Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2007, Side 59
Saga Spider-Man Spider-Man 3 er frumsýnd um helgina. Í myndinni er að finna fjöldann allan af góðum ofurhetjum og vond-um. Þær hafa sjaldan verið fleiri í einni stórmynd og því ákvað DV að kynna sér persónurnar nánar.Haugur af HetjuM Spider-Man Aðalhetjan er líkt og í fyrri myndunum leikin af Tobey Maguire en lesendur geta kynnt sér sögu Spider-Man nánar á síðunni hér á undan. Í myndinni hefur Peter Parker loks- ins náð jafnvægi á milli ástar sinnar á Mary Jane og ástríðu sinnar fyrir að berjast gegn glæpum og framfylgja réttlæti. Þegar Parker og Mary eru í lautarferð fellur lítill loft- steinn til jarðar. Með honum kemur undarlegt svart efni sem fylgir Parker heim á skó hans. Efnið sameinast svo búningi Parkers og framkallar það versta í honum. Sandman Thomas Haden Church sem sló í gegn í myndinni Sideways leikur glæpamanninn Flint Marko eða The Sandman. Í teiknimyndasögunum er Marko aðeins aumur smá- krimmi en í myndinni hafa handritshöfundar hagað því þannig að Marko sé morðingi Ben frænda Peters. Þegar Marko flýr úr fangelsi felur hann sig á strönd sem hefur að geyma rannsóknarstofu. Þar kemst hann í snertingu við geislavirkan sand sem breytir líka hans. Marko getyur breytt hluta af líkama sínum í sand eða öllum. Þá getur hann einnig dregið til sín sand úr umhverfinu. Venom Topher Grace sem sló upprunalega í gegn í þáttunum That 70´s Show leikur ljósmyndar- ann Eddie Brock Jr. sem síðar verður Venom. Eddie sérhæfir sig í að ná myndum af Spider- Man og eltir hann víða. Þegar Spider-Man áttar sig á því hver áhrif svarta efnisins eru losar hann sig við það. Efnið finnur hins vegar Eddie og breytir honum í hinn hræðilega Venom. Upprunalega vildi leikstjórinn Sam Raimi ekki hafa Venom í myndinni en Avi Arad for- stjóri Marvel fékk hann til að breyta um skoðun. Hann sannfærði Raimi um hversu marga aðdáendur Venom á og að hann væri einn vinsælasti óvinur Spider-Man fyrr og síðar. Hobgoblin Harry Osborn sem er leikinn af James Franco gerir hvað hann getur til þess að hefna föður síns sem hann telur að Spider-Man hafi drepið. Upprunalegi Hobgoblininn var í raun ekki sonur Normans Osborn sem William DeFoe lék í Spider-Man 1 líkt og í þessari mynd. Í teiknimyndasögunum hét sonur Normans Ultimate Hobgoblin. Sam Raimi leikstjóri segir persónu Francos ekki vera í raun Hobgoblin eða Ultimate hobgoblin heldur The New Go- blin. Harry Osborn er ekki illur í raun heldur er rekinn áfram af sorg og reiði. MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á MIÐASALA Í BORGARBÍÓ Á SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SPIDERMAN 3 kl. 4 - 6 - 8 - 10.40* B.I. 10 ÁRA NEXT kl. 4 - 9 - 11 B.I. 14 ÁRA *KRAFTSÝNING SPIDERMAN 3 kl. 5.30 - 8.30 - 11.20 B.I. 10 ÁRA PATHFINDER kl. 8 - 10.15 B.I. 16 ÁRA INLAND EMPIRE kl. 5.45 - 9 B.I. 16 ÁRA HILLS HAVE EYES 2 kl. 6 - 8 - 10 B.I. 18 ÁRA ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6 SPIDERMAN 3 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 10 ÁRA SPIDERMAN 3 SÝND Í LÚXUS kl. 2 - 5 - 8 - 11 NEXT kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 B.I. 14 ÁRA PATHFINDER kl. 5.45 - 8 - 10.15 B.I. 16 ÁRA HILLS HAVE EYES 2 kl. 10.30 B.I. 18 ÁRA PERFECT STRANGER kl. 8 B.I. 16 ÁRA ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 TMNT kl. 4 - 6 B.I. 7 ÁRA !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STÆRSTA ORRUSTAN ER INNRI BARÁTTAN Fyrsta stórmynd sumarsins HEIMSFRUMSÝNING

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.