Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 18
Hlustandi hringdi í Sigurð G. Tómasson á Útvarpi
Sögu síðastliðinn þriðjudag. Hann kvaðst hafa geng�
ið úr Framsóknarflokknum þegar Halldór Ásgríms�
son, þá nýkjörinn formaður flokksins, boðaði stefnu
sem hlustandinn staðsetti hægra megin við Sjálf�
stæðisflokkinn. Formaðurinn hefði boðað fráhvarf
frá samvinnuhugsjónum og félagshyggju.
Ef rétt er skilið var þetta árið 1994 en það ár tók
Halldór við formennsku í Framsóknarflokknum.
Nýi formaðurinn vann ágætan sigur í þingkosn�
ingunum 1995. Framsóknarflokkurinn hlaut 23,3
prósent atkvæða og 15 þingmenn kjörna. Síðan hef�
ur leiðin legið niður á við og er kjörfylgi flokksins ná�
kvæmlega helmingi minna nú en þegar flokkurinn
hóf 12 ára stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum.
Bjórfylgi í þéttbýli
Andstreymi á valdastóli með Sjálfstæðisflokkn�
um varð til þess að Halldór Ásgrímsson dró sig í hlé
í fyrra. Hann vissi að honum hafði mistekist að finna
fótfestu fyrir Framsóknarflokkinn í þéttbýlinu. Jón
Sigurðsson, eftirmaður hans, gat þar litlu um breytt.
Samanlagt hlaut Fram�
sóknarflokkurinn 4.266
atkvæði í Reykjavík í ný�
afstöðnum þingkosningum. Flokkurinn á ekki þing�
mann í höfuðborginni og stendur tæpt í Kraganum,
fjölmennasta kjördæminu, með 7,2 prósenta fylgi.
Flokknum er mikill vandi á höndum. �að skynj�
ar Valgerður Sverrisdóttir mjög vel. Fyrir kosningar
lagðist hún gegn áframhaldandi stjórnarsetu ef kjós�
endur höfnuðu flokknum með afgerandi hætti.
Sú varð raunin og undir orð hennar hafa tek�
ið hugsandi framsóknarmenn eins og Einar Svein�
björnsson. „Allar hugmyndir þess efnis að Fram�
sóknarflokkurinn haldi áfram ríkisstjórnarþátttöku
eru fráleitar. Að sama skapi er tal um annars konar
stjórnarþátttöku út í hött,“ skrifar Einar í Morgun�
blaðið síðastliðinn þriðjudag og bætir við: „Í mín�
um huga væri framhald núverandi stjórnarsamstarfs
vanhugsað feigðarflan fyrir Framsóknarflokkinn.
�að fer ekkert á milli mála að fjölmargir framsóknar�
menn úr grasrótinni eru á þessari sömu skoðun.“
Róttæk frjálshyggja
Hvað sem öllum fagurgala í stefnuskrám og
flokkssamþykktum líður hefur raunin verið sú að
Framsóknarflokkurinn hefur á tólf ára stjórnarferli
tekið lit af Sjálfstæðisflokknum og er í rauninni gegn�
sýrður af honum. �annig var holur hljómur í yfirlýs�
ingum Halldórs í fyrra þegar hann sté af valdastóli.
Hann auðkenndi stefnu stjórnarflokkanna sem vel�
ferðarstjórnmál.
Í fræðibókum framtíðarinnar verður hins vegar
stjórnarseta Framsóknarflokksins með Sjálfstæð�
isflokknum í tólf ár gerð upp sem róttækasta, um�
fangsmesta og best heppnaða frjálshyggjutilraun
sem gerð hefur verið í veröldinni á síðari tímum.
Orðalagið er fengið úr grein Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar sem hann ritaði í Wall Street Journal
í janúar 2004.
Hannes Hólmsteinn hefur nefnilega rétt fyr�
ir sér. �að sést til dæmis best á skattastefnunni
gagnvart hinum ríkustu og tilraunum til að koma
sameiginlegum auðlindum í einkaeign. Margir eru
fylgjandi frjálshyggjunni og ekkert nema gott um
það að segja. En menn eiga að koma til dyranna
eins og þeir eru klæddir. Líka framsóknarmenn.
Hafi þeir í rauninni verið leiðitamir taglhnýtingar
frjálshyggjunnar undanfarin ár ættu þeir að við�
urkenna það og leiðrétta stefnu sína á meðvitað�
an hátt.
�eim er jafn hollt og okkur hinum að hafa hug�
fast það sem John Maynard Keynes, einn frægasti
hagfræðingur síðustu aldar, sagði eitt sinn: „Hug�
myndir hagfræðinga og stjórnmálaspekinga eru
yfirleitt áhrifameiri en fólk gerir sér grein fyrir og
má þá einu gilda hvort þeir hafa á réttu eða röngu
að standa. Menn sem telja sig hafa góðar varnir
gegn hvers kyns áhrifavaldi og hafa báða fætur á
jörðinni, eru iðulega þrælar einhvers aflóga hag�
fræðings.“
Fljóta að feigðarósi
Í stuttu máli hefur miðja stjórnmálanna, sem
Jón Sigurðsson vill fyrir alla muni verja gegn eftir�
líkingum, færst til hægri. �að fellur vel saman við
þá skoðun Hannesar Hólmsteins að megindrætt�
ir frjálshyggjunnar hafi náð sterkri fótfestu hér á
landi og fært allar viðmiðanir til hægri.
Árum saman hafa því framsóknarmenn verið
lítt meðvitaðir um að þeir hafa verið nytsamir sak�
leysingjar í höndum Sjálfstæðisflokksins og fylgt
í aðalatriðum frjálshyggjufræðum Miltons Fried�
man og Friedrichs Hayek. Enn skal tekið fram að
sú stefna á fullan rétt á sér, en hún er áreiðanlega
ekki inntakið í 90 ára hefðum Framsóknarflokks�
ins.
Hægristefnan sem Halldór Ásgrímsson boðaði
að mati hlustandans, sem getið er um hér í upp�
hafi, tók á sig annan búning í samstarfinu við Sjálf�
stæðisflokkinn en framsóknarmenn upp til hópa
gátu þolað. Stríðið fram undan varð því ægilegra
en Halldór gat þolað.
�ví hvarf hann á braut.
Er auðnin í þéttbýlinu ekki næg ástæða fyrir
framsóknarmenn að hugsa sinn gang utan stjórn�
ar næstu fjögur árin?
fimmtudagur 17. maí 200718 Umræða DV
Kosningarnar voru ekki síst merkilegar fyrir þær sakir að þeir sem mestu
réðu, og réðu oftast öllu, eru farnir og eiga ekki lengur beina aðild að stjórn
lands og þjóðar. Í lok stjórnartíma Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms�
sonar bar mikið á óvild og átökum milli manna og hópa. �eir Íslendingar
sem ekki kyngdu öllu sem gert var og sagt var, fengu oft að finna fyrir því
með einhverjum hætti. Einna grófust var aðförin sem reynd var gegn þeim
fjölmiðlum sem voru ráðamönnunum tveimur ekki að skapi.
Ofsinn sem var ráðandi lék marga illa, sennilega þegar upp er staðið
þáverandi formenn stjórnarflokkanna verst. �eir eiga það sameiginlegt að
hafa hrakist úr stjórnmálum. Halldór
fór frá Framsóknarflokknum í afleitri
stöðu, flokkurinn var í frjálsu falli og
brotthvarf Halldórs var eflaust með allt
öðrum hætti en hann hefði kosið. Af�
leiðingar síðustu ára Halldórs í stjórn�
málum sköðuðu ekki bara hann. �ær
sköðuðu flokkinn og flokksmenn. Af�
neitunin er samt til staðar og nýkjör�
inn alþingismaður fyrir Framsókn,
Höskuldur �ór �órhallsson, segir Hall�
dór hafa verið góðan formann og það
sem afvega hefur farið hjá honum og
Framsóknarflokknum sé vegna ósann�
gjarnra árása. Meðan þetta viðhorf er uppi er ekki bjart framundan hjá
Framsókn.
Davíð Oddsson hraktist burt og kom sér fyrir í Seðlabankanum. Starfslok
hans voru í skugga afleitra kosninga 2003, hrakfara í árásum gegn frjálsum
fjölmiðlum og sífellt minna persónufylgis. Davíð og Halldór hefðu senni�
lega báðir betur hætt fyrir kosningarnar 2003. �eir stóðu of lengi á sviðinu,
flestir höfðu fengið nóg og það pirraði þá báða.
Nú þegar þeir eru hættir er trúlegast að ekki verði eins mikil heift milli
þess fólks sem hefur ólíkar lífsskoðanir og metur menn og málefni með
ólíkum hætti. Núverandi leiðtogar í stjórnmálum hafa mikla möguleika til
að róa samfélagið og þeir verða að þola umræðu sem ekki er þeim alltaf að
skapi. Aðhald og gagnrýni fjölmiðla eru ekki árásir. �að er búið að láta sem
svo sé í svo langan tíma að rétt er að linni. �eir sem þannig brugðust við eru
farnir af sviðinu og vonandi verður sá ósiður ekki tekinn upp af öðrum.
�að er ekki laust við að vondar minningar streymi um hugann þegar
óstaðfestar fréttir af aðkomu þeirra innmúruðu og innvígðu að stjórnar�
myndun í landinu berast milli manna. �að er vonandi rangt, það má aldrei
aftur verða. Sá tími verður að heyra sögunni til. Aðrir stjórnmálaforingjar
hafa tækifæri til að koma jafnt fram við öll okkar, sama hvaða skoðanir hvert
og eitt okkar hefur. Sigurjón M. Egilsson
Kaflaskil
Fórnarlamb frjálshyggjunnar
Kjallari
Það er ekki laust við
að vondar minnin�ar
streymi um hu�ann
þe�ar óstaðfestar fréttir
af aðkomu þeirra inn-
múruðu o� innví�ðu að
stjórnarmyndun í land-
inu berast milli manna.
„Hvað sem öllum fa�ur�ala í stefnuskrám
o� flokkssamþykktum líður hefur raunin
verið sú að Framsóknarflokk-
urinn hefur á tólf ára stjórn-
arferli tekið lit af Sjálfstæð-
isflokknum o� er í rauninni
�e�nsýrður af honum.“
Jóhann hauksson
útvarpsmaður skrifar
ÚtgáFuFélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
StjórnarFormaður: Hreinn loftsson FramKVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson
FulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að
birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
FréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð
Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða
Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja
Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús
Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is
Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00
Mikið úRval
af hjólhýSuM
verð frá 1.690.000
og húsbílar verð frá 4.990.000
Skoðaðu úrvalið hjá okkur.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI