Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 44
Kim Crawford Sauvignon blanc 2005 Þegar Erica Crawford varð ólétt fyrir rúmum áratug ákvað hún að stofna vínfyrirtæki með manni sínum Kim. Hann sér um víngerðina, hún um markaðsmálin og fyrirtækið er nú orðið eitt það stærsta á Nýja- Sjálandi. Þau voru til að mynda fyrst til að innleiða skrúftappa þar í landi. Af þessu víni er ótrúlega mikil og góð angan af hitabeltisgróðri. Einnig má greina rúsínur eða sólber. Framandi hitabeltisávextir í munni. Mangó, fíkjur, græn epli og mandarínur komu upp í hugann. Einstaklega gott vín á afar hagstæðu verði. 1.390 krónur. Flöskunum hefur verið að fækka að undanförnu og eru jafnvel uppurnar á sumum útsölustöðum. Ég vona að það þýði að 2006 árgangurinn sé á leið til landsins. 1.390 krónur. FiMMtudAgur 17. MAí 200744 Helgarblað DV Ferskju- og jarðarberjaterta Má EKKi FryStA 1 tilbúinn tertubotn 1 poki vanillusósuduft 1 dós ferskjur (um 350 g) um 350 g fersk jarðarber 1 pakki hlaup með jarðarberjabragði um 25 g möndluflögur Lagið vanillukrem eftir leiðbeiningum á pakka og kælið. Sigtið ferskjur og geymið safann. Jafnið kreminu yfir botninn og raðið ferskjubátunum og berjunum ofan á. Lagið hlaupið eftir leiðbeiningum en notið ferskjusafann í stað vatns. Ausið hlaupinu hálfstífu yfir ávextina. ristið möndluflögurnar á þurri pönnu og festið þær utan á kökuna. Stingið kökunni í kæliskáp uns hlaupið stífnar (um það bil 2 klukkustundir). U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín Þórarinn Eggertsson yfirmatreiðslumeistari á Salt: Lárperu- og pestópasta Blandið lárperu saman við basil og búið þannig til spennandi tilbreytingu frá venjulegu pestói. Hrærið saman við pasta og málsverðurinn verður tilbúinn á 20 mínútum. uppSKriFt (Fyrir FJórA): 400 g þurrkað linguine-pasta (flatir, fíngerðir strimlar) 2 lárperur (avókadó) 2 hvítlauksgeirar Safi úr hálfri sítrónu 20 g fersk steinselja 80 g ferskt basil 1 rauður eldpipar (chili), fræin tekin úr og saxaður 2 msk. ólífuolía 50 g ferskur, rifinn parmesan 25 g ristaðar furuhnetur Falesco Umbria Vitiano 2005 ricardo Cottarella er aðalvíngerðarmaður hjá Falesco í umbríu. Falesco er skemmtilegt vín úr Bordeaux-blöndu með Sangiovese, Merlot og Cabernet Sauvignon. Mikil og margslungin angan, dökk ber, bláber og krydd en einnig keimur af kakó og lakkrís. Súkkulaði í munni, kirsuber, plómur, kaffi og rúsínur. Mjúkt vín með góðri fyllingu. Skilur eftir örlítið tannín í gómi. Eftirbragðið lifir nokkuð lengi. gott vín sem er á mörkum 3 og 4 glasa. 1.590 krónur. Quinta do Crasto Reserva Old Vines 2004 dumbrautt og bráðskemmtilegt vín frá portúgal sem ég er sannfærður um að eldist vel í vínkjallara í nokkur ár. Lykt af plómum í púrtvíni, fíkjum og dökkum skógarberjum. Bragðmikið og ávaxtaríkt með jarðarberjum, karmellu, kryddi, sveskjusteini og plómum. Vínið er í góðu jafnvægi með mjúku og góðu tanníni. áfeng sulta, dökkt súkkulaði og eik í eftirbragði sem minnir jafnvel á Freyju lakkrísdraum. Frábært vín sem gott væri að eiga til næstu jóla – eða þarnæstu. 2.090 krónur. Bestu vín veraldar koma enn frá Frakklandi ef marka má lista Wine Spectator yfir 100 bestu vín síðasta árs. 27 vín koma frá Frakklandi, þar af tíu frá Bordeaux og níu frá rínardalnum. Bandaríkin koma fast á hæla Frakklands með 25 vín á listanum. fjórtán koma frá Kaliforníu, aðallega úr pinot Noir og Chardonnay, sjö frá Oregon og fjögur frá Washington. Þessi tvö lönd eru í algerum sérflokki, þótt hafa verði í huga að stundum er sagt að Wine Spectator dragi taum bandarískra vína á kostnað annarra. tvö lönd komast í hálfkvisti við risana tvo. ástralía á tólf vín á listanum, þar af níu úr Shiraz-þrúgunni. Ellefu vín koma frá ítalíu og þar af eru átta frá toskaníu. Níu lönd til viðbótar komast á listann. Fimm vín koma frá Argentínu og fjögur frá Spáni, Chile og portúgal. Þrjú vín eru frá Nýja-Sjálandi og tvö frá Þýskalandi. Austurríki, ungverjaland og Suður- Afríka eiga svo eitt vín hvert á listanum. Ekki eru mörg af þessum gæðavínum í almennri sölu hér á landi. Númer 64 á listanum má þó sjá Quinta do Crasto reserva frá portúgal sem fær 93 í einkunn hjá Wine Spectator og Kim Crawford Sauvignon blanc 2006 sem fær 92 í einkunn er númer 40. Sá árgangur er vonandi að taka við af 2005 sem verið hefur í sölu. tekið er tillit til verðs vínanna. á lista tímaritsins yfir hagkvæmustu kaupin má einnig sjá til dæmis Columbia Crest grand Estates Merlot, sem var í sölu á Amerískum dögum en er því miður ekki lengur í hillum átVr. á þeim lista er einnig Falesco Vitiano 2004 en bæði þessi vín fengu 90 í einkunn af 100 mögulegum. Ég prófaði þau þrjú sem voru fáanleg, þótt árgangarnir væru ekki alltaf réttir.Pálmi jónasson vínsérfræðingur DV Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt 100 bestu vínin HægELdAður ÞOrSKur 200 g þorskur 15 g ólífuolía 1 laukur Hálfur hvítlaukur 50 g sellerí 300 ml vatn AðFErð Steikið lauk, hvítlauk og sellerí á pönnu við vægan hita, bætið vatn- inu út í og látið suðuna koma upp. Takið pönnuna til hliðar og látið fiskinn ofan í pottinn og látið standa í 4 til 5 mínútur. SuLtAðir tóMAtAr 2 plómutómatar 20 ml jómfrúarólífuolía 1 hvítlauksrif 10 g flórsykur 1 grein timjan AðFErð: Tómatarnir eru blanseraðir og kjarninn tekinn úr. Því næst lagðir á bakka, olíu hellt yfir ásamt fínt skornum hvítlauk og timjan. Flórsykri stráð yfir, kryddað með salti og eldað í ofni við 150°C í 1 klst. Kældir og mótaðir. ASpASMAuK 100 g grænn aspas 1/2 skarlottulaukur 80 ml. kjúklingasoð 1 grein timjan 1 hvítlauksgeiri 50 ml rjómi AðFErð Laukur, aspas, timjan, skarlottulaukur og hvítlaukur er létt steikt, kjúklingasoði og rjóma bætt út í. Eldað þar til aspasinn er mjúkur. Þórarinn Eggertsson yfirmat- reiðslumeistari á Salt býður upp á sumarsalat með hægelduðum þorski, sultuðum tómat og lime-dressingu og grillaða dádýralund með hvítum aspas, hnetukartöflum og sveppasósu. 1 flaska kampavín 1 flaska appelsínudjús Appelsínulíkjör Hálfur bolli af ferskum hindberjum Fyllið hálft glas af ísköldu kampavíni og bætið við kældum appelsínusafa. Bætið 1-2 matskeiðum af appelsínulíkjör út í og blandið vel saman. til þess að bæta punktinum yfir i-ið er hindberjaklaka bætt við rétt áður en drykkurinn er borinn fram. Aðferð: Stappið fersk hindber og látið í hvert hólf í ísmolabakkanum. Fyllið hólfin með vatni og stingið í frystinn. Mama mímósa og hægeldaður þorskurGrilluð dádýralund

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.