Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Síða 52
Tr yg g va g a ta Tr yg g va g a ta föstudagur 4. maí 200752 Helgarblað DV Föstudagur Laugardagur Barinn flexaður í hakk Það eru þeir flex Music bræður Dj Ghozt og Brunhein sem sjá um stemmarann á Barnum í kvöld. Þar mun flextónlistin verða flexuð alveg út í eitt, en danstónlist hefur sjaldan hljómað jafn vel og hjá þeim félögum. Á efri hæðinni verður svo Dj inpulse sem er ávallt með annan fingurinn á púlsinum og hinn á skífunni. Ótrúlegt alveg hreint. Don Balli fönk Á kaffiBarnuM eini íslendingurinn sem hefur átjánfaldan ríkisborgararétt og borgar ekki skatt í neinu landi. Já, það er hinn eini sanni Don Balli fönk sem þeytir partílúðurinn á kaffibarnum í kvöld og eru viðkvæmir vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. Don Balli er nefnilega bestur á balli og í skralli. hip hop halli. eintÓMt fJör Á Dillon rokkstaðurinn bæjarins er eins og allir vita er Dillon. Þar verður sjálfur Dj Mikkólfur sem ætlar að snúa upp á nokkrar geirvörtur og jafnvel spila nokkur lög í leiðinni. ekki smur-ning. rokkhundar, rokkhundar, athugið að beinið er á Dillon í kvöld. DJ JÓi Á Ólíver Stemmarinn á Ólíver verður með ólíkindum í kvöld. Það er snúlli snúður sjálfur Dj Jói sem ætlar að sýna dansþyrstum meyjum og peyjum hvar Davíð keypti ölið. en það var víst í hamborg, sumarið 1991. Dj Jói er til alls líklegur og kvöldið í kvöld gæti orðið fréttnæmt. ekki spurning. leyni leyni Á Prikinu Það verður líklega farið yfir strikið á Prikinu í kvöld. Þeir frankó og kristó hefja kvöldið og spila til miðnættis en eftir það tekur við leynivopnið sjálft. enginn veit hans rétta nafn, eða rétta andlit, en mættu í kvöld og vertu vitni að tilurð goðsagnar. luPin Á DÓMÓ Bar Plötusnúðurinn Dj lupin sér um stemn- inguna á Dómó Bar. Þetta er ekki prófessor lupin úr harry Potter bókunum en samt gull af manni sem þráir það eitt að skemmta fólki. leGo Á BarnuM Maggi legó sýnir meistara- takta á græjunum á neðri hæð Barsins. honum til halds og trausts verður enginn annar en sjálfur hólmar eða hólmarinn eins og hann er kallaður í Þykkvabænum. Dj Bjarki sendir svo frá sér banvæna tóna á efrið hæð. Banvæna. anDrea JÓnS oG Dillon Það er reynsluboltinn, goðsögnin og útvarps- konan andrea Jónsdóttir sem að þeytir skífum á Dillon. Breyttu til og hlustaðu á eitthvað annað en fjöldaframleitt popp og skelltu þér á Dillon. hetJur hylltar Á anGelo reynsluboltinn Biggo heldur áfram að hylla hetjur á angelo á laugavegi 22a. að þessu sinni fær Biggo til liðs við sig engan annan en tommi White. ekki slæm blanda þar á ferð. kÁri Á veGaMÓtuM helgin hefst rólega á vegamótum en það enginn annar en hinn silkimjúki Dj kári sem stýrir tónlistinni. Sagan hermir að kári muni byrja kvöldið varlega en keyra svo upp í rassgat því lengra sem líður á. krakkar ekki reyna þetta heima, kárinn er þaulreyndur fagmaður sem brakar af ferskleika. BrynJar MÁr Á SÓlon Strípumeistarinn sjálfur Brynjar Már verður við stjórnvölinn á Sólon í kvöld, dansunnendum til mikillar gleði. Brynjar er einn reyndasti snúður borgarinnar og hreinlega lifir í tónlist. Því þegar hann er ekki á bakvið stálborðin, er hann í beinni á fM 957 eða að taka upp eigin tónlist undir nafninu BMv. SÁlin Á PlayerS Það verða opnaðar dyrnar að himnaríki á föstudagskvöldið þegar Sálin hans Jóns míns stígur á svið og spilar á dansiballi af bestu gerð, þeir sem enda á sleik í lok kvöldsins fá koss á kinnina frá Stebba hilmars. loGar Á krinGlukrÁni Það verður logandi stemn- ing alla helgina á kringlu- kránni þar sem hljómsveitin logar kveikir í liðinu og það verður sjóðheit Pravda- stemning á dansgólfinu langt fram á morgun. Það er bókað mál að engin fer einn heim eftir gott djamm á kringlukránni. tinu turner triBute allra allra síðasta sýningin á tinu turner tribute sýningunni er á laugardaginn og drottning íslands, fröken Sigga Beinteins, kemur í síðasta skipti fram í mínípilsi á Broadway. Það er samt óþarfi að örvænta því það er einnig boðið upp á línudans við fagran undirleik kántríbands þjóðarinnar, Baggalúts, í tilefni af reykjavík linedance festivalinu. DJ MaGic Á kaffiBarnuM Það er þitt mál hvernig þú dansar. Dj Magic færir þér tónana. Gísli er ekki aðeins skýrður Galdur, hann framkall- ar þá. Þegar hann þeytir skífum er hann oftar en ekki kallaður Dj Magic. troMMur Á oliver Dj JBk og addi trommari taka trommu prógrammið sitt á oliver á laugardag. Það er ótrúleg stemning þegar JBk smellir eðalmúsík á fóninn og addi slær taktinn fast með. Dansaðu! BMW Á SÓlon Brynjar Már er hættur í Snooze og ætlar að ganga restina einn síns liðs sem sólólistamaðurinn BMv. en það truflar hann ekki frá því að þeyta skífum eins og fagmaður. Svo er líka rikki G niðri sem er bara feitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.