Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 30
Föstudagur 27. apríl 200738 Helgarblað DV
Bikarúrslitaleikurinn á laugar-
dag verður fyrsti alvöruleikurinn á
nýjum og glæsilegum Wembley-leik-
vangi. Þetta gæti orðið síðasti leikur Chel-
sea undir stjórn Joses Mourinho en þeir blá-
klæddu hafa nú verið þekktir fyrir það í gegnum
tíðina að láta stjóra sína taka pokann þegar enginn á
von á því. Gianluca Vialli, Ruud Gullit og fleiri hafa
farið frá félaginu á furðulegum tímum.
Nánast allt tímabilið hefur verið rætt um að sam-
band þeirra Mourinhos og eiganda Chelsea Rom-
ans Abramovich sé orðið stirt og því ætti ekki að
koma mörgum á óvart, tapi Chelsea, að Portúgal-
inn verði látinn taka pokann sinn. Það yrði slæmt
fyrir fótboltann á Englandi því þótt Mourinho sé
umdeildur maður verður það ekki frá honum tek-
ið að hann er einn litríkasti karakterinn í deild-
inni.
John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur fulla trú á sín-
um mönnum. Eftir að hafa tapað Englandsmeist-
aratitlinum til Manchester United segir Terry að
lið sitt muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til
að koma í veg fyrir að United lyfti bikarnum á laugardag.
„Þetta verður frábær leikur og við hlökkum öll til hans.
Það er ekki nokkur spurning að þessi bikar skiptir okkur
miklu máli, aðdáendur Chelsea og klúbbinn sjálfan.“ Jose
Mourinho hefur ýjað að því að hann hafi aðeins 15 leik-
menn heila fyrir leikinn en Terry býst þó við að stjórinn
hans hafi úr fleiri leikmönnum að velja þegar stóra stund-
in rennur upp.
„Það er vesen eins og er en ég er viss um að strákarnir
sem eru fyrir utan núna munu hrista af sér slenið og verða
tilbúnir í slaginn á laugardag,“ sagði harðjaxlinn Terry.
Mourinho hefur sagt að hann gæti jafnvel notað vara-
markvörðinn Hilario sem framherja í úrslitaleiknum.
Andrei Shevchenko, Michael Ballack, Ricardo Carval-
ho, Arjen Robben og John Obi Mikel eru allir frá og þá er
spurning hvort Ashley Cole verði orðinn klár.
„Ef Ashley verður klár í slaginn verðum við með 15
leikfæra leikmenn. Það gæti farið svo að ég þyrfti að nota
Hilario á bekkinn, hann er ekki slæmur framherji, eða ég
mun þurfa að setja einn af unglingunum inn til að ná í 16
leikmenn.“
Mourinho hefur alltaf sagt að hann vilji aðeins 24
manna hóp frá því að hann tók við sem stjóri Chelsea.
Það kemur því svolítið á óvart hvað hann er búinn að væla
mikið út af meiðslum. Hann ákvað að vera með lítinn hóp
og vissi að svona gæti farið.
Neville meiddur
Það eru einnig meiðsli í herbúðum Manchester Unit-
ed. Luis Saha og Gary Neville fyrirliði þeirra munu missa
af leiknum. Neville hafði gert sér vonir um að vera orð-
inn heill heilsu fyrir leikinn og leiða liðið inn á nýjan
Wembley en þess í stað verður Ryan Giggs væntan-
lega fyrirliði.
Alex Ferguson stjóri Manchester hef-
ur sagt að vonandi verði Manchest-
er United aftur það veldi sem það eitt
sinn var. Hann trúir því
að lið sitt geti aðeins orðið
betra og hefur sett pressu á
liðið að ná langt í Evrópu.
„Þegar við unnum árið 1993
opnuðust margar dyr fyrir okk-
ur. Við unnum tvennuna, bæði deild
og bikar, árið eftir og það er ekki nokk-
ur spurning að þessir leikmenn geta afrek-
að margt í framtíðinni. Þeir vita um hvað þetta
snýst. Þeir hafa sýnt að taugarnar eru í lagi og ég
er viss um að liðið á bara eftir að verða betra. Ég get
varla beðið eftir næsta ári. Ég hlakka til að sjá liðið vaxa
og dafna og gera góða hluti í Evrvópu auk þess að vinna
deildina heima fyrir.“
Ferguson hefur fengið vilyrði frá stjórn United að hann
fái nýja leikmenn til liðsins. Þetta staðfesti David Gill
stjórnarmaður Manchester United í viðtali við útvarpsstöð
liðsins.
