Toni Jo sór að frelsa hann úr fang- elsinu, enda bálill því hún trúði því statt og stöðugt að Kúreki hefði skot- ið í sjálfsvörn og hafði treyst á sýknu- dóm í málinu. Áætlunin Toni Jo hafði tengsl í glæpaheim- um Louisiana og Texas og hófst þeg- ar handa. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvar- anir um að áætlanir hennar myndu aldrei ganga eftir var hún staðráðin í að frelsa Kúreka. Hún bjó í Beaumont í Texas til að vera nærri Kúreka og þar komst hún í kynni við Harold „Ark- insaw“ Burks. Hann bjó yfir þekkingu á Huntsville-fangelsinu, enda hafði hann verið fangi þar. Þau ákváðu að stela bifreið og ræna banka í heima- bæ Harolds, til að fjármagna aðgerð- ina. Toni Jo hafði útvegað skambyss- ur, tveir kunningjar hennar höfðu stolið þeim úr skotvopnaverslun, og með það lögðu þau af stað á puttan- um til Arkansas til að ræna bankann. Á leiðinni urðu þau fyrir því láni að fá far með Josep P. Calloway á splunku- nýjum Ford V8, sem hann átti að af- henda vini sínum. Kaldfrifjað morð Ekki leið á löngu áður en Toni Jo dró upp skambyssu og neyddi Call- oway til að aka af þjóðveginum inn á afskekktan sveitaveg. Þar skipaði hún honum að stöðva bílinn og þau fóru öll út úr honum. Eftir að hafa neytt hann til að afklæðast og hirt af hon- um öll verðmæti var Calloway hent í skottið og ekið af stað. Eftir nokkurn spöl stöðvuðu skötuhjúin bifreið- ina og hleyptu Calloway úr skottinu. Toni Jo gekk með honum yfir akur að heygalta, þar skipaði hún honum að krjúpa og fara með bænirnar sínar. Róleg og yfirveguð skaut hún hann síðan í höfuðið. Eftir morðið á Calloway óku hún og „Arkinsaw“ til Camden í Arkans- as og bókuðu sig inná ódýrt hótel. Á meðan Toni Jo svaf stakk „Arkinsaw“ af með föt Calloway og bílinn. Morð hafði ekki verið á dagskránni hjá hon- um og það hafði komið honum í opna skjöldu. Síðar sagði hann að hann hefði eingöngu þóst ætla að hjálpa Toni Jo, það væri léttara að komast til Arkansas í fylgd fallegrar stúlku en einn á ferð. Alein og yfirgefin ákvað Toni Jo að fara heim til Shreveport og endaði heima hjá frænku sinni. Játningin Frænku hennar varð fljótlega ljóst að ekki var allt með felldu hjá Toni Jo. En þó hún gengi á hana fékk hún ekki nema óljósa mynd af því sem gerst hafði. Ætlaði hún þá að hafa samband við bróður sinn, sem var lögregluþjónn, og leita ráða hjá hon- um, en hann var í fríi. Viðraði hún þá áhyggjur sínar við starfsfélaga hans, Dave Walker, sem fylgdi henni heim og talaði við Toni Jo. Hann vissi að Calloway var saknað, en samt var hann fullkomlega óviðbúinn hinni skýlausu játningu sem hann heyrði hjá Toni Jo. Walker handtók hana á staðnum og afhenti hana lögregluyfirvöld- unum í Lake Charles. Við rannsókn fannst lík Calloway þar sem Toni Jo hafði myrt hann og einnig var stað- fest að kúlan sem varð honum að bana kom úr byssunni sem Walker hafði tekið af Toni Jo. Toni Jo var formlega ákærð fyr- ir morðið, en neitaði í fyrstu að gefa upp nafn vitorðsmanns síns, vegna óánægju með þá mynd sem fjölmiðl- ar drógu upp af henni. Hún lét þó undan um síðir og „Arkinsaw“ var settur bak við lás og slá. Þrjár áfrýjanir Það var ekki fyrr en eftir þrjár áfrýjanir að lokadómur var kveðinn upp yfir Toni Jo. Þá hafði málarekst- ur staðið yfir í tæp tvö ár, en í janúar árið 1942 var hún dæmd til dauða og skyldi dómnum fullnægt í raf- magnsstólnum. 