Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 54
Fyrir gamla kempu eins og mig
hljómaði leikurinn EA Replay nokk-
uð vel. Heilir 14 leikir frá EA fyrir-
tækinu sem allir komu út á árunum
1990–1994. Ég er ekki alveg viss um
að ég sé að fara með rétt mál, en það
er eins og mig minni að leikirnir hafi
flestir komið út á Nintendo, allavega
man ég eftir að hafa spilað megnið
af þessu við helvítis þrjótinn hann
Ara frænda minn. Þarna eru leikur á
borð við Jungle Strike, DEser Strike,
Road Rash 1–3, Wing Commander,
Budokan, Syndicate og Virtual Pin-
ball. Það er skemmst frá því að segja
að leikirnir í Replay ullu mér miklum
vonbrigðum. Þeir voru auðvitað frá-
bærir á sínum tíma, en ég er einfald-
lega ekki viss um að þarna leynist
einhver sígildur tölvuleikur. Enginn
Mario Bros, Pacman, Tetris, Mega-
man, Zelda eða því um líkt. Ekki
misskilja mig það var auðvitað gam-
an að spila smá Syndicate þó þetta
sé öfga frumstæð útgáfa að leiknum,
Budokan var fjör en lengra náði það
eiginlega ekki. Þessir leikir eiga því
varla erindi upp á borð í dag, þó að
einhverjir fötuhausar í Breiðholtinu
hafi eflaust grátið þagar þeir komust
að því að Road Rash væri fáanlegur
aftur. Ég brosti alveg í fyrstu 20 mín-
úturnar í Replay, en svo langaði mig
að skjóta mig í hausinn. Þessir leikir
eru þó ekkert slæmir svo sem, bara
gamlir. dori@dv.is
dóri dna segir:
&
U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s
fimmtudagur 17. maí 200754 Helgarblað DV
leikirtölvu ratchet & Clank : Size matters - PSPSO ice age 2 - PCSO Caesar iV - PCSOCOm Combined assault - PS2
SOCOm fireteam Bravo 2 - PSP
Kíktu á þessa
leiKjatölvur
Medal of Honor Airborne er væntanlegur á bæði Playstation 3, PC og Xbox360. Leikur-
inn gerist eins og fyrri Medal of Honor leikir í seinni heimsstyrjöldinni en að þessu sinni
stýra menn fallhlífarhermönnum sem lenda í hjarta átakanna hverju sinni.
Sony Stórtapar
Sony mun kynna veltu fyrirtækisins
fyrsta ársfjórðunginn á næstu
dögum og er búist við því að um
töluvert tap sé að ræða sökum PS3.
Þessu greinir heimasíðan bloomb-
erg.com frá. Þar spá fjármálasérfræð-
ingar síðunar að Sony muni hafa
tapað um einum milljarð dollara á
fyrsta ársfjórðungnum. Sala á PS3
hefur ekki staðist undir væntingum
en rúmlega 3 milljónir eintaka hafa
verið seld. Til
dæmis setti PS3
sölumet á fyrstu
helgi sinni í
Bretlandi en svo
féll sala
tölvunar um
80% í vikunum
á eftir.
Lara Croft á Wii
Það er í tísku þessa dagana að yfirfæra
fræga leiki yfir á hina litlu og skemmti-
legu Nintendo
Wii. tölvuleikja-
framleiðendur
vilja ólmir nýta sér
eiginleika Wii
remote og
Nunchuk-
stýripinnans.
Núna er leikurinn
Lara Croft tomb
raider: annivers-
ary með hinni
kynþokkafullu
Löru Croft væntanlegur á Wii en hann
hefur áður komið út á PC, PS2 og PSP.
Leikir sem eru þegar komnir á Wii eða á
eftir að yfirfæra eru til dæmis mortal
Kombat, Prince of Persia, resident Evil og
WWE Smackdown! vs. raW 2008.
HaLo í September
Þremur árum eftir Halo 2 og sex eftir
þeim fyrsta er Halo 3 væntanlegur í
búðir í september. Leikurinn er settur
á 25.september í Bandaríkjunum og
má því búast við honum í byrjun
október hér heima. Leikurinn verður
fáanlegur í þremur mismunandi
útgáfum. Venjulegri útgáfu sem
kostar 59.99 dollara, takmarkaða
útgáfu sem kostar 69.99 dollara og
svo hina svokölluðu „legendery
edition“. Hún mun kosta 129.99
dollara og kemur í sérstökum
umbúðum. Búast má við því að
töluvert bætist ofan á verðið hér
heima.
Medal of Honor tölvuleikirn-
ir hafa heldur betur slegið í gegn.
Um er að ræða skotleiki sem all-
ir gerast í seinni heimstyrjöldinni
og stýra leikmenn hermönnum á
átakasvæðum Evrópu. Ef vinna á
verkefnin í leiknum geta menn að-
eins stýrt bandamönnum, enda
væri hálf rangt að leiða nasista til
sigurs. En ef spila á leikinn á net-
inu, sem er einn helsti styrkleiki
Medal of Honor leikjanna er einn-
ig hægt að stýra nasistum. Fyrsti
Medal-leikurinn kom út á Playstat-
ion 2 en síðan þá hafa leikir verið
gefnir út á fleiri stýrikerfi, nú síð-
ast á Playstation Portable. Vænt-
anlegur er leikurinn Medal of Hon-
or: Airborne og mun hann spilast á
hina nýútgefnu Playstation 3. Stýra
þá leikmenn sérstöum fallhlífar-
hermönnum, sem þjóðverjar köll-
uðu, „djöflanna í víðu buxunum“ í
seinni heimstyrjöldinni. Fallhlífar-
hermenn þurftu þá oftast að lenda
á hættumestu svæðunum og reyna
ryðja brautina fyrir komandi fé-
laga sína. Í leiknum munu því leik-
menn geta tekið þátt í stærstu bar-
dögum seinni heimstyrjaldarinnar,
sem fallhlífarhermenn. Það þýð-
ir að nú geta leikmenn byrjað hvar
sem er í borðunum og, en ekki að-
eins á tilteknum stöðum. Gefur það
því augaleið að auðveldara er að
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur. Þá hafa þeir sem leikinn
hafa prófað sagt að fallhlífarþátt-
urinn geri það einnig að verkum að
borðin endist lengur og veiti manni
fleiri valmöguleika til þess að leysa
hvert verkefni. Til dæmis geta menn
reynt að lenda á húsþökum sem eru
kjörin fyrir leyniskyttur eða nálægt
loftvarnarbyssum. Þá mun fallhlíf-
arþátturinn einnig ýta undir sam-
vinnu í multiplayer-spilun leiksins.
Oftar en ekki lenda menn í miðjum
skotbardögum í miðju Arnarhreiðr-
inu og þá þurfa allir meðlimir liðs-
ins að standa klárir á því hvað þeir
þurfa að gera og hvaða herkænsku-
bragð virki best. Airborne kemur
út á PC, Playstation 3 og Xbox 360
seinna á þessu ári. dori@dv.is
101 airborne:
HeLvíti að ofan
Ógn úr háloftunum Nú geta menn
lent hvar sem er og þannig beitt meiri
herkænsku.
Nasistabaninn medal of Honor
er stórgóðir leikir.
Medal of Honor Airborne
Leikmenn stýra fallhlífarher-
mönnum að þessu sinni.
Fötuhausarnir í Breiðholti verða Fegnir EA ReplayGamlir Nintendo-leikir
PSP
tölvuleiKur
H H H H H