Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 41
Starfsferill
Ellert fæddist í Reykjavík 10. 10.
1939. Hann lauk stúdentsprófi frá
VÍ 1959, embættisprófi í lögfræði frá
HÍ 1966 og öðlaðist héraðsdómslög-
mannsréttindi 1966.
Ellert var blaðamaður hjá Vísi og
jafnframt starfsmaður við heildversl-
un föður síns 1961-64,
fulltrúi á málflutningsskrifstofu
Eyjólfs K. Jónssonar og fleiri1965
og 1966, skrifstofustjóri borgarverk-
fræðingsins í Reykjavík 1966-71, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík 1971-79 og 1983-87, rit-
stjóri Vísis 1980-81, ritstjóri DV 1982-
1995, formaður KSÍ 1973-89, varafor-
seti ÍSÍ 1990-91, forseti ÍSÍ 1991-97 og
forseti Íþrótta- og ólympíusambands
Íslands 1997-2006. Hann sat í stjórn
Íslenskrar Getspár 2003 til 2007, þar
af sem formaður síðustu tvö árin.
Ellert var ritstjóri KR-blaðsins
1960-69, ritstjóri Úlfljóts, tímarits
laganema og jafnframt varaformað-
ur Orators 1963-64 og ritstjóri bókar
í tilefni aldarafmælis KR 1999.
Hann var formaður Stúdenta-
ráðs HÍ 1964-65, formaður SUS
1969-73, formaður fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík 1977-
80, sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins 1969-73 og 1978-81, átti sæti í
Rannsóknaráði ríkisins 1971-80 og
sat í framkvæmdanefnd þess 1971-
78, var fulltrúi Alþingis á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna 1972,
sat á þingi Alþjóðaþingmannasam-
takanna 1971 og 1976-79, og var for-
maður íslensku sendinefndarinnar
frá 1976, var fulltrúi Íslands á fundi
þingmannanefndar EFTA 1983, sat í
Útvarpsráði 1975-83 og var varafor-
maður þess 1975-79 og var stjórnar-
maður í Knattspyrnusambandi Evr-
ópu (UEFA) 1982-86 og 1990-94.
Bækur eftir Ellert eru Eins og fólk
er flest, greinasafn 1991, og Á und-
an sinni samtíð, 2006. Þá hefur hann
skrifað fjölmargar greinar í blöð og
tímarit.
Ellert æfði og keppti í knatt-
spyrnu með KR í öllum aldursflokk-
um og lék með meistaraflokki KR
um árabil. Hann var Íslandsmeistari
með meistaraflokki KR í knattspyrnu
1959, 1961, 1963, 1965 og 1968. Hann
varð bikarmeistari 1960, 1961, 1962,
1963, 1964, 1966 og 1967. Hann er
markahæsti KR-ingur frá stofnun fé-
lagsins. Þá lék hann tuttugu og þrjá
landsleiki í knattspyrnu á árunum
1959-70.
Ellert hefur verið sæmdur gull-
merki KR, heiðurskrossi ÍSÍ, heið-
urskrossi KSÍ, Riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu 2001 og er heið-
ursformaður KSÍ sem og heiðursfor-
seti ÍSÍ.
Fjölskylda
Eiginkona Ellerts er Ágústa Jó-
hannsdóttir, f. 25. 10. 1957, fram-
haldsskólakennari, ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur. Hún er dótt-
ir Jóhanns Pálssonar, f. 28. 11. 1920,
verkamanns, og Huldu Sigurbjörns-
dóttur, f. 1. 10. 1917, d. 26. 4 .2003,
húsmóður.
Börn Ellerts og fyrri konu hans,
Önnu Guðlaugar Ásgeirsdóttur, eru
Ásdís Björg, f. 30. 5. 1963, kennari og
flugfreyja, en maður hennar var Árni
Snævarr en þau skildu og eiga þau
tvö börn; Arna, f. 15.3. 1968, félags-
fræðingur, blaðamaður og formaður
BÍ, en maður hennar var Ketill Magn-
ússon og eiga þau eina dóttur; Aldís
Brynja, f. 5. 5. 1969, leiðsögumaður;
Höskuldur Kári, f. 21. 2. 1972, BA í
bókmenntum en sambýliskona hans
er Sigríður Guðmundsdóttir
Sonur Ellerts og Ásdísar Þórðar-
dóttur, er Arnar Þór Jónsson, f. 2.5.