23. nóvember, örfá- um dögum áður en dómnum skyldi fullnægt gerði Kúreki, við annan mann, vonlausa tilraun til flótta úr Huntsville-fangelsinu, með það fyr- ir augum að frelsa Toni Jo. Tilraunin var dæmd til að mistakast frá byrjun og hann hafði ekki erindi sem erf- iði. Þann 27. nóvember fékk Toni Jo leyfi til að hringja í Claude „Kúreka“ Henry og hafði þá þetta við hann að segja: „Losaðu þig við þennan fangabúning og farðu út um aðal- dyrnar og reyndu að gera eitthvað við líf þitt.“ Aftakan Toni Jo Henry var tekin af lífi 28. nóvember árið 1942. Hún var klædd látlausum svörtum kjól og grét þeg- ar höfuð hennar var rakað. Hún fékk leyfi til að vera með lítríkan höfuð- klút til að fela hárleysið. Hún var ró- leg og yfirveguð, en viðurkenndi þó að hún væri örlítið taugaóstyrk. Hún brosti til ljósmyndara sem voru við- staddir og bar höfuðið hátt. „Arkinsaw“ var tekinn af lífi í sama rafmagnsstól nokkrum mán- uðum síðar, þrátt fyrir að Toni Jo hafi ítrekað haldið fram sakleysi hans af morðinu. Sex manns tróðust undir Mikill mannfjöldi hafði safn- ast saman í túníska bænum Sfax á mánudag þegar upptökur á vinsælum tónlistarþætti fóru þar fram. Þegar vinsæl söng- kona úr bænum steig loks á svið reyndu þeir sem stóðu aftast að komast framar og skapaðist við það mikil pressa á þá sem stóðu fremst. Endaði það með því að sex manns tróðust undir og lét- ust. Forseti landsins hefur sent tvo ráðherra til Sfax til að hafa umsjón með rannsókn á slysinu fyrir hönd ríkisstjórnar landsins samkvæmt frétt Ekstrablaðsins. David W. Logsdon drap þrjá áður en lögreglu tókst að stjóta hann til bana. . Vinurinn panikkeraði og stakk af Hubert Hochstetter, 17 ára, féll af traktor, en vinur hans Josef Mittriniger var undir stýri. Hochstetter handleggs- og rifbeins- brotnaði við slysið. Mittringer sá ekki vin sinn þegar hann bakkaði til að athuga með hann og bakkaði því yfir hann með þeim afleiðingum að Hochstetter fótbrotnaði á báðum fótum. Vitni voru að slysinu og hringdu þau eftir sjúkrabíl. Hálshöggv- inn vegna nauðgunar Það eru litlar líkur á því að dæmdir nauðgarar í Sádi-Arab- íu brjóti af sér á nýjan leik. Enda verða allir þeir sem fundnir eru sekir um þennan glæp höfðinu styttri. Þetta fékk maður fá Már- itíus að reyna á mánudag þegar höfuð hans var tekið af með sverði. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjótast inn í þrjú hús og nauðga konunum sem þar bjuggu. Einnig hótaði hann börnum þeirra lífláti. Sam- kvæmt frétt danska blaðsins BT hafa fjörutíu og sex manns verið teknir af lífi það sem af er ársins í Sádi-Arabíu. Drepin með regnhlíf Ung ítölsk kona var stungin í auga með regnhlíf af tveimur kynsystrum sínum á lestarstöð á Ítalíu í vikunni. Hún hafði sakað konurnar um að vera vasaþjófa og hófst þá mikið rifrildi milli þeirra. Endaði það með því að þær veittu henni þetta bana- sár samkvæmt tilgátu ítölsku lögreglunnar. Konurnar voru handteknar skömmu síðar en þær hafa ekki játað á sig verkn- aðinn. Vonast lögregla til að DNA-rannsókn á regnhlífinni tengi þær stöllur með óvéfengj- anlegum hætti við morðvopnið. Toni Jo Henry fæddist þann 3. janúar 1916 í Louisiana, Bandaríkjunum. Hún var eina konan sem var send í rafmagnsstólinn í Louisiana-fylki en hún var tekin af lífi 28. nóvember 1942 fyrir kaldrifjað morð á Josep P. Calloway á degi heilags Valentínusar 14. febrúar 1940. sigrar Ástin allt? Toni Jo Henry Vel var gert við hana fyrir aftökuna. Ford V - 8 Calloway var hent í farangursrýmið. Rafmagnsstóll toni Jo var eina konan sem lét lífið í rafmagnsstól í Louisiana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.