Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 11
DV Fréttir fimmtudagur 17. maí 2007 11 Banvæn markaðssetning Brjóstagjöf Þessar konur mótmæltu því að móður einni var sagt að hylja brjóst sitt þegar hún gaf barni brjóst um borð í flugvél. Auglýsing fyrir formúlumjólk frá Nestlé fyrirtækið þykir hafa verið á gráu svæði í kynningum sínum á formúlumjólk síðustu þrjátíu ár. Ungabarn sýgur pela Óhreint vatn sem blandað er við mjólkurduft veldur alvarlegum magakveisum meðal ungabarna í þróunarlöndunum. fjórðungur þeirra haldi því áfram fram yfir sex mánaða aldur barnsins. Þetta er sama hlutfall og í Bretlandi en þar í landi er algengara nú en fyr- ir nokkrum árum að börn séu höfð á brjósti. Samkvæmt skýrslu samtak- anna Save the children væri hægt að bjarga lífum rúmlega þrjúhund- ruð barna í landinu á dag ef brjósta- gjöf yrði almennari og þrjúþúsund og áttahundruð börnum á heimsvísu ef mæður fengju aðstoð við að ráða fram úr erfiðleikum við brjóstagjöf. Átak í þessum málaflokki væri því stórt skref í að ná alþjóðlegu mark- miði um að fækka dauðsföllum barna um tvo þriðju. Á heimasíðu Nestlé er tekið undir að aukin brjóstagjöf væri af hinu góða en fullyrðingum um að formúlumjólk sé hluti af vandanum er hafnað. Það er ekki nóg með að formúlu- mjólk sé alvarlegt heilbrigðisvanda- mál í Bangladess heldur hefur það einnig slæm áhrif á efnahag foreldra að þurfa að fæða barn sitt með þess- um hætti. Er algengt að þriðjungur tekna hjóna fari í kaup á mjólkur- duftinu samkvæmt fréttinni. Þetta veldur því að margir foreldrar þynna blönduna sem eykur enn á hættuna á að börnin veikist illa. Sumir not- ast frekar við venjulegt mjólkurduft í staðinn sem er miklu ódýrara en þá fara börnin á mis við mikið af þeim efnum sem nauðsynlegt er að þau fái. Boða til mótmæla um helgina Á laugardag hafa samtök sem kallast Baby milk action boðað til mótmæla við höfuðstöðvar Nestlé í Englandi og við allar verslanir Body Shop en fyrirtækið á hlut í snyrti- vörukeðjunni. Á heimasíðu samtak- anna kemur fram að aðgerðir gegn Nestlé fyrir þrjátíu árum síðan hafi skilað þeim árangri að reglur voru settar um markaðssetningu á for- múlumjólk. Þessar reglur hafi Nest- lé endurtekið brotið og því er boðað til mótmælanna. Í nærri tuttugu ár hafa samtökin beðið neytendur um að kaupa ekki framleiðsluvörur fyr- irtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins í Englandi hafa ekki viljað tjáð sig um áhrif þessara aðgerða hingað til samkvæmt frétt The Guardian. Sem dæmi um hversu öflug samtökin eru þá skáru þau upp herör gegn vinsælli heimasíðu fyrir mæður sem birti kaffiauglýsingar frá fyrirtækinu. Barmmerki til stuðnings brjóstagjafar mæður í þróunarlöndunum auka líflíkur barna sinna með brjóstagjöf í stað formúlumjólkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.