Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 28
Megas fimmtudagur 17. maí 200728 Helgarblað DV „Hjálmar hlustuðu mikið á Megas á sínum tíma í rútunni þegar keyrt var á milli tónleikastaða og Svíarnir í bandinu voru orðnir miklir Megasarað-dáendur, eins og við hinir,“ segir Kiddi. „Við Nisse trommuleikari fórum á tónleika með Megasi á skemmtistaðnum Yellow í Keflavík í fyrra, enda dauðlangaði Nisse að fá að sjá þennan frábæra tónlistarmann sem við höfðum hlustað svo mikið á. Á þessum tíma vorum við að vinna lag á plöt-una Pældu í því sem pælandi er í – sem var plata með lögum Megasar í flutningi ýmissa tónlistar-manna. Okkur datt í hug þarna á staðnum að fá Megas til að koma við í Geimsteini og syngja eina línu í laginu Saga úr sveitinni – sem Hjálmar voru nýbúnir að taka upp fyrir plötuna. Stefán Ingólfs-son, umboðsmaður Megasar, sem stóð að gerð plötunnar bar þetta undir hann og Megas var til í það. Hann kom við í hljóðverinu eftir tónleikana og tók upp línuna „Sonur minn, segðu ekki frá“ í einni tilraun.“ Þannig komst Kiddi í kynni við Megas, en hann átti síðar eftir að stýra upptökum á plötunni Magga Stína syngur Megas auk þess að taka upp þrjú lög til viðbótar á Pældu í því sem pælandi er í; með Baggalúti, KK og Rúnari Júlí-ussyni. Stefán Ingólfsson kom í framhaldinu að máli við Kidda með þá hugmynd að setja saman hljómsveit til að gera nýja Megasarplötu og starfa í kjölfarið sem tónleikasveit með Megasi. Kiddi og Sigurður Guðmundsson hóuðu í þá Mikael og Nisse, félaga sína úr Hjálmum, auk Guðmundar Péturssonar og allt fór á fullt í gamla Hljóðrita. Það eru nokkur tíðindi þegar Megas stofnar hljómsveit og tekur upp plötu. Í gamla Hljóðrita eru menn að fínpússa og laga til glænýja plötu með tónlistarmanninum og skáldinu. Nils Törnqvist, trommuleik- ari „Nisse dauðlangaði að fá að sjá þennan frábæra tónlistarmann sem við höfðum hlustað svo mik- ið á.“ Guðmundur Pétursson færast i gítarleikari landsins leggur me gasi lið. Megas meistarinn hefur sent frá sér yfir 20 plötur og á háa stafla af lögum í fórum sínum. Sigurður Guðmundsson Siggi, oftast kenndur við Hjálma, spilar á bassa og orgel á plötunni. Afkastamikið tónskáld megas skrifar hvert einasta lag út, nótu fyrir nótu. Upptökustjór- inn Kiddi segir frábært að vinna með jafnskipu- lögðum tónlistarmanni og megasi. DV myndir Gúndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.