Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 28
Megas fimmtudagur 17. maí 200728 Helgarblað DV „Hjálmar hlustuðu mikið á Megas á sínum tíma í rútunni þegar keyrt var á milli tónleikastaða og Svíarnir í bandinu voru orðnir miklir Megasarað-dáendur, eins og við hinir,“ segir Kiddi. „Við Nisse trommuleikari fórum á tónleika með Megasi á skemmtistaðnum Yellow í Keflavík í fyrra, enda dauðlangaði Nisse að fá að sjá þennan frábæra tónlistarmann sem við höfðum hlustað svo mikið á. Á þessum tíma vorum við að vinna lag á plöt-una Pældu í því sem pælandi er í – sem var plata með lögum Megasar í flutningi ýmissa tónlistar-manna. Okkur datt í hug þarna á staðnum að fá Megas til að koma við í Geimsteini og syngja eina línu í laginu Saga úr sveitinni – sem Hjálmar voru nýbúnir að taka upp fyrir plötuna. Stefán Ingólfs-son, umboðsmaður Megasar, sem stóð að gerð plötunnar bar þetta undir hann og Megas var til í það. Hann kom við í hljóðverinu eftir tónleikana og tók upp línuna „Sonur minn, segðu ekki frá“ í einni tilraun.“ Þannig komst Kiddi í kynni við Megas, en hann átti síðar eftir að stýra upptökum á plötunni Magga Stína syngur Megas auk þess að taka upp þrjú lög til viðbótar á Pældu í því sem pælandi er í; með Baggalúti, KK og Rúnari Júlí-ussyni. Stefán Ingólfsson kom í framhaldinu að máli við Kidda með þá hugmynd að setja saman hljómsveit til að gera nýja Megasarplötu og starfa í kjölfarið sem tónleikasveit með Megasi. Kiddi og Sigurður Guðmundsson hóuðu í þá Mikael og Nisse, félaga sína úr Hjálmum, auk Guðmundar Péturssonar og allt fór á fullt í gamla Hljóðrita. Það eru nokkur tíðindi þegar Megas stofnar hljómsveit og tekur upp plötu. Í gamla Hljóðrita eru menn að fínpússa og laga til glænýja plötu með tónlistarmanninum og skáldinu. Nils Törnqvist, trommuleik- ari „Nisse dauðlangaði að fá að sjá þennan frábæra tónlistarmann sem við höfðum hlustað svo mik- ið á.“ Guðmundur Pétursson færast i gítarleikari landsins leggur me gasi lið. Megas meistarinn hefur sent frá sér yfir 20 plötur og á háa stafla af lögum í fórum sínum. Sigurður Guðmundsson Siggi, oftast kenndur við Hjálma, spilar á bassa og orgel á plötunni. Afkastamikið tónskáld megas skrifar hvert einasta lag út, nótu fyrir nótu. Upptökustjór- inn Kiddi segir frábært að vinna með jafnskipu- lögðum tónlistarmanni og megasi. DV myndir Gúndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.