1971, lögfræðingur en kona hans er
Hrafnhildur Sigurðardóttir og eiga
þau þrjú börn.
Börn Ellerts og Ágústu eru Eva
Þorbjörg, f. 23. 3. 1990, menntaskóla-
nemi; Ellert Björgvin, f. 5. 12. 1991,
grunnskólanemi.
Systkini Ellerts: Bryndís, f. 9. 7.
1938, fyrrverandi sendiherrafrú,
dagskrárgerðarmaður og skólastjóri;
Margrét, f. 18. 1. 1943, sjúkraliði;
Björgvin, f. 6. 6. 1945, kerfisfræðing-
ur; Magdalena, f. 11. 8. 1948, d. 10. 7.
1993, heimspekingur og blaðakona;
Ólafur Magnús, f. 25. 5. 1950, fram-
kvæmdastjóri; Anna Helga, f. 25. 9.
1957, húsmóðir.
Foreldrar Ellerts voru Björgvin
Ellertsson Schram, f. 3. 10. 1912, d.
24. 3. 2001, stórkaupmaður og forseti
KSÍ, og kona hans, Aldís Þorbjörg
Brynjólfsdóttir Schram, f. 23. 3. 1918,
d. 5. 5. 1991, húsmóðir.
Ætt
Björgvin var sonur Ellerts Schram,
skipstjóra í Reykjavík Kristjánsson-
ar Schram, bónda og timbursmiðs í
Innri-Njarðvík Ellertssonar Schram,
formanns í Vestmannaeyjum Christi-
anssonar Schram, kaupmanns á
Skagaströnd, ættföður Schramætt-
arinnar á Íslandi. Móðir Björgvins
var Magdalena Árnadóttir, fræði-
manns í Reykjavík Hannessonar,
lyfjafræðings í Syðri-Görðum Árna-
sonar, prests á Hálsi í Hamarsfirði
Skaftasonar. Móðir Árna var Guðríð-
ur, systir Ragnheiðar, ömmu Jóhanns
Gunnars Sigurðssonar skálds. Guð-
ríður var dóttir Árna, skálds á Borg í
Miklaholtshreppi Jónssonar og Guð-
ríðar Káradóttur, bónda í Munaðar-
nesi Ólafssonar, bróður Þorbjarnar
afa Ólafs, langafa Bjarna Benedikts-
sonar forsætisráðherra, föður Björns
dómsmálaráðherra. Móðir Magda-
lenu var Margrét Gestsdóttir, bóndi
á Innra-Hólmi Jónssonar og Helgu
Halldórsdóttur, prófasts á Melstað
Ámundasonar, smiðs og málara í
Syðri-Langholti og vefara í Innrétt-
ingunum í Reykjavík Jónssonar, föð-
ur Guðrúnar, langömmu Jóhanns,
afa Jóhanns Hjartarsonar stórmeist-
ara.
Aldís var dóttir Brynjólfs, bónda
og síðar sjómanns í Reykjavík Jóns-
sonar, bónda í Klauf í Landeyjum
Brynjólfssonar, bónda á Fornu-
Söndum undir Eyjafjöllum, bróður
Hlaðgerðar, langömmu Guðrúnar,
móður Ragnars Arnalds. Brynjólfur
var sonur Þórðar, bónda í Hvammi
undir Eyjafjöllum Þorlákssonar,
klausturhaldara í Teigi í Fljótshlíð
Þórðarsonar Thorlaciusar, klaustur-
haldara í Teigi Brynjólfssonar Thorl-
aciusar, sýslumanns á Hlíðarenda
í Fljótshlíð Þórðarsonar, biskups í
Skálholti Þorlákssonar, biskups á
Hólum Skúlasonar. Móðir Þorláks
var Steinunn Guðbrandsdóttir, bisk-
ups á Hólum Þorlákssonar. Móð-
ir Brynjólfs Jónssonar var Þorbjörg
Nikulásdóttir, systir Jóns, langafa
Magnúsar L. Sveinssonar, fyrrver-
andi formanns VR. Móðir Aldísar
var Margrét Magnúsdóttir, bónda
á Litlalandi í Ölfusi, langafa Magn-
úsar H. Magnússonar, bæjarstjóra
og ráðherra, föður Páls útvarps-
stjóra. Magnús var bróðir Guðrúnar,
langömmu Kristjönu, móður Garð-
ars Cortes óperusöngvara, föður
Garðars Thors Cortes óperusöngv-
ara. Magnús var sonur Magnúsar,
bónda á Hrauni í Ölfusi, bróður Jór-
unnar, langömmu Salvarar, móð-
ur Hannesar Hólmsteins Gissurar-
sonar prófessors. Jórunn var einnig
langamma Steindórs bílakóngs, afa
Geirs H. Haarde forsætisráðherra.
Magnús var sonur Magnúsar, bónda
í Þorlákshöfn Beinteinssonar, lrm. á
Breiðabólstað í Ölfusi, Ingimund-
arsonar, bónda í Hólum Bergsson-
ar, ættföður Bergsættarinnar, Stur-
laugssonar.
DV Ættfræði fimmtudagur 17. maí 2007 41
MAÐUR VIKUNNAR
Ættfræðisetur Íslands:
Lagt á ráðin
Oddur Friðrik Helgason ættfræð-
ingur, sem komið hefur upp og starf-
rækt hið feikilega viðamikla og sívax-
andi ættfræði- og þjóðfræðisafn ORG,
hefur ásamt ýmsum félögum sínum og
velunnurum safnsins, verið að leggja
á ráðin með stofnun samtaka sögu-,
fræða- og átthagafélaga víðs vegar um
landið. Tilgangurinn með slíkum sam-
tökum yrði sá að auka samvinnu og
upplýsingaflæði milli þeirra aðila sem
vinna að söfnun og varðveislu upplýs-
inga um ættfræði og þjóðfræði.
Þá hafa Oddur og ýmsir félagar
hans verið að leggja á ráðin um fyrir-
hugað Ættfræðisetur Íslands.
Slík stofnun hefði að þeirra sögn
það meginmarkmið að vera vett-
vangur rannsókna á ættfræði Íslend-
inga og annast miðlun á ættfræð-
iupplýsingum til áhugafólks á því
sviði. Auk þess sjá þeir fyrir sér að
slík stofnun gæti aflað ættfræðiupp-
lýsinga um afkomendur Íslendinga
í öðrum ríkjum og um áa fólks af er-
lendu bergi brotnu sem sest hefur
að á Íslandi. Þá þykir sjálfsagt að slík
stofnun skipuleggi námskeið og fyr-
irlestrahald á sviði ættfræði.
Stofnuninni er ætlað að vera
sjálfseignarstofnun og starfa sam-
kvæmt lögum nr. 33 19. mars 1999
um sjálfseignarstofnanir sem stunda
atvinnurekstur.
Oddur segir þessar hugmynd-
ir hafa verið kynntar ýmsum ráða-
mönnum og fengið þar góðar undir-
tektir.
Oddur Helgason ættfræðingur Hefur
safnað í og starfrækt stærsta ætt-
fræðigrunn landsins þegar
íslendingabók er undanskilin.
Ellert B. Schram er kominn á
þing í þriðja sinn. Hann varð
fyrst alþingismaður 1971,
þrjátíu og eins árs að aldri, þá
formaður SUS. Hann hafði þá
farið fyrir ungum sjálfstæðis-
mönnum sem beittu sér mjög
fyrir prófkjörum, tók sjálfur
þátt í fyrsta prófkjöri flokksins
og náði góðum árangri á sama
tíma og þrír sitjandi þingmenn
hurfu af listanum.
Ellert vann einnig góðan próf-
kjörssigur 1979 en gaf þá eftir
sæti sitt til Péturs sjómanns
Sigurðssonar. Enn vann Ellert
prjófkjörssigur 1983 og var
þingmaður næstu fjögur árin.
Þá hætti hann á þingi enda
annar ritstjóri DV sem var
frjálst og óháð blað. Hann gekk
síðar til liðs við Samfylkinguna
og er nú þingmaður hennar.
Fyrir þrjátíu og sex árum var
Ellert yngsti alþingismaður-
inn. Nú er hann hins vegar elsti
þingmaðurinn.
Ellert B.
Schram
alþingismaður
HPI Savage X 4,1 RTR
Fjarstýrður bensín-torfærutrukkur
Nú á lækkuðu verði 48.900,-
Tómstundahúsið
Nethyl 2
Sími 5870600
www.tomstundahusid.is