„Það er ekki hægt að taka árangnum sem náðist sem
sjálfsögðum hlut og að liðið haldi áfram á sömu braut. Það
verður alltaf að reyna að bæta sig og fjárfesta og það er það
sem við ætlum að gera. Við erum með gott lið í höndunum
og munum styrkja það hér og þar. Manchester United hef-
ur verið og mun verða félag sem gefur ungum leikmönn-
um tækifæri auk þess að kaupa gæðaleikmenn. Það er
það sem við munum sjá í framtíðinni,“ sagði Gill.
SÍÐASTI LEIKUR
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir bikarúrslitaleikinn á Englandi þar sem tvö bestu lið landsins leiða saman
hesta sína. Nýkrýndir Englandsmeistarar í Manchester United taka á móti Chelsea. Loksins, loksins verður
spilað á nýjum og glæsilegum Wembley.
MOURINHOS?
© GRAPHIC NEWS
F.A. bikarinn snýr aftur á Wembley
CHELSEA
Nýr Wembley
Kostnaður við Wembley
samtals 760 milljónir punda
Færanlegt þak
sem lokast á 15 mínútum
til að halda
áhorfendum þurrum
en sólin skín á
völlinn sjálfan
Skálin:
Tekur 90 þúsund
manns í sæti þar
sem sami
hljómburður
og á gamla
Wembley
MANCHESTER UNITED
Þjálfari: Jose Mourinho
fyrirliði: John Terry
Unnið bikarinn
þrisvar sinnum
1970, 97, 2000
Unnið bikarinn11 sinnum
1909, 48, 63, 77,
83, 85, 90, 94,
96, 99, 2004Leiðin í úrslitin
Þriðja umferð
Maccleseld (h) 6-1
Fjórða umferð
Nottingham Forest (h) 3-0
Þriðja umferð
Aston Villa (h) 2-1
Fjórða umferð
Portsmouth (h) 2-1
Undanúrslit
Blackburn 2-1
Undanúrslit
Watford 4-1
Fimmta umferð
Norwich (h) 4-0
Fimmta umferð
Reading (ú)
Reading (h)
1-1
2-3Sjötta umferð
Tottenham (h)
Tottenham (ú)
3-3
2-1
Sjötta umferð
Middlesbrough (h) 1-0Líkleg byrjunarlið
Dóamri: Steve Bennett
Aðstoðardómarar: Peter Kirkup, Dave Bryan. Fjórði dómari: Howard Webb
Burðar
virkið
1750 tonn
315 metra langt
Styður norður þakið
færanlegt þak og 60%
af þyngd suður þaksins
Gerir það að verkum að
aldrei er skyggt á útsýni
7.4m í þvermál
Búið til úr
sterku stáli
Boginn: 133 metra hár
52 metrum fyrir ofan
völlinn sjálfan.
Norður þakið
Suður þakið
Völlurinn: Fjórum metrum
neðar en gamli völlurinn
en jafn stór.
105 metra langur
68 metra breiður
Völlurinn
Fráfall: Getur tekið allt að
227 þúsund lítrum á klukkustund
Undirlag:
Þræðir settir í grasið
til að koma í veg fyrir
rótarslit
Loftæði: Heitu lofti er
dælt inn til að koma í veg fyrir
frostbit
Þjálfari: Sir Alex Ferguson
Fyrirliði: Ryan Giggs
Cech van
der
Saar
Terry
Boulahrouz
Ferreira
A. Cole
J. Cole
Ronaldo
Smith
Carrick
Scholes
Rooney
Giggs
Drogba
Makalele
Essien
Lampard
Robben
Ferdinand
Brown
Vidic
Heinze
Varamenn:
Cudicini
Bridge
Mikel
Diarra
Geremi
Kalou
Wright-Phillips
Varamenn:
Kuszczak
Eagles
O’Shea
Richardson
Fletcher
Solskjær
Dong
Gras frá
Suður
Frakklandi
Hart barist didier
drogba og rio
Ferdinand að berjast
um boltann.
Dómarinn
steve Bennet
kemur til með
að dæma
leikinn.
Kröftugur skalli
Wayne rooney er
kröftugur
leikmaður.
Forvitnileg barátta Michael
Carrick og Frank lampard eru
báðir frábærir leikmenn.