Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Page 51
DV Helgarblað föstudagur 4. maí 2007 51 SmekkleySa Segir: hlýðið á þeSSa þrjá: smekkleysa, ásamt þremur öðrum búðum, er komin á Lauga- veg 28 sem er alveg hreint frábært. Það var haldið upp á þessar breytingar með pompi og prakt á laugardaginn. smekkleysa mælir með þremur góðum diskum sem allir verða að hlýða á. Leggið við hlustir. kate moSS flott í rauðu Kate moss skartaði sínu fegursta í rauðu þegar fata- merkið hennar í top shop kom í búðir. Kjóllinn fæst í top shop en hann er í takmörkuðu upplagi. stelpur, það verður svo sannarlega spennandi þegar Kate moss-línan kemur í búðir hér heima en fyrir ferða- langa er algjört möst að kíkja á línuna. Nafn? Iða Brá. Aldur? 20 ára. Starf? Ég vinn í rokki og rósum, tek ljósmyndir „freelance“ og síðan vinn ég alls konar sjálfboðastörf. Stíllinn þinn? góð blanda af 60‘s, „french maid“, rómantík og litlum smáatriðum eins og blúndum, slaufum og gamaldags skarti. Hvað er möst að eiga? Á íslandi er möst að eiga góða yfirhöfn. Hvað keyptir þú þér síðast? ferð til stokkhólms og Barcelona. Ég er að fara að versla og hitta fjölskyldu og vini. Hverju færð þú ekki nóg af? Kjólum. Hvert fórstu síðast í ferðalag? New York og Púertó ríkó, ég fór að versla og sólast. Hvað langar þig í akkúrat núna? flottan stuttan samfesting fyrir sumarið. Þér er boðið í partí í kvöld, í hverju ferðu? stuttan 60‘s skokk í „houndstooth“ mynstri, hálsmen og slaufu kringum hálsinn, sokka sem ná yfir hnén og háhælaða dúkkuskó, allt í svart-hvítu. Hvenær hefur þú það best? Þegar kærastinn minn dregur mig út til að liggja í náttúrunni að horfa á himininn, þá er ég alveg áhyggjulaus sama hvort það er sól, rigning eða snjór. Þetta er svo afslappandi. Afrek vikunnar? Ég er að sauma rosa flottan útskriftarkjól á litlu systur mína en hún er að klára stúdentinn. töff sólgleraugu eru rúsínan í pylsuendanum og punkturinn yfir i-ið. Þessi sólgleraugu eru frá top shop, spúútnik og Cutler & gross. skoðið heimasíðuna hjá Cutler & gross, þar eru gullmolar til sölu : www.cutlerandgross.co.uk. Persónan iða Brá „Photographing a cake can be art,“ sagði kappinn hann Irving Penn, sem fæddist 1917 og er þetta lýsandi fyrir listsköpun hans til þessa. Irving Penn er ótrúlega fær og flottur ljósmyndari sem vert er að skoða ítarlega. Hann er hvað frægastur fyrir ljósmyndirnar af Pablo Picasso frá 1960 og Cuzco Children frá1948 en hann á fjöldann allan af gullfallegum og sterkum myndum. Árið 1953 opnaði hann stúdíó og um leið varð hann einn áhrifamesti og vinsælasti ljósmyndari heims. Irving Penn hefur alltaf verið viðloðandi tísku- heiminn en hann hefur unnið hjá tímaritum eins og Vogue (ameríska, breska og franska), Harper‘s Bazaar og Vanity fair. Irving vakti einnig mikla athygli með ljósmynda- bókinni „Worlds in a small room“. Irving Penn ferðaðist um heiminn og stillti upp fólki sem vakti athygli hans. Að mynda köku getur talist list Sólgleraugu allan sólarhringinn Listakonan georgia O‘Keeffe (1887-1986) söngkonan Jessye Norman Cuzco Children, 1948 Pablo Picasso, 1960 John Osborne, London 1958 Vogue Cover (Jean Patchett). New York, 1950. Þessi mynd frá 1950 seldist á uppboði fyrir stuttu á um 18 milljónir íslenskra króna. morocco, 1971 miles davis two New guinea men Holding Hands, 1970/1979

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.