Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 51
DV Helgarblað fimmtudagur 17. maí 2007 51 UndirtaU fyrir bæði mig og þig Jahá, það er víst bara þannig að nú er maður smart líka undir fötunum. Kronkron er með undir- föt bæði fyrir stráka og stelpur eftir hönn- uði eins og Henrik Vibskov og Eley Kishi- moto. Það er algjört möst að kíkja niðrí búð og finna á sig sætar nærbuxu Kisan er ævintýraveröld Það er alltaf jafn yndislegt að kíkja inn í Kisuna á Laugavegi. Eitt af því sem er alltaf fjörugt eru bækurnar hjá þeim. Þessi eru um hesta og allt það umstang og líferni sem er í kringum þá. Vá, en spennandi. Þessi heitir Luxury Equestrian design. Nafn? Natalie guðríður gunnarsdóttir Aldur? 26 ára Starf? Verslunarstjóri í smekkleysu plötubúð/plötusnúður Stíllinn þinn? Casual chic. Hvað er möst að eiga ? góð sólgleraugu. Hvað keyptir þú þér síðast? Lambalundir. Hverju færð þú ekki nóg af? Sólgleraugum . Hvenær sofnaðir þú í nótt? 1:30. Hvert fórstu síðast í ferðalag og tilgangur? til New York í menningar- og afslöppunarferð. Hvað langar þig í akkurat núna? flugfar til Kaupmannahafnar. Þér er boðið í partý í kvöld, í hverju ferðu? Hvítum V bol, svörtum buxum og svörtum lakkskóm. Hvenær hefur þú það best? Þegar ég er uppi í sófa með ísblóm. Afrek vikunnar? grillaði lambalundir. Persónan trílógía á Laugavegi er með stútfulla búð af guðdómlegum vörum sem vert er að kaupa sér eða bara dást að. Eitt af merkjunum þeirra er Erotokritos. En hönnuðurinn er frá grikklandi/Kýpur en býr í París og starfar þar. Hann lærði myndlist og textiline í San francisco og fatahönn- un í Studio Berot í París. Eftir að hafa unnið hjá hinum ýmsu tískuhúsum kom hann með sitt eigið merki árið 1994. Hann selur hönnun sína út um allan heim og var að opna aðra búðina sína í ár. Þið verðið að stinga hausnum inn í trílogiu til að versla eða bara dást af öllu því fagra sem búðin hefur að geyma. Erotokritos er algjört æði Jade Jagger glamúrgella Hönnuðurinn Kenneth Jay Lane. Skartið ykkar fínasta Kenneth Jay Lane er einn af þessum stóru í skartgripaiðnaðinum. Hann er þekktur fyrir litríka og flotta gripi sem fanga augað um leið. Kenneth Jay Lane er og var skóhönnuð- ur sem dróst inn í heim glamúrsins vegna þess að hann hreifst af steinunum, litunum og öllum möguleikunum. maður væri alveg til í að versla sér nokkra gripi. natalie guðríður